Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 56
56 - Sjómannablaðið Víkingur
Risaskipin
Það er ekki nokkur vafi á því hvert sé stærsta skip heims en
þann titil hefur fyrrum risaolíuskipið Knock Nevis sem áður
hefur verið sagt frá hér á þessum síðum undir nafninu Jahre
Viking. Nú er skipið svokallað FSO (Floating Storage and
Offloading unit) eða fljótandi geymslu og losunareining í hrá-
þýðingu. En hvaða skip ætli komi næst í röð heimsins stærstu
skipa. Hér gefur á að líta stærstu skip heims eins og sakir
standa:
Nafn Tegund Lengd Eigandi
Knock Nevis Tankskip 458 m Fred. Olsen
PS-Class Mærsk Gámaskip 397 m A.P. Møller-Mærsk
TI Oceania Tankskip 380 m OSG
G-Class Mærsk Gámaskip 367 m A.P. Møller-Mærsk
A-Class Mærsk Gámaskip 352 m A.P. Møller-Mærsk
CS-Class Mærsk Gámaskip 347 m A.P. Møller-Mærsk
RMS Queen Mary 2 Farþegaskip 345 m Cunard Line
Berge Stahl Stórflutningaskip 343 m BW Gas
Enterprise Class Flugmóðurskip 342 m US Navy
Freedom Class Skemmtiferðaskip 339 m Royal Caribbean
E-Class Mærsk Gámaskip 333 m A.P. Møller-Mærsk
Nimitz class Flugmóðurskip 317 m US Navy
Það eru ekki mörg ár í að breyting verði á efsta sætinu því búist
er við að árið 2012 verði lokið við smíði á 500 metra skemmti-
ferðaskipi.
Kveðjur milli skipa
Það varð heldur uppi
fótur og fit þegar
kvenkyns áhafn-
armeðlimir á hol-
lensku freigátunni
HMS „Bloys van
Treslong“ beruðu
brjóst sín fyrir kollega
sína á nærstöddu skipi
að lokinni NATO
æfingu í
Miðjarðarhafi. Voru
þær að kveðja félaga
sína í fastaflotanum
en þeim til mikillar armæðu var tekin ljósmynd af þessu tiltæki
þeirra.
Í lok æfingar sem þessarar, sem gekk undir nafninu
Stanavformed, hefur sá siður skapast að þegar skip halda heim
úr flotadeildinni er þeim siglt á milli þeirra skipa sem eftir
verða í kveðjuskyni og þá er gjarnan kastað kartöflum eða
sprautað vatni á milli skipanna. Konurnar um borð í Bloys van
Treslong vildu gera kveðjustundina eftirminnilega með þessum
hætti. Að auki var ein fallbyssa skipsins sett í „reista“ stöðu til
að líkja eftir ákveðnu líffæri karla. Flotastjórnin varð heldur
betur óhress með þessa kveðjuaðferð kvennanna og kallaði
þegar yfirforingja freigátunnar, A. Meeldijk, á teppið. En hann
átti eftir að heimsækja fleiri teppi því fregnir af þessu bárust til
flotastjórnarinnar í Hollandi. Þar var honum sagt að þessi fram-
koma væri með öllu óásættanleg og þau skilaboð flutti hann
áfram til áhafnar sinnar.
Eftir því sem upplýst hefur verið hafa konurnar ekki hlotið refs-
ingu fyrir athæfi sitt en sagt er að refsing þeirra liggi í áfallinu
yfir öllu fjaðrafokinu sem þessi berun brjóstanna olli. Nýlega
var ljósmyndin meðal annars notuð við kennslu stjórnenda
innan hollenska sjóhersins.
Drottningar mætast, QEII sem er nær á myndinni mun verða leyst af
hólmi með nýju skipi.
Drottningar
Eins og áður hefur komið fram á þessum síðum hefur Cunard
skipafélagið selt Queen Elisabeth II enda hefur skipið nú orðið
Hilmar Snorrason skipstjóri
Utan úr heimi
Myndin sem hollenski sjóherinn varð lítið
hrifinn af.