Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 27
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 27 Óskar Halldórsson. Hluti myndar. Mynd: Síldarsaga Íslendinga reyndu Norðmenn í fyrsta sinni fyrir sér með nýju veiðarfæri, snurpunótinni, sem líklegast var fyrst reynd á Súlunni frá Akureyri. Svo var farið að gera togarana út á síld yfir sumartímann. Þá kom ný vinnsluaðferð, síldarbræðslan, á Siglufirði 1909. Steinar segir einnig frá þjóðlífsbreyting- unum, sem þessar nýjungar í sjávarútvegi höfðu með sér, fólk flykktist í síldina, bændur kvörtuðu yfir vinnuaflsskorti, það gneistaði milli landbúnaðar og sjáv- arútvegs og erfitt var að halda erlendum útgerðum réttu megin við lög og reglur. Í stríðinu voru margir togarar seldir úr landi, en vélbátaflotinn óx og efld- ist, línuveiðararnir komu og svo voru aftur keyptir togarar. Enn var keppt um vinnuaflið á sumrin og fjármálaráðherra sagði á þingi, að síldveiðar væru „óhollur atvinnuvegur.“ Reynt var að koma lagi á síldarsölumálin, einkasala var stofnuð 1928, um hana urðu harðar deilur og hún lagði upp laupana þrem árum síðar. 1934 var síldarútvegsnefnd sett á laggirnar. Þá kom kreppan með öllum sínum stétta- átökum, s..s Krossanesdeilunni 1930, þar sem alvarlega skarst í odda með útgerð- armönnum og verkafólki. Misjafnlega veiddist þrátt fyrir mikla sókn, en þó tók steininn úr árið 1935, þegar aðeins var saltað í um 82 þús. tunnur, sem var aðeins rúmur þriðjungur þess, sem verið hafði árin á undan. Svo bágt var, að marg- ar síldarstúlkur á Siglufirði söltuðu vart eina einustu tunnu og liðu sáran skort og ríkissjóður hlutaðist til að verkafólk fengi ókeypis heimflutning um haustið. Þá komu vélar í nótabátana, sem létti sjómönnunum mjög störfin, ekki þurfti lengur að róa „á þrælaborðið“ og þeir fengu í þá lensidælur. Á styrjaldarárunum 1939-1945 lok- uðust flestir markaðir fyrir saltsíld, eins og nærri má geta, og mun færri skip stunduðu síldveiðar en verið hafði. Söltunin varð því lítil, um 40 þús. tunnur að meðaltali á ári. Það var einmitt á fyrsta stríðsárinu, að hringnótin kom til sög- unnar, en þá þurfti aðeins einn nótabát og mun færri voru í áhöfn. Og þá var Snæfellið smíðað norður á Akureyri, 165 lestir var það, stærra skip hafði ekki verið smíðað á Íslandi. Eftir stríðið kom svo nýsköpunin, togarar og stærri skip og auðvitað Hvalfjarðarsíldin, ævintýrið veturinn 1947-1948, þegar meir en 1 milljón mála aflaðist á skömmum tíma. Þá tók við hvert aflaleysisárið af öðru og stóð svo til 1958, lakast var sumarið 1952. Kaupstaðarstrákur í sveit fylgd- ist með fréttunum, þetta var lífsbjörgin, þeir félagarnir hlustuðu á aflatölurnar í útvarpinu á sunnudagskvöldum og skrifuðu niður, áttu sér uppáhaldsskip, Snæfellið og Súlan voru þeirra Arsenal og Everton. Um miðjan sjötta áratuginn kom Asdik tækið til sögunnar í fiskiskipunum, þróað upp úr kafbátaleitartæki Bandamanna í styrjöldinni. Blessun, sögðu sumir, auð- veldara að finna síld, sem ekki óð, böl, sögðu aðrir, renndi stoðum undir ofveiði. Næsta stóra skefið var kraftblökkin, sem fyrst fyrir alvöru var tekin í notkun sumarið 1959 og reyndist vel. Þetta var veiðitæki, sem tók öllu öðru fram, en það kallaði á stærri nætur og enn stærri skip, vélaraflið leysti mannshöndina af hólmi eins og nælonið bómullina í netagerðinni. Nú var farið að veiða síld árið um kring, aflinn óx ár frá ári, sótt var dýpra og síld- in var flutt til verksmiðja, sem voru langt frá miðunum. Árið 1965 veiddust alls 762 þús. tonn og 771 þúsund ári seinna. Eggert Gíslason á Gísla Árna veiddi 13 þús. tonn og var talið heimsmet. Svo kom hrunið 1968, afleiðing gífurlegar ofveiði, þegar heildaraflinn varð tæpur fimmtung- ur þess, sem veitt var tveim árum fyrr. Þá hófst Norðursjávarævintýrið í nokkur ár og Danmörk varð aðallöndunarstaðurinn og svo kom loðnan og flotinn hafði verk- efni nær allan ársins hring. Í öðrum kaflanum, Gátan um Íslands-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.