Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Síða 27
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 27 Óskar Halldórsson. Hluti myndar. Mynd: Síldarsaga Íslendinga reyndu Norðmenn í fyrsta sinni fyrir sér með nýju veiðarfæri, snurpunótinni, sem líklegast var fyrst reynd á Súlunni frá Akureyri. Svo var farið að gera togarana út á síld yfir sumartímann. Þá kom ný vinnsluaðferð, síldarbræðslan, á Siglufirði 1909. Steinar segir einnig frá þjóðlífsbreyting- unum, sem þessar nýjungar í sjávarútvegi höfðu með sér, fólk flykktist í síldina, bændur kvörtuðu yfir vinnuaflsskorti, það gneistaði milli landbúnaðar og sjáv- arútvegs og erfitt var að halda erlendum útgerðum réttu megin við lög og reglur. Í stríðinu voru margir togarar seldir úr landi, en vélbátaflotinn óx og efld- ist, línuveiðararnir komu og svo voru aftur keyptir togarar. Enn var keppt um vinnuaflið á sumrin og fjármálaráðherra sagði á þingi, að síldveiðar væru „óhollur atvinnuvegur.“ Reynt var að koma lagi á síldarsölumálin, einkasala var stofnuð 1928, um hana urðu harðar deilur og hún lagði upp laupana þrem árum síðar. 1934 var síldarútvegsnefnd sett á laggirnar. Þá kom kreppan með öllum sínum stétta- átökum, s..s Krossanesdeilunni 1930, þar sem alvarlega skarst í odda með útgerð- armönnum og verkafólki. Misjafnlega veiddist þrátt fyrir mikla sókn, en þó tók steininn úr árið 1935, þegar aðeins var saltað í um 82 þús. tunnur, sem var aðeins rúmur þriðjungur þess, sem verið hafði árin á undan. Svo bágt var, að marg- ar síldarstúlkur á Siglufirði söltuðu vart eina einustu tunnu og liðu sáran skort og ríkissjóður hlutaðist til að verkafólk fengi ókeypis heimflutning um haustið. Þá komu vélar í nótabátana, sem létti sjómönnunum mjög störfin, ekki þurfti lengur að róa „á þrælaborðið“ og þeir fengu í þá lensidælur. Á styrjaldarárunum 1939-1945 lok- uðust flestir markaðir fyrir saltsíld, eins og nærri má geta, og mun færri skip stunduðu síldveiðar en verið hafði. Söltunin varð því lítil, um 40 þús. tunnur að meðaltali á ári. Það var einmitt á fyrsta stríðsárinu, að hringnótin kom til sög- unnar, en þá þurfti aðeins einn nótabát og mun færri voru í áhöfn. Og þá var Snæfellið smíðað norður á Akureyri, 165 lestir var það, stærra skip hafði ekki verið smíðað á Íslandi. Eftir stríðið kom svo nýsköpunin, togarar og stærri skip og auðvitað Hvalfjarðarsíldin, ævintýrið veturinn 1947-1948, þegar meir en 1 milljón mála aflaðist á skömmum tíma. Þá tók við hvert aflaleysisárið af öðru og stóð svo til 1958, lakast var sumarið 1952. Kaupstaðarstrákur í sveit fylgd- ist með fréttunum, þetta var lífsbjörgin, þeir félagarnir hlustuðu á aflatölurnar í útvarpinu á sunnudagskvöldum og skrifuðu niður, áttu sér uppáhaldsskip, Snæfellið og Súlan voru þeirra Arsenal og Everton. Um miðjan sjötta áratuginn kom Asdik tækið til sögunnar í fiskiskipunum, þróað upp úr kafbátaleitartæki Bandamanna í styrjöldinni. Blessun, sögðu sumir, auð- veldara að finna síld, sem ekki óð, böl, sögðu aðrir, renndi stoðum undir ofveiði. Næsta stóra skefið var kraftblökkin, sem fyrst fyrir alvöru var tekin í notkun sumarið 1959 og reyndist vel. Þetta var veiðitæki, sem tók öllu öðru fram, en það kallaði á stærri nætur og enn stærri skip, vélaraflið leysti mannshöndina af hólmi eins og nælonið bómullina í netagerðinni. Nú var farið að veiða síld árið um kring, aflinn óx ár frá ári, sótt var dýpra og síld- in var flutt til verksmiðja, sem voru langt frá miðunum. Árið 1965 veiddust alls 762 þús. tonn og 771 þúsund ári seinna. Eggert Gíslason á Gísla Árna veiddi 13 þús. tonn og var talið heimsmet. Svo kom hrunið 1968, afleiðing gífurlegar ofveiði, þegar heildaraflinn varð tæpur fimmtung- ur þess, sem veitt var tveim árum fyrr. Þá hófst Norðursjávarævintýrið í nokkur ár og Danmörk varð aðallöndunarstaðurinn og svo kom loðnan og flotinn hafði verk- efni nær allan ársins hring. Í öðrum kaflanum, Gátan um Íslands-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.