Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 66
66 - Sjómannablaðið Víkingur
farnir að þrengja verulega að 50% allra skipa sem um hann
fara.
Það verður þó ekki frá Panamabúum tekið að þeir hafa
afsannað rækilega allar hrakspár um að þeir myndu ekki
valda verkefninu. Þvert á móti hefur þeim tekist að auka
jafnt og þétt skipaumferð um skurðinn sem þeir fengu
til umráða í árslok 1999. Lagt hefur verið út í viðamiklar
umbætur á honum, hann breikkaður, dýpkaður á köflum
til að draga úr straumi og beygjur teknar af. Jafnhliða hefur
floti togbáta verið stækkaður, toglestir í landi efldar og bún-
aður bættur í skipastigum. Og er þá ekki nærri allt talið.
Því má bæta við að þetta hefur tekist án þess að tefla öryggi
sjófarenda í voða. Síður en svo, segja yfirvöld, sem hreykja
sér af afar lágri slysatíðni í skurðinum. Sem er heimsmet,
ekkert annað, staðhæfa þau.
En nú þarf stórátak, og það er þegar hafið.
Panamaskurðurinn er að breikka og skipastigarnir munu
í framtíðinni geta hleypt í gegnum sig nálega 370 metra
löngum skipum sem rista allt að 15 metra en þá erum við að
tala um gámaskip sem ber hvorki meira né minna en 12.000
gáma, 20 fet hvern (20 feta gámur er 6,1 metri). Og svo ég
hætti mér lengra út á þenna hála ís þá ber Goðafoss 1.457
slíka gáma (er með öðrum orðum 1457 teus/ Twenty foot
Equivalent Unit).
Hinn 3. september á síðasta ári hófust Panambúar handa
um þessar stórfelldu endurbætur á skurðinum. Svo ef ein-
hver lesandi Víkings á leið þar um á næstunni þá væri
gaman ef hann leyfði okkur að njóta ferðasögunnar.
Lausn á síðustu krossgátu