Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 29

Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 29
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 20. ágúst 2022 Það munu margir spretta úr spori í höfuðborginni í dag. gummih@frettabladid.is Einn af hápunktunum á Menn- ingarnótt er Reykjavíkurmara- þonið sem fram fer í 37. sinn í dag. Síðustu tvö ár hefur þurft að aflýsa maraþoninu vegna heimsfarald- ursins svo hlauparar, sem verða rúmlega 8 þúsund talsins, eru heldur betur fullir eftirvæntingar að fá að spretta úr spori um götur höfuðborgarinnar. Fjórar vega- lengdir eru í boði, heilt maraþon (42,2 km), hálft maraþon (21,1 km), 10 km hlaup og 3 km skemmti- skokk. Klukkan 8.40 verður ræst í maraþoninu og hálfmaraþoninu, kl. 9.40 í 10 km hlaupinu og klukkan 12 í skemmtiskokkinu. Öllum boðið í sund Upplýsingamiðstöð hlaupsins er í Menntaskólanum í Reykjavík og er opin frá kl. 7.00. Reykjavíkur- borg býður öllum þátttakendum í maraþoninu í sund á hlaupdag eða daginn eftir hlaup. Framvísa þarf hlaupanúmeri til að fá frían aðgang. Þátttakendur í Reykjavík- urmaraþoninu hafa verið duglegir í áheitasöfnun, en frá árinu 2007 hafa þeir getað hlaupið til styrktar góðu málefni og skiptir upphæðin mörg hundruð milljónum sem safnast hafa til góðgerðarmála frá þessum tíma. Öllum hlaupurum er óskað góðs gengis og vonandi fá þeir öflugan stuðning við hliðarlínuna. Spáð er þokkalegu veðri en þó gætu hlauparar þurft að taka á sig stífan vind í vesturhluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar um Reykjavíkurmaraþonið má finna á rmi.is. n Loksins maraþon Jóna Dögg segir að hún hafi orðið bæði vandræðaleg og mjög undrandi þegar fyrsta typpamyndin birtist á skjánum hjá henni. Þær eru orðnar allnokkrar síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Óumbeðnar typpamyndir enduðu á striga Einn er sá viðburður á Menn- ingarnótt sem þegar er farinn að vekja mikla athygli. Það er sýning Jónu Daggar Svein- björnsdóttur á typpamyndum sem hún málaði eftir myndum sem henni voru sendar á sam- félagsmiðlum óumbeðið. 2 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.