Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 70
Elskulegur faðir minn, sonur,
stjúpfaðir, bróðir, mágur og frændi,
Eiríkur Ómar Guðmundsson
rithöfundur og útvarpsmaður,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 26. ágúst kl. 13.00.
Kolbeinn Orfeus Eiríksson
Guðfinna E. Benjamínsdóttir
Kristján Guðmundsson Helga Þórðardóttir
Sigmundur Guðmundsson Arna Rún Óskarsdóttir
Vaka Blöndal
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Þórður Höjgaard Jónsson
Sóltúni 7, 105 Reykjavík,
lést á Hrafnistu Sléttuvegi,
þriðjudaginn 9. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
23. ágúst klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við
starfsfólki Hrafnistu Sléttuvegi fyrir góða umönnun.
Ingibjörg Ólafsdóttir Hjaltalín
Kristín Vilborg Þórðardóttir Ingi Björn Ágústsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
Arnar Geir Arnarson
Lést á heimili sínu fimmtudaginn
11. ágúst. Útför hans fer fram frá Fella-
og Hólakirkju miðvikudaginn 24. ágúst
klukkan 13.
Birta Sjöfn Arnarsdóttir
Óskar Ölver Arnarsson
Sjöfn Svansdóttir Örn V. Óskarsson
Fríða Björk Arnardóttir Gunnar Geir Gunnarsson
Svandís Dögg Sólberg
Arnardóttir Agnar Freyr Þorkelsson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar og afi,
Sigurður Geirsson
Akraseli 21, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
þriðjudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá
Seljakirkju þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir
Geir Sigurðsson
Aðalsteinn Sigurðsson
Birgir Jarl Aðalsteinsson
Amanda Brák Aðalsteinsdóttir
Ástkær faðir minn, tengdafaðir,
afi og bróðir okkar,
Elías Jón Sveinsson
geðhjúkrunarfræðingur,
lést í sjósundi við Langasand á Akranesi
þriðjudaginn 9. ágúst.
Útförin fer fram í Háteigskirkju
miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13.00.
Sveinn Elías Elíasson Ósk Norðfjörð
Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir Baldur Jóhann Baldursson
Lára Helga Sveinsdóttir Karl Baldvinsson
Baldur Sveinn Baldursson
barnabörn.
Ástvinir þakka auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elsku
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Guðnýjar Hannesdóttur
Efstalandi 10, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust
hana í veikindum hennar.
Rósa S. Jónsdóttir Guðmundur I. Guðmundsson
Oddfríður R. Jónsdóttir
Hannes A. Jónsson Yukie Moriyama
barnabörn og barnabarnabörn.
Eftir að hafa rekið dansskóla í tíu
ár segist Brynja Péturs ennþá ást-
fangin af street dans menningu.
Tímamótunum verður fagnað
með sýningum á Ingólfstorgi í
dag.
arnartomas@frettabladid.is
Dans Brynju Péturs, eini sérhæfði Street
dansskóli landsins, fagnar tíu ára afmæli
í dag. Í tilefni þess verður boðið upp á
sérstakar hátíðarsýningar á Ingólfstorgi
í dag kl. 15.30 og kl. 16.30.
„Þetta er auðvitað frekar klikkað,“
segir Brynja um árin tíu. „Ég er búin að
vera að kenna á Íslandi frá 2004 og stofn-
aði skólann 2012 svo þetta er búinn að
vera ansi langur tími.“
Aðspurð um hvernig senan á Íslandi
hafi breyst á þeim tíma segir Brynja að
hún hafi varla verið til þegar hún hóf að
kenna.
„Það var bara ekkert street dans sam-
félag hér áður fyrr, en nú er öll f lóran
mætt. Hip hop, dancehall, waacking,
popping og f leiri stílar eru orðnir að
tungumáli sem dansarar hér á landi
tala,“ segir hún. „Áður fyrr var ekkert
hægt að fá grunn í þessum stílum en nú
eru komnar kynslóðir af dönsurum sem
eru ofboðslega færar.“
Þá eru margir af gömlum nemendum
Brynju orðnir kennarar sjálfir svo að
hæfileikaflóran fer enn vaxandi.
„Fólkið sem hefur komið inn í líf mitt
á þessum tíma eru einhverjar mögnuð-
ustu manneskjur sem ég hef kynnst. Þau
eru einstaklega hæfileikarík, algjörir
svampar á menningu og dansstíla, þau
eru listafólk sem hanna sín eigin dans-
verk sem þau skreyta með kraftmiklu
nemendunum okkar,“ segir hún. „Þau
eru að búa til yndislegt umhverfi fyrir
næstu kynslóðir dansara á Íslandi. Ég
sem krakki hefði elskað að læra hjá
fólkinu mínu – sem ég er heppin að kalla
nemendur mína og samstarfsfólk.“
Alheimurinn sigraður með dansi
Dans Brynju Péturs er í dag einn stærsti
dansskóli landsins og starfræktur á níu
staðsetningum fyrir nemendur frá fimm
ára aldri. Eftir afmælisdagskránna í dag
segir Brynja að allt púður fari í að undir-
búa haustönn skólans.
„Prógrammið sem byrjar hjá okkur
12. september er miðað við fólk frá 5-25
ára aldurs, en ég er reglulega með 25 ára
plús byrjendatíma fyrir eldri kynslóðir,“
svarar Brynja, spurð um hvort eldra
fólk eigi eitthvert tækifæri á síðbúinni
innkomu í street dans heiminn. „Fram-
haldstímarnir mínir innihalda fólk frá
13-30 ára en þeir keyra líka kennara-
teymið, eldri nemendur og nýja áhuga-
sama. Barna- og unglingastarfið er mjög
sterkt í öllum 8 hverfunum og bæjar-
félögunum okkar. Allir hópar vinna að
nemendasýningu sem lokar önninni í
desember, það er stærsta partý ársins!“
Til næstu tíu ára segir Brynja draum-
inn vera þann sama og áður – að við-
halda og stækka street dans senuna á
Íslandi.
„Ég er ástfangin upp fyrir haus af
þessari menningu, elska að læra meira,
dansa og kenna. Aðalpunkturinn í þessu
fyrir mig er hvað það er gaman að vinna
með fólkinu mínu, ég er mikill aðdáandi
þeirra. Þú munt verða það líka ef þú kíkir
á okkur dansa á Ingólfstorgi í dag,“ segir
hún. „Við viljum búa til vettvang og
styðja við næstu kynslóðir, hvort sem
þau vilja sölsa undir sig alheiminn með
dansfærni eða bara mæta í tíma og hafa
gaman í danssalnum. Öll eru velkomin
og öll skipta máli.“
Sýningarnar á Ingólfstorgi í dag verða
klukkan 15.30 og 16.10. n
Street dans í tíu ár
Nemendur og kennarar í Dansi Brynju Péturs í æfingasalnum í gær. Brynja er í bleikum bol fyrir miðju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Dansinn dunar sem aldrei fyrr hjá Dansi Brynju Péturs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
38 Tímamót 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Hannes Finnsson Skálholtsbiskup
andaðist á þessum degi árið 1796.
Hannes fæddist í Reykholti í Borgar-
firði 8. maí árið 1739, sonur prests-
hjónanna þar, séra Finns Jónssonar,
sem síðar varð biskup í Skálholti, og
Guðríðar Gísladóttur.
Hannes útskrifaðist sextán ára
úr Skálholtsskóla 1755 og hélt um
sumarið til guðfræðináms við Hafnar-
háskóla. Embættispróf í guðfræði tók
hann 1763.
Á þeim tólf árum, sem Hannes
dvaldist samfleytt í Kaupmannahöfn,
kynntist hann mörgum helstu fræði-
mönnum Danmerkur. Hannes sneri
heim í Skálholt til að aðstoða föður
sinn við ýmis fræðistörf árið 1767.
Hann hélt aftur til Kaupmannahafnar
1770 og dvaldi þar næstu árin við
störf í íslenskum fræðum.
Hannes var vígður aðstoðarbiskup
til Skálholts 1777. Séra Finnur lét af
embætti árið 1785 og var Hannes
þá einn biskup. Árið áður höfðu
Suðurlandsskjálftar lagt Skálholtsstað
meira og minna í rúst og átti að flytja
biskupsstólinn til Reykjavíkur. Hannes
keypti þá Skálholtsstað og fékk að
sitja þar áfram sem hann og gerði til
æviloka. Hannes dó hinn 4. ágúst 1796
í Skálholti eftir skyndileg veikindi.
Á síðustu æviárunum skrifaði hann
tvö merkustu rit sín: Um mannfækkun
af hallærum á Íslandi og Kvöldvökur. n
Þetta gerðist: 4. ágúst 1796
Hannes biskup ber beinin
Hannes var vígður aðstoðarbiskup til
Skálholts 1777. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM