Fréttablaðið - 20.08.2022, Síða 80
Ég er búinn að vera í
yfir 27 ár á Íslandi og
þetta er það sem ég er
búinn að læra af ykkur,
að standa saman og
alltaf hjálpa hvor
öðrum.
Kristófer Gajowski
Kristófer Gajowski er einn
skipuleggjenda samtakanna
Support for Ukraine, Iceland
sem eru sérstakir gestir
Menningarnætur. Kristófer
og fjölskylda eyddu sparifénu
sínu í að styrkja Úkraínu-
menn á flótta til Íslands.
tsh@frettabladid.is
Sérstakir gestir Menningarnætur í
ár eru samtökin Support for Ukra-
ine, Iceland, sem hafa skipulagt fjöl-
breytta dagskrá í Ráðhúsi Reykja-
víkur í dag. Kristófer Gajowski,
einn skipuleggjenda, hefur staðið í
ströngu frá upphafi innrásar Rússa
og aðstoðað fjölda Úkraínumanna
við að flýja stríðið í heimalandinu,
ásamt Maríu Shramko.
Kristófer er lagnatæknifræðingur
og jarðfræðingur að mennt og hefur
verið búsettur á Íslandi í tæpa þrjá
áratugi. Hann er pólskur að upp-
runa en faðir hans fæddist í Úkraínu
og móðir hans er ítölsk. Þegar Rúss-
ar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar
byrjaði Kristófer strax að leita eftir
því hvernig hann gæti hjálpað.
„Ég og fjölskyldan mín, eins og
f lestir, elskum að ferðast og við
vorum búin að safna í tvö ár til að
kaupa jeppa. Það er alltaf verð-
bólga og alltaf eitthvað erfitt en við
vorum komin með um 4,8 milljónir,
það var ekki nóg til að kaupa nýjan
bíl heldur einhvern gamlan,“ segir
hann.
Í stað þess að kaupa jeppa ákváðu
Kristófer og fjölskylda að nota spari-
féð til að styrkja úkraínska flótta-
menn við að komast frá Póllandi til
Íslands. Kristófer komst í samband
við ýmsa aðila úti í Póllandi sem
voru tilbúnir að gefa honum góðan
díl á gistingu fyrir úkraínska flótta-
menn, auk þess sem hann aðstoðaði
fólk við að komast í f lug.
„Þetta er ekki eitthvað sem ég vil
gera fyrir mig sem auglýsingu. Ég er
búinn að vera í yfir 27 ár á Íslandi
og þetta er það sem ég er búinn að
læra af ykkur, að standa saman og
alltaf hjálpa hver öðrum. Það skiptir
miklu máli,“ segir Kristófer.
Hátt í tvö hundruð manns
Að sögn Kristófers hefur ýmis-
legt komið upp á hjá f lóttamönn-
unum við ferðalagið frá Úkraínu
til Íslands. Til að mynda gerðist það
nokkrum sinnum að starfsmenn
f lugfélagsins Wizz Air vildu ekki
hleypa fólki í f lug vegna þess að það
var ekki með rétt ferðaskilríki eða
vegabréf.
Hvað ertu búinn að hjálpa mörg-
um Úkraínumönnum að komast til
Íslands?
„Það voru 58 nýlega, en þeir sem
ég er búinn að hjálpa persónulega
eru alveg rúmlega 160, sem ég er
búinn að fjármagna og svona. Við
erum núna með um 1.500 Úkraínu-
menn sem hafa komið hingað.“
Support for Ukraine, Iceland, hafa
staðið að ýmsum öðrum viðburð-
um hér á landi, á borð við mótmæli
fyrir utan rússneska sendiráðið og
friðartónleika í Hallgrímskirkju
þar sem ýmsir þekktir listamenn
komu fram. Samtökin hafa nú
skipulagt veglega hátíðardagskrá í
Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni Menn-
ingarnætur, þar sem úkraínskri og
íslenskri menningu verður gert hátt
undir höfði.
„Þetta var mjög gaman að heyra.
Við erum að standa saman og Úkra-
ína er ekki eitthvað úti í horni. Við
viljum búa á landi eins og Íslandi í
friði. Það þarf ekki að hafa óvini eða
ofbeldi. Við erum land sem er með
eitthvað um 380.000 íbúa og fólk frá
yfir 200 löndum. Á þeim tíma sem
ég hef búið á Íslandi hef ég aldrei
lent í neinu of beldi eða rasisma.
Oft þegar ég heyri um slíkt þá finnst
mér það bara hlægilegt, því Íslend-
ingar eru með rosalega gott hjarta,“
segir Kristófer.
Skemmtiatriði og fræðsla
Dagskráin í ráðhúsinu stendur frá
13 til 18 í dag og samanstendur af
skemmtiatriðum frá íslenskum og
úkraínskum listamönnum, auk þess
sem boðið verður upp á veitingar og
fræðslu. María Shramko úr Kokka-
landsliðinu mun bjóða gestum upp
á margra metra langa úkraínska
köku og þá verður sérstakur bekkur
þar sem gestir geta rætt við Úkra-
ínumenn í gegnum túlk og fengið
að heyra sögu þeirra.
„Húsið verður opnað kl. 13 og
byrjað með úkraínskri tónlist, eftir
það koma Systur úr Eurovision,
Beta og Sigga. Eftir klukkan tvö þá
verður hátíðleg opnun með stað-
gengli borgarstjóra, Einari Þor-
steinssyni. Á þessum tíma erum
við komin með rúmlega 170 daga af
stríði í Úkraínu. Í mínum huga vil ég
ekki bara mjólka og biðja um hjálp
frá Íslendingum heldur þarf líka að
gefa til baka,“ segir Kristófer.
Hann bætir því við að á meðan
okkur Íslendingum þyki sjálfsagt
að gera okkur glaðan dag og vera
áhyggjulaus á Menningarnótt þá
sé það sama ekki endilega uppi
á teningnum hjá þeim Úkraínu-
mönnum sem f lúið hafa stríðið í
heimalandinu.
„Fólkið sem undirbýr með mér
þessa menningarhátíð fyrir Úkra-
ínu á að baki rosalega stór sár, í
huga og hjarta. Þetta er líka svolítið
stressandi fyrir þau því þetta stríð
skilur eftir sig mjög djúp sár í hjarta
þeirra,“ segir Kristófer. n
Stríðið skilur eftir sig djúp sár
Kristófer hefur aðstoðað hátt í tvö hundruð Úkraínumenn við að flýja stríðið í heimalandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kristófer og
María Shramko
eru tveir skipu-
leggjenda
samtakanna
Support for
Ukraine,
Iceland.
MYND/AÐSEND
MENNING 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Barónsstígur 8-24
Akureyri 24/7
Reykjanesbær 24/7
OPIÐ
MENNINGARNÓTT
*0,5 l gos í plasti frá Ölgerðinni
Gló skál og gos 500ml*
Gló pasta og gos 500ml*
1.599 kr.
999 kr.
Gló to go!