Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 58
58 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Dýr beygla Kanadískir skattborgarar eru nú ekki beint hoppandi af gleði yfir smá beyglu sem kom á einn kafbát sjóhersins því viðgerð á henni mun kosta borgarana litlar 77 milljónir ISK. Um er að ræða dæld sem er um 4 fermetrar að stærð en þar sem hún er á ytri byrðingi kafbátsins var köfun skipsins takmörkuð. Það sem gerði það að verkum að skattborgararnir voru ekki kátir yfir þessu var að þessi dæld kom á skipið meðan það var í eigu breska sjóhersins sem mun ekki taka ábyrgð á þessari „litlu“ dæld. Merkilegur fundur Nýlega fundust þrír þýskir kafbátar í Svartahafi og binda menn miklar vonir um að hægt verði að bjarga þeim og hafa til sýnis. Um er að ræða kafbátana U-20, U-23 og U-19 en þeim var öllum sökkt af áhöfnum þeirra í september 1944 eftir að bæki- stöðvar þeirra í Rúmeníu komust í hendurnar á Rauða hernum. Liggja tveir bátanna á um 80 feta dýpi en sá þriðji á um 1000 fetum. Bátarnir, sem eru af gerðinni II-B hafa allar götur síðan legið í fersku vatni og þar af leiðandi varðveist vel. Mun ástand- ið á U-20 vera alveg einstakt. Kemur heim aftur Kafbátar virðast vekja vaxandi vinsældir meðal ferðamanna því nýlega hafa Ísraelar fest kaup á kafbát sem í eina tíð var í eigu þeirra. Kafbáturinn sem um ræðir var einn þriggja bresksmíð- aðra kafbáta fyrir ísraelska sjóherinn og fékk hann nafnið Gal. Var hann í notkun allt fram til ársins 2003 að þrír nýjir kafbátar leistu þessa gerð af hólmi. Var Gal lagt í einni af þurrkvíum HDW í Kiel og lá ekki annað fyrir honum en að vera rifinn. Ekki voru Þjóðverjarnir neitt að flýta sér við að rífa kafbátinn því þegar Ísraelarnir fóru að hafa hug á því að varðveita kafbát reyndist þeim mögulegt að eignast Gal á ný. Á síðasta ári hófust framkvæmdir við að gera hann að safna- skipi og var önnur vélin tekin úr skipinu auk þess sem stefni hans var opnað. Að því loknu var hann settur um borð í skip sem nú er á leið til Ísrael en ég hef því miður ekki nánari upp- lýsingar um hvar hann muni verða til sýnis ef einhverjir lesend- ur eru á leið þangað. Frá útförinni um borð í USS Ashland. Útför á sjó Ég var nýlega spurður út í það hvort enn væri verið að framkvæma útfarir á sjó og svaraði ég því til að ég teldi af og frá að slíkt ætti sér stað nema að því leiti að ösku væri dreyft yfir sjóinn. Það leið rétt vika þar til ég komst að því að ég hafði sannarlega farið með rangt mál því 23. febrúar sl. fór fram útför um borð í bandaríska landgönguskipinu USS Ashland. Fór athöfnin fram á Atlantshafi og voru 13 fyrrum sjóliðar látnir síga í sæ við þá athöfn. Gömul ferja til sölu. Til sölu Nýja Grímseyjarferjan Sæfari hefur verið mikið í fréttum og milli tanna á fólki síðasta árið eða frekar síðustu árin. Hún er nú sem betur fer komin í siglingar eftir miklar endurbætur. Eitthvað var hún búin að liggja í höfn á Írlandi áður en hún var seld hingað til lands. Þegar þetta umrædda skip hóf siglingar Sjómanna dagurinn Sendum sjómönnum og fjölskyldum fleirra okkar bestu kve›jur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.