Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 6
6 - Sjóm­annablaið Víkingur­ Ég var á svokölluðum Sparidögum á Hótel Örk í Hveragerði í október 2006. Eftir kvöldmatinn á fyrstu kvöldv- ökunni kom til mín maður sem kvaðst heita Einar Guðnason og sagði að é­g hefði bjargað lífi sínu. Ég kannaðist nú ekki við manninn í sjón og mundi ekki eftir að hafa bjargað lífi neins Einars. Kvaðst hann þá hafa verið skipstjóri á Friðbert Guðmundssyni ÍS 403 er é­g hefði leiðbeint inn á Önundarfjörð fyrir Páska 1963. Hann hefði verið að koma úr radarviðgerð á Ísafirði á leið til Suðureyrar í NA stórhríð þegar radarinn bilaði aftur út af Skálavík. Þá rifjuðust upp nokkur atriði er tengdust Páska- hátíðinni þetta ár. Ómar kom fljótandi Ég var búinn að vera skipherra á v/s Maríu Júlíu síðan um miðjan janúar 1963 og þegar þetta gerðist voru Vestfirðir okkar gæslusvæði sem var mjög við hæfi því María Júlía var jú „björgunar- skúta Vestfjarða.“ Ég hafði kvöldið áður ákveðið að kanna ágang togara við 12 sml fiskveiðimörkin frá Látrabjargi austur fyri Horn og þegar ég var ræstur í morg- unmat um kl 8 , þriðjudaginn 9. apríl vorum við vestur af Straumnesinu á NA leið, blanka logn og sléttur sjór. Dyrnar á keisnum stóðu opnar þegar ég kom upp eftir rakstur ca. korteri seinna svo ég fór bara út á dekk og morgunpissið fór yfir lunninguna. Ég tók fljótt eftir að hann var óvenjulega dökkur til hafsins og leist bara alls ekkert á blikuna, skálkaði dyrnar, fór upp í brúardyrnar og sagði stýrimanninum að snúa við og halda á Önundarfjörð. Ég var ekki staðinn upp frá morgunverðarborðinu u.þ.b. 15-20 mín seinna þegar hann skall á eins og hendi væri veifað, norðaustan spænu rok, blindbylur og haugasjór. Hafsteinn A Hafsteinsson - nú skip- stjóri hjá Eimskip - var háseti á vakt í brúnni man vel þegar ósköpin skullu á. Stýrimaðurinn hafði ætlað að nota þessa einmuna blíðu til að ferskvatns þvo yfir- bygginguna svona fyrir Páskana sem var svo sjálfhætt þegar Ómar Jensson báts- maður í gula sjóstakknum sínum kom fljótandi fram dekkið í brotsjó sem skall yfir skutinn um leið og hvellurinn. Ómar náði svo að bjarga sér með fötu og kúst niður í lúkarinn gegnum dyr aftan á hval- baknum. Við lögðumst svo fyrir akkeri innan við Flateyri kl 1307 og kl 1358 kallaði „Flat-eyrar radió“ og bað okkur að hefja leit að m/b Einari Þveræing sem hefði sent út neyðarkall á vinnubylgju vest- fjarðabáta 2261 kílórið og væri að sökkva út af Barða. Við léttum strax akkeri og settum á fulla ferð út fjörðinn og einn þrílemb- inganna (þrjú systurskip Eimskips), Lagarfoss að mig minnir sem var ný lagstur þarna fyrir akkeri setti líka á fulla ferð með akkerið rétt laust úr botni. Ekki náðist samband við Einar og við vorum farnir að búast við hinu versta og mér hraus hugur við að stjórna leit við þessar aðstæður. María Júlía átti nefnilega til að leggja sig illilega á brælulensi, hvað þá yfirísuð. En svo náðist samband kl 1430 og var þá allt í lagi að þeir sögðu. Loftnetið hafði slitnað niður stuttu eftir að hann fékk á sig brotið sem braut tvo glugga og fyllti stýrishúsið. Við mættumst svo út af Ingjaldssandi, fylgdumst inn fjörðinn og ég lagðist aftur fyrir akkeri innan við Flateyraroddann. Þar var þá vindur hægur en dálítil snjókoma. Óveðrinu slotaði ekki og við lágum þarna bara áfram Hjálparkall berst Það var svo kl 2136 fimmtudaginn 11. sem m/b Friðbert Guðmundsson kallaði í okkur á neyðarbylgjunni 2182 kílórið. Kvaðst hann vera út af Galtarvita með bilaðan radar, treysti sér ekki til að taka Þröstur Sigtryggsson Páskahret 1963 Þröstur Sigtryggsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.