Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 33

Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 33
FARSÆLD BARNA VERKEFNASTJÓRI gardabaer.is Garðabær óskar eftir að ráða drífandi og öflugan verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu af verkefna- stjórnun sem býr yfir metnaði og sýnir frumkvæði í starfi. Um er að ræða 100% starfshlutfall í góðu starfsumhverfi. Helstu verkefni: • Leiðir vinnu innleiðingarteymis í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna • Vinnur að samþættingu á þjónustu fræðslu- og menningarsviðs og fjölskyldusviðs í samræmi við lög um farsæld barna • Eflir samvinnu, samþættingu og upplýsingaflæði á milli þjónustuveitenda í sveitarfélaginu með áherslu á snemmtæka nálgun og vinnur að mótun á nýju verklagi • Sér um kynningu og fræðslu á áherslum hugmyndafræði samþættingar • Samstarf og samvinna við aðila sem vinna með börnum og koma að samþættingu þjónustunnar • Vinnur árangursmat á verklagi og þjónustu Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem uppeldismenntun, menntun á sviði velferðarmála eða sambærilegt • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun • Reynsla af vinnu í opinberri stjórnsýslu • Þekking og reynsla af starfi í almennri velferðarþjónustu eða af skólastarfi í grunn- og leikskóla • Lipurð í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð • Áhugi og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu • Góð tölvukunnátta • Góð tök á íslenskri tungu og hæfni í framsetningu texta Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2022. Nánari upplýsingar um starfið veita: Eiríkur Björn Björgvinsson, í síma 5258500 eða með því að senda tölvupóst á eirikurbjorn@gardabaer.is Svanhildur Þengilsdóttir, í síma 5258500 eða með því að senda tölvupóst á svanhildurthe@gardabaer.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is Álftanesskóli • Frístundaleiðbeinandi • Stuðningsfulltrúi Hofsstaðaskóli • Frístundaleiðbeinandi • Smíðakennari • Stuðningsfulltrúi Sjálandsskóli • Frístundaleiðbeinandi • Stuðningsfulltrúi Urriðaholtsskóli • Frístundaleiðbeinandi • Leiðbeinandi • Leikskólakennari • Stuðningsfulltrúi • Þroskaþjálfi Leikskólinn Holtakot • Deildarstjóri • Leikskólakennari Leikskólinn Mánahvoll • Háskólamenntaðir starfsmenn • Leiðbeinandi • Leikskólakennari Hönnunarsafn Íslands • Starfsmaður í móttöku Íþróttamiðstöðvar • Starfsmaður í Miðgarð Miðskógar – heimili fyrir fatlað fólk • Starfsmaður Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is STÖRF HJÁ GARÐABÆ Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.