Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 28
síldina, rekur Jakob Jakobsson sögu fiskirannsókna hér við land og leggur sérstaka áherslu á síldina. Kaflinn er ítar- legur og þar er sögð sagan af því hvernig reynsla sjómanna og vaxandi vísinda- þekking taka höndum saman til að leysa þá flóknu gátu sem líf þessa litla silfurlita fisks er. Það gerir Jakob með góðum texta, sem jafnvel landkrabbar skilja og fjölda skýringarmynda og korta. Mikill fengur er að lýsingu á lífi og starfi fyrstu fiskifræðinganna okkar, þeirra Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar. Hver skyldi núna, árið 2008, trúa því, að fyrir réttri öld, þegar Bjarni Sæmundssonar var okkar eini fiskifræð- ingur, skyldi hann þurfa að kenna í aldarfjórðung í menntaskóla til að eiga fyrir soðningu handa sér og sínum og stunda fiskirannsóknir í hjáverkum með dálitlum styrk frá Alþingi? Jakob Jakobsson skrifar einnig þriðja kaflann, sem fjallar um veiðarfæri og veiðitækni. Sagan hefst á reknetunum sem Norðmennirnir komu með um aldamótin 1900, þá kemur snurpunótin, veiðarfærið, sem breytti öllu í veiðunum og reyndar í efnahagslífi þjóðarinnar, svo var það hringnótin með pokann í öðrum endanum, en ekki í miðjunni eins og snurpunótin, vélarlaus nótabáturinn bundinn við skipshlið og kastað með skipinu. Þá er sagt frá bergmálstækninni, kraftblökkinni, þar er skemmtileg mynd af Höfrungi III. „á nösunum“, fyrsta skipinu, sem var með hliðarskrúfu, og að lokum er sagt frá flotvörpunni. Skýringarmyndir eru af öllum þessum veiðarfærum. Lokakaflann skrifar Hreinn Ragnarsson um söltunarstaði á 20. öld og er hann að hluta byggður á handritum annarra, m.a. Benedikts Sigurðssonar um Siglufjörð og Braga Sigurjónssonar, sem hafði gert ítarlega rannsókn á síldarsöltun við Eyjafjörð. Ferðin hefst á Patreksfirði og er haldið réttsælis, um Vestfirði, austur með Norðurlandi, áfram sem horfir, allt til Stykkishólms. Siglufjörður fær mesta umfjöllunina, enda óumdeilanleg miðstöð síldarsöltunar í áratugi. Greint er frá söltun á hverjum stað og birtar myndir frá mörgum þeirra. Margir eru nú í eyði, eins t.d. söltunarstöðvarnar við Ingólfsfjörð, aðrar eru aðeins örnefni, sem óðum gleymast, eins og Hanastaðir og Fjárklettsvík innan Dagverðareyrar við Eyjafjörð, þar sem nokkur söltun var árla á síðustu öld. Þannig grefst í gleymsku atvinnulíf, sem einu sinni var. III. bindi Þriðja bindið segir frá því, að fleira þurfi að gera en að veiða síldina, hana verði að vinna og verka og svo að sjálfsögðu að selja hana úr landi til kaup- enda. Þá verður að fást það verð fyrir hana, sem stendur undir kostnaði og gefur arð. Fyrsti kaflinn í síðasta bindinu, sem þeir Hreinn Ragnarsson og Hjörtur Gíslason, blaðamaður og rithöfundur, skrifa, fjallar einmitt um markaðsmálin. Helsta markaðssvæðið var löngum framan af Noregur og Svíþjóð og lönd- in við sunnanvert Eystrasalt, en síðar einnig Sovétríkin meðan þau voru til og þangað fóru árið 1985 um 220 þúsund tunnur, sem var met. Framan af var salan óskipulögð af okkar hálfu, auk þess sem vöruvöndun var vissulega ábótavant. Við það bættist, að verðlag var sveiflukennt og fremur lágt. Fyrri heimsstyrjöldin setti og strik í reikninginn, vegna sigl- ingabanns misstum við af nokkrum mikilvægum mörkuðum og Bretar, sem höfðu skuldbundið sig að kaupa mestalla íslensku saltsíldina, stóðu ekki í stykk- inu nema að hluta til. Svo lauk stríðinu og sumarið 1919 var góð veiði, síldin feit og sólríkt sumar. Geymslan varð því ekki sem skyldi. Vonin um hagnað var rík og menn biðu með að selja í þeirri von, að verðið hækkaði. Um haustið hrundi verðið, síldin varð óseljanleg, Ástæður eru sagðar tvær, kunnáttuleysi í markaðsmálum og léleg vara. Talið er að allt að 60 þúsund tunnur hafði ekki selst. Síldarseljendur fengu gífurlega skell og margir urðu gjaldþrota. Þetta var „Krakkið mikla“. Í framhaldi af því stofn- uðu síldarútgerðarmenn „Íslenzka síld- arsamlagið“, sem varð víst aldrei neinn sérstakur bógur. Mál þróuðust þannig, að Síldareinkasala var stofnuð með 28 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Krossanes við Eyjafjörð. Mynd: Síldarsaga Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.