Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 32
Það er alls engin
skylda að dansa, en
varla hjá því komist
þegar stemningin er góð.
Þetta er smitandi fjör.
Bætiefnið Comfort-U frá
Good Routine er öflug vörn
fyrir þvagfærakerfið og
byggir á fjórum virkum inni-
haldsefnum sem hafa þekkta
eiginleika til þess að koma í
veg fyrir blöðrubólgu/þvag-
færasýkingu.
„Comfort-U er sérhannað fyrir fólk
sem vill koma í veg fyrir blöðru-
bólgu/þvagfærasýkingu, sem er
ein algengasta bakteríusýkingin
og algengari hjá konum en körlum.
En ein af hverjum fimm konum
upplifir að minnsta kosti eina þvag-
færasýkingu á ævinni,“ segir Freydís
Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur
að mennt, með BSc, og meistara-
gráðu í næringarfræði.
„Einstaklingur sem hefur fengið
þvagfærasýkingu er í aukinni
hættu á að fá sýkingu aftur og talið
er að um fjórðungur fái endur-
tekna sýkingu innan sex mánaða
og þriðjungur innan árs. Þar af
leita hundruð sýklalyfjameðferðar
við þvagfærasýkingum á Íslandi
á hverju ári. Yfir 80% þvagfæra-
sýkinga eru taldar vera af völdum
þarmabakteríunnar e.coli, en aðrar
bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta
líka valdið þvagfærasýkingum.“
Fyrirbyggjandi er lykilatriði
Þvagfærasýkingar geta verið afar
óþægilegar en eru þó oftast skað-
lausar að sögn Freydísar. „Einstaka
sinnum nær sýkingin til efri þvag-
færa eins og nýrna, en það er afar
óalgengt. Til að mynda verða 30%
þvagfærasýkinga einkennalausar á
innan við viku án meðferðar. Hins
vegar getur verið erfitt að eiga við
síendurteknar sýkingar. Þótt þær
séu meðhöndlaðar á áhrifaríkan
hátt með sýklalyfjum, getur óhófleg
notkun sýklalyfja leitt til skaðlegra,
heilsufarslegra afleiðinga.
Til að forðast of mikla útsetningu
fyrir sýklalyfjum leita margir til
fæðubótarefna og náttúrulyfja.
Rannsóknir þar að lútandi eru af
skornum skammti og sumar mis-
vísandi, en nokkur fæðubótarefni
gefa góða raun þegar kemur að
því að koma í veg fyrir þvagfæra-
sýkingu.“
Fjögur virk efni
Comfort-U inniheldur fjögur efni
sem rannsóknir hafa sýnt fram
á að geti hjálpað til við að fyrir-
byggja þvagfærasýkingar. Það eru
einsykran D-mannóse, þarma-
gerillinn Lactobacillus rueteri og
svo virku efnin í trönuberjum og
sortulyngslaufum (e. bearberry
leaf). „Trönuberin eru frægust, en
eitt virku efnanna í þeim er ein-
mitt „D-mannóse“. Sortulyngslauf
þekkja flestir undir nafninu uva
ursi og „Lactobacillus rueteri“ er
einn af góðgerlunum sem finna má
til dæmis í AB -mjólk.
Af þessum fjórum efnum hefur
D-mannóse komið hvað best út úr
þeim rannsóknum sem hafa verið
gerðar með tilliti til forvarnar á
þvagfærasýkingum. Rannsóknir á
D-mannóse sýna fram á marktæka
minnkun á endurteknum þvag-
færasýkingum hjá þeim sem fá þær
reglulega. Til þess að sýking nái
fótfestu í þvagfærum þarf e.coli eða
önnur örvera að ná að festast við
blöðruvegginn. Virkni D-mannóse
er sú að bindast til dæmis e.coli
bakteríum, skola þeim út með þvagi
og koma þannig í veg fyrir sýkingu.
Trönuber innihalda meðal
annars D-mannóse, hippúrsýru og
anthósýanín, sem eru talin torvelda
e.coli að festast við þvagblöðru-
vegginn. Ekki eru allir á eitt sáttir,
en samantekt margra rannsókna
sýnir fram á verndandi áhrif D-
mannóse gegn þvagfærasýkingum
hjá konum sem fá þær reglulega.
Ekki skemmir fyrir að trönuber
hafa líka marga aðra heilsubætandi
kosti.
Lauf sortulyngs, (önnur nöfn:
uva ursi, bjarnaber, fjalla-trönuber)
hafa í árþúsundir verið notuð til
að meðhöndla þvagfærasýkingar.
Nú benda rannsóknir til þess að
það sé svo sannarlega eitthvað til í
því og kallað hefur verið eftir fleiri
rannsóknum. Sortulyngið inni-
heldur örverueyðandi efnasam-
bönd sem vinna gegn óvingjarn-
legum bakteríum og hjálpa við
upptöku á efnum úr trönuberjum.
Efnasambönd í laufunum, svo sem
Arbutinin, eru talin vinna gegn
útbreiðslu e.coli meðal annars og
trufla viðloðun bakteríunnar við
blöðruvegginn,“ segir Freydís.
Hjálplegar örverur
Jafnvægi í þvagkerfisflórunni er
svo viðhaldið með hjálp gagn-
legu bakteríunnar Lactobacillus
rueteri. „Hjálplegu örverurnar í
líkamanum kallast góðgerlar og er
fjöldinn allur af þeim í meltingar-
kerfinu. Við getum bætt um betur
með trefjaríku fæði, ab-mjólk og
skyldum vörum, súrsuðum mat og
bætiefnum.
Sumir góðgerlar viðhalda
jafnvægi í þvagi, leggöngum og
meltingarvegi með því að fram-
leiða efnasambönd sem leyfa ekki
óvinveittum bakteríum að vaxa. Sá
stofn sem er talinn hvað mikilvæg-
astur fyrir þvagfærakerfið er Lac-
tobacillus rueteri. Þessi bakteríu-
stofn getur endurheimt náttúrulegt
örverujafnvægi í þvagfærum og
getur myndað efnasambönd sem
leyfa ekki óvinveittum bakteríum
að vaxa og dafna.“
Fjölþætt fyrirbyggjandi virkni
Í Comfort-U koma saman þrjú virk
innihaldsefni sem eru studd af
rannsóknum, ásamt Lactobacillus
rueteri stofni. Saman eru þessi efni
talin geta stutt heilbrigði þvag-
færa og veitt fjölþætta vörn gegn
þvagfærasýkingum. „Til eru margir
mismunandi stofnar góðgerla og
fjöldi þeirra í hverjum skammti
er merktur með einingunni CFU
sem stendur fyrir „colony formin
unit“, eða nýlendumyndandi
stofn. Í Comfort-U er réttur stofn í
nægilegu magni til að hafa tilskilin
áhrif án þess að valda skaða, enda
er þetta verðlaunuð formúla. Com-
fort-U er náttúrulegt bætiefni sem
kemur í pillu- og belgjaformi.
Forvörn er alltaf best og Com-
fort-U hefur það fram yfir sýklalyf
að vera laust við aukaverkanir
eins og ógleði og magaeinkenni.
Comfort-U skaðar ekki vinveittu
þarmaflóruna sem er einn helsti
ókostur sýklalyfja. Hins vegar er
sýklalyfja alltaf þörf ef sýking er
staðfest í efri hluta þvagfæra eins og
nýrum og ávallt skal fylgja læknis-
ráði. Þegar stór hluti kvenna er með
endurteknar þvagfærasýkingar,
fögnum við því þegar vara á borð
við Comfort-U kemur á markað.“ n
Good Routine fæst í Lyf og heilsu,
Apótekaranum, Hagkaup og
Krónunni.
Fjölþætt og fyrirbyggjandi vörn gegn þvagfærasýkingum
Freydís fagnar því að vara eins og
Comfort-U sé komin á markað fyrir
íslenskar konur. MYNDIR/AÐSENDAR
Comfort-U inni-
heldur fjögur
efni sem rann-
sóknir hafa sýnt
fram á að geti
hjálpað til við
að fyrirbyggja
hinar hvimleiðu
þvagfærasýk-
ingar.
Það verður óvenju kátt í
Borgarbókasafninu Grófinni
í kvöld þegar gestir geta
dansað við þögult diskó
innan um þögla lestrarhesta.
thordisg@frettabladid.is
„Ég get lofað því að Súperman með
Ladda verður spilað í kvöld. Við
leggjum mikið upp úr fjölskyldu-
vænum tónum og singalong á
viðburðum sem Menningarnótt,
þegar allir eru saman að njóta og
skemmta sér. Undir Súperman er
óhjákvæmilegt að bresta í söng og
tilheyrandi dans, en fólk tekur líka
alltaf vel við sér í singalong-lögum
úr Grease og með Abba,“ segir
Bjarki Sigurjónsson, eigandi Silent
Diskó, sem sér um að gestir Borgar-
bókasafnsins í Grófinni dilli sér á
þöglu diskóballi frá klukkan 18 til
20 í kvöld.
„Silent diskó virkar þannig að
gestir fá afhent þráðlaus heyrnar-
tól við komuna í bókasafnið og
geta þá valið á milli tveggja plötu-
snúða sem spila sitthvora tón-
listina sem gestir fá beint í eyrað
og geta dillað sér við. Þrátt fyrir
dúndrandi takt í heyrnartólunum
ríkir samt gamla, góða bókasafns-
þögnin í Grófinni, sem sumum
finnst vandræðaleg, en einmitt
þess vegna er skoplegt að skapa
silent diskó-stemningu í slíku
rými. Í þögla diskóinu dansa gestir
því við sitthvort lagið og skiptir
engu þótt ekki sé dansað í takt, því
allir geta dansað óheftir og fíflast
að vild,“ segir Bjarki í mikilli til-
hlökkun fyrir kvöldið.
Silent diskó nýtur mikilla vin-
sælda enda glæný og öðruvísi
upplifun. Það hefur náð miklum
vinsældum á tónlistarhátíðum um
allan heim og er vinsælt á hvers
kyns viðburðum.
„Við viljum að fólk gangi inn í
skemmtilega stemningu og víst
er að þetta er upplifun sem fellur
vel í kram gestanna. Við viljum
líka ná sem flestum á dansgólfið
því þannig myndast dýnamík og
stemning þar sem allar hömlur
falla. Fólk getur dansað í eigin
heimi eins og enginn sé morgun-
dagurinn en líka tekið niður
heyrnartólin til að tala við næsta
mann eða heyra fólk taka undir
í singalong-lögum þar sem allir
syngja með sínu nefi. Það er
kannski ekki alltaf fagur sam-
söngur en ákaflega skemmtilegur,“
greinir Bjarki frá.
Heyrnartólin skipta um lit
eftir því á hvorn diskótekarann
er hlustað, og segir Bjarki iðulega
myndast samkeppni á milli plötu-
snúða um að ná sem flestum til að
dansa við sitt lag.
„Ef lagið er leiðinlegt er
einfaldlega skipt yfir á hinn. Við
aðlögum okkur að gestahópnum
hverju sinni og þegar við buðum
síðast upp á silent diskó á
Menningarnótt var aldursbilið
breitt, allt frá krökkum upp í eldri
borgara. Því var fugladansinn og
Prumpulagið sett á fóninn, sem og
Macarena og gömlu dansarnir; allt
í bland. Silent diskó er líka fyrir
allan aldur; það eina sem þarf er að
yfirstíga þröskuldinn og leyfa sér
að vera smá kjánalegur; þá dettur
maður í sónið. Sumir vanda sig
heil ósköp við dansinn en flestir
dansa frjálst og óheft, enda skiptir
danssporið ekki máli heldur að
vera einn í góðum fíling með sitt
heyrnartól en á sama tíma einn af
öllum hinum.“
Smitandi kátína og gleði
Bjarki lofar stuði og stemningu í
Grófarsafni í kvöld.
„Ég á ekki von á öðru en að
bókasafnsgestir gangi sáttir frá
borði eftir að hafa losað um orku
og fyllst gleði í dansinum. Það er
svo um að gera að gefa sér tíma
til að mana sig upp í að setja upp
heyrnartólin, en því fyrr, því betra,
til að njóta gleðinnar sem lengst.“
Bókahillum verður ýtt til hliðar
til að skapa rými fyrir dansinn.
„Því verður eitthvað minna um
að fólk verði eitt í djörfum dansi
á bak við bókarekkana. Vita-
skuld má vanga og taka upp hald,
og bókasafn ekki verri staður en
hver annar til að finna ástina á
dansgólfinu, eins og við höfum
stundum séð út undan okkur í
brúðkaupum og á árshátíðum þar
sem fólk hefur fellt hugi saman í
silent diskói,“ segir Bjarki kátur.
Hann kynntist silent diskói fyrst
þegar hann fór með Snorra Páli
Þórðarsyni, vini sínum og með-
eiganda að Silent Diskó (silent-
disko.is), á tónlistarhátíðina Future
Festival í Ástralíu.
„Við kolféllum fyrir þessu því
þetta var ný, skemmtileg og öðru-
vísi upplifun. Ég var svo atvinnu-
laus árið 2016 og sótti um vinnu
hjá viðburðafyrirtæki, mundi
þá eftir silent diskó og kannaði
möguleikann á að f lytja það inn.
Ég fékk ekki vinnuna hjá við-
burðafyrirtækinu en f lutti inn
silent diskó og gleymi seint góðri
tilfinningunni að fara með reikn-
inginn til umrædds fyrirtækis
þegar það pantaði silent diskó og
það sló svona rækilega í gegn,“
segir Bjarki og hlær, enda nærist
hann á því að útdeila gleði og segir
kátínu klárlega uppsprettuna að
silent diskó.
„Það er auðvitað sprenghlægilegt
þegar maður er að dansa í bullandi
fíling, tekur niður heyrnartólin og
heyrir þá næsta mann syngja hátt
án undirleiks, eða kannski prumpa
hressilega í trausti þess að enginn
heyri. Það er líka spaugilegt að
fylgjast með mesta töffaranum á
árshátíðinni, sem sýnir diskóinu
mikinn áhuga en þorir ekki fyrr
en korter í þrjú að setja á sig tólin
og er þá langsíðastur út af dans-
gólfinu. Þetta snýst um að stíga inn
í diskóheiminn en þangað kemst
maður ekki nema að setja á sig
tólin og vera með. Það er svo alls
engin skylda að dansa, en varla hjá
því komist þegar stemningin er
góð. Þetta er smitandi fjör.“ n
Prumpað í skjóli dúndrandi diskós á bókasafninu
Bjarki Sigurjónsson er eigandi Silent Diskó sem lofar fjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
4 kynningarblað A L LT 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR