Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 50
50 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Matreiðslumeistarinn Friðrik V Karlsson, áhugamaðurinn Júlíus Júlíusson og ljósmyndarinn Finnbogi Marinósson hafa tekið höndum saman og gefa út áhugaverða og öðruvísi matreiðslubók. Á hverri opnu eru upp- skriftir og myndir af ré­ttum þeirra Friðriks V og Júlíusar úr sama hráef- ninu, þannig fá lesendur tvær ólíkar útgáfur, meistarans og áhugamannsins. Val á hráefninu fór þannig fram að hvor þeirra nefndi 10 tegundir af sjávarfangi sem þeir elduðu úr. Í bókinni eru 20 uppskriftir meistarans og 20 uppskriftir áhugamannsins og súpa að auki. Þeir fengu ekki að vita hvernig hinn aðilinn eldaði fyrr en myndatökum lauk. Finnbogi Marinósson myndaði rétt- ina og stemmninguna í kring um gerð bókarinnar. Friðrik V rekur ásamt fjöl- skyldu sinni veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri, Júlíus er Dalvíkingur og m.a þekktur sem framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, Finnbogi rekur ljós- myndastofuna Dagsljós á Akureyri. Bókin kemur út á íslensku og ensku um mitt sumar og prýða hana fjöldi glæsilegra mynda Finnboga úr heimahér- aði þeirra pilta, Eyjafirði. Formála skrifa bæjarstjórarnir á Akureyri og Dalvík, þær Sigrún Björk Jakobsdóttir og Svanfríður Inga Jónasdóttir. Ásprent Stíll á Akureyri sér um prentun. Meistarinn – Friðrik V. Djúpsteiktar rækjur í Tempura deigi með skyrsósu Ekkert skeldýr í heiminum er oftar sett í pottana en rækjur. Þær eru af mörgum gerðum og tegundum og ákaflega misjafnar á bragðið og að áferð. Flestar verða þær þó rauðar eða bleikar við eldun. 600 gr rækjur Salt 1 dl hveiti Tempúradeig 1 egg 2 dl ískalt vatn ¼ tsk natron 1 ½ dl sigtað hveiti Örlítið salt 1 ísmoli Þeytið saman egg, vatn og ísmola. Setjið þurrefnið út í og hrærið vel saman. Veltið rækjunum upp úr hveiti og salti. Setjið í deigið. Látið standa í 10 mín- útur. Djúpsteikið síðan í 180 gráðu heitri conolaolíu. Skyrsósa ½ dós KEA vanilluskyr 1 msk ferskur engifer, rifinn með fínu Microplane rifjárni 2 msk ferskt koreander, smátt saxað 1 límóna, safi og börkur rifinn með fínu Microplane rifjárni 1 tsk sesam olía Örlítið af sterkri chillísósu Öllu hrært saman og geymt í ísskáp í 20 til 30 mínútur áður en borið er fram. Athugið, má geyma lengur. Skötuselur með jarðarberja- og chillísósu Skötuselurinn er gríðarlega kjaftstór rán- fiskur. Fundist hefur 57 cm þorskur í gini 65 cm stórs skötusels. 600 til 800 gr skötuselshali, bein- og himnuhreinsaður 150 gr semalínahveiti (hart hveiti) Salt og pipar Olía til steikingar Jarðarberja- og chillísósa 1 askja jarðarber 2 chillípiparávextir 1 dl jarðarberjaedik 60 gr hrásykur 2 dl vatn 1 hvítlauksrif, smátt saxað 1 skalott laukur, smátt saxaður Örlítið af olíu 2 msk ferskt koreander, gróf saxað Klípa af kartöflumjöli í vatni til þykkingar Salt Mýkið laukinn og hvítlaukinn í olíunni, hellið edikinu yfir. Maukið helminginn af jarðarberjunum og blandið saman við ásamt sykrinum og vatninu. Látið sjóða í 10 mínútur áður en sósan er jöfnuð með kartöflumjöli og gróft saxað chillí sett út í. Sósan soðin áfram í 5 mínútur og enn eykst mýktin. Athugið að ef fræin eru sett með verður sósan talsvert sterkari. Hreinsið afganginn af jarðarberjunum og skerið í hæfilega stóra bita áður en þeim er bætt í sósuna ásamt koreander. Gott er að láta sósuna standa í 30 mínútur áður er hún er borin fram. Skerið skötuselshal- ann í þægilegar sneiðar, veltið þeim upp úr semalínahveitinu og steikið í olíunni við miðlungshita. Berið fram með til dæmis ferskum aspars og hrísgrjónum. Ljósmyndir: Finnbogi Marinósson Meistarinn og áhugamaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.