Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 39
skip sem voru við botnfiskveiðar á tíma- bilinu 1. nóvember 1982 – 31. október 1983, og höfðu fullnægjandi veiðireynslu, úthlutað slíkum kvóta. Við reglulega endurnýjun laganna var aflaheimildum úthlutað með tilliti til veiðireynslu og takmarkaðist því óhjákvæmilega við þau skip sem höfðu verið að veiðum á fyrr- greindu tímabili og fengu kvóta við fyrstu úthlutun. Aflaheimildir tiltekinna skipa urðu varanlegar árið 1990 með lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Samkvæmt 5. gr. laganna fengu þeir einir aflaheimildir sem slíkar heimildir höfðu árið 19887 og þar sem önnur skip höfðu ekki komist að síðan kvótakerfið var tekið upp, réði tíðrætt tímabil (1. nóvember 1982 – 31. október 1983) úrslitum um varanlegar aflaheimildir tiltekinna skipa.8 Ár­ið 1998 fé­ll dóm­ur­ í Hæstar­é­tti9 þess efnis að fiskveiðistjór­nunar­lögin br­ytu í bága við stjór­nar­skr­ána. Málið var­ höfðað gegn r­íkinu vegna synjunar­ um­ veiðiheim­- ildir­ á gr­unni 5.gr­. laganna. Hæstir­é­ttur­ taldi að þótt stjór­n fiskveiða og takm­ar­k- anir­ á veiðum­ ákveðinna tegunda gætu ver­ið nauðsynlegar­, vær­i hins vegar­ ekki sé­ð að var­anleg úthlutun kvóta til afm­ar­k- aðs hóps og endanleg útilokun annar­r­a, gæti talist nauðsynleg til ver­ndunar­ nytja- stofnanna. Viðkom­andi ákvæði og útfær­sla þess br­yti þ.a.l í bága við jafnr­æðisr­eglu 65. gr­. stjór­nar­skr­ár­innar­. Alþingi br­ást við dóm­num­ m­eð lagabr­eytingu sem­ veitti annar­s vegar­ r­é­tt til að veiða ákveðnar­ tegundir­ án aflaheim­ilda og hins vegar­ m­öguleika á að fá aflaheim­ildir­ á tegundir­ sem­ lytu takm­ör­kunum­ fr­am­seldar­ gegn gr­eiðslu til þeir­r­a sem­ höfðu yfir­ slíkum­ heim­ildum­ að r­áða.10 Stuttu eftir­ gildistöku lagabr­eytingar­inn- ar­ r­eyndi á lögm­æti hins nýja ákvæðis í svokölluðum­ Vatneyrardómi.11 Hæstir­é­ttur­ taldi fiskveiðistjór­nar­lögin nú standast stjór­nar­skr­á. Veiðiheim­ildir­ vær­u ekki lengur­ takm­ar­kaðar­ við ákveðinn hóp ein- staklinga því nú gætu aðr­ir­ keypt slíkar­ heim­ildir­ ef handhafar­ þeir­r­a vildu selja. Þá taldi Hæstir­é­ttur­ að var­anlegar­ veiði- heim­ildir­ m­anna, sem­ hefðu stofnað til m­ikils tilkostnaðar­, ger­ðu þeim­ kleift að skipuleggja útger­ðina til lengr­i tím­a sem­ leiða m­yndi til aukinnar­ hagkvæm­ni. Um þennan dóm deildu lærðir og leiknir mikið í ræðu og riti, að ógleymd- um þeim sem töldu sig eiga beinna hags- muna að gæta og létu verkin tala er þeir héldu kvótalausir til veiða, í trássi við lögin, til að knýja fram breytingar. Nú lítur e.t.v. út fyrir að téðir lögbrjótar hafi haft erindi sem erfiði því slíkar aðgerðir voru einmitt upphafið að áliti Mannrétti ndanefndarinnar, sem er meginefni þess- arar greinar. Álit Mannréttindanefndarinnar Málsástæður og kröfur málshefjenda: Árið 2004 sendu tveir íslenskir ríkisborg- ar erindi til Mannréttindanefndarinnar.12 Þeir höfðu fengið á sig dóm í Hæstarétti skv. lögum nr. 38/1990 (nú lög nr. 116/2006) um stjórn fiskveiða, fyrir veið- ar án tilskilinna aflaheimilda.13 Tilefni erindisins voru ítrekaðar synjanir um veitingu aflaheimilda sem málshefjendur töldu brjóta í bága við jafnræðisreglu 26. gr. mannréttindasamningsins14 vegna veitingar varanlegra heimilda til útvalinna aðila og útilokun annarra frá fiskimiðum landsins nema gegn greiðslu til hinna útvöldu. (4.1. mgr. álitsgerðarinnar). Röksemdir ríkisins: Íslenska ríkið taldi málshefjendum ekki mismunað umfram þann megin þorra manna sem ekki hefði fengið aflaheimildir og enda þótt einung- is afmörkuðum hópi manna hefði verið úthlutað aflaheimildum, væri ekki um beina mismunun að ræða, heldur rétt- lætanlega aðgreiningu sem hefði lögmæt markmið; væri hlutlaus og sanngjörn. Ríkið vakti athygli á mikilvægi þess að vernda nytjastofnana, almannahagsmunir lægju þar við. Hætta á ofveiði á íslensk- um fiskimiðum væri staðreynd og hrun fiskistofna myndi hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir íslensku þjóðina, sem hefði haft fiskveiðar að aðalatvinnuvegi frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Því krefð- ust almannahagsmunir þess að nokkrar hömlur væru settar á frelsi einstaklinga til veiða í atvinnuskyni. (8.4. og 8.5. mgr.). Einnig væri ríkið þjóðréttarlega skuldbundið til að tryggja verndun fiski- miðanna skv. Hafréttarsamningnum.15 Ríkið taldi veitingu aflaheimilda með tilliti til fyrri veiðigetu, eðlilega og sann- gjarna þegar litið væri til þess tilkostn- aðar sem útgerðir hefðu stofnað til í góðri trú um áframhaldandi veiðileyfi. Auk þess gerði varanleg kvótaúthlutun þeim kleift að skipuleggja útgerðina til lengri tíma. (8.6. mgr.) Að lokum benti ríkið á að þær veiði- heimildir, sem veittar voru upphaflega, hefðu verið framseldar að miklu leyti og þeir sem hefðu keypt eða leigt heimildir gætu ekki talist til útvalins hóps. Ef rétt- indin yrðu skyndilega takmörkuð eða tekin algjörlega frá ‘eigendum’ sínum, til skiptingar milli allra sem vildu stunda fiskveiðar, væri gengið harkalega á rétt þeirra sem hefðu með löglegum hætti fjárfest í þessum réttindum og hefðu lögmætar væntingar til þess að geta nýtt þau. (8.9.mgr.) Gagnrök málshefjenda: Málshefjendur­ fengu tækifær­i til að br­egðast við r­ök- sem­dum­ r­íkisins og töldu í fyrsta lagi að takm­ör­kun á m­annr­é­ttindum­ yr­ði ekki r­é­ttlætt m­eð því einu að setja hana í lög. Í öðru lagi töldu höfundar­ að dr­aga m­ætti óhlutdr­ægni r­íkisins í efa í um­fjöllun þess um­ r­é­ttindi kvótakaupenda. Þeim­ r­é­ttindum­ hefði r­íkið lýst þannig að sam­- hljóm­a yr­ði við eignar­é­ttar­ákvæði 72. gr­. stjór­nar­skr­ár­innar­ og vildi r­íkið þannig ver­ja kvótaker­fið m­eð þeim­ r­ökum­ að ekki m­ætti hr­ófla við stjór­nar­skr­ár­vör­ð- um­ r­é­ttindum­ þeir­r­a sem­ nytu ívilnunar­ kvótaker­fisins. Málshefjendur­ hé­ldu því hins vegar­ fr­am­ að kaup á vör­um­ eða r­é­ttindum­, sem­ ekki vær­u r­é­ttm­æt eign seljanda, sköpuðu ekki eignar­é­tt. (9.1. m­gr­.) Í þriðja lagi ítr­ekuðu m­álshefjendur­ þá afstöðu sem­ tekin var­ í Valdimarsdómi Hæstar­é­ttar­ fr­á 1998, að var­anleg m­ism­un- un á r­é­ttindum­ m­anna til fiskveiða gæti ekki talist nauðsynleg fyr­ir­ nytjastofnana. Niðurstaða Mannréttindanefndarinnar: Mannr­é­ttindanefndin taldi aðgr­einingu ekki þur­fa að teljast til m­ism­ununar­ í öllum­ tilvikum­, en öll aðgr­eining þyr­fti sam­t sem­ áður­ að ver­a ger­ð á hlutlaus- um­ gr­unni og til sam­r­æm­is við lögm­æt m­ar­km­ið. Mannr­é­ttindanefndin hafnaði því ekki að m­ar­km­ið aðgr­einingar­innar­ vær­u lögm­æt og að veiting aflaheim­ilda til þeir­r­a einna sem­ fyr­ir­ vor­u í gr­eininni gæti vel ver­ið r­é­ttlætanleg um ákveð- inn tíma. (10.4. m­gr­.) Hins vegar­ benti Mannr­é­ttindanefndin á að þá eiginleika sem­ í aflaheim­ildunum­ fælust m­ætti leggja til jafns við eiginleika eignar­halds, þ.e. einkanotkun tiltekins hóps og útilokun annar­r­a nem­a bor­gun kæm­i fyr­ir­. Slíkt eignar­hald vær­i andstætt 1.gr­. laganna sjálfr­a sem­ kvæði á um­ að nytjastofnar­ Aðalheiður Ámundadóttir Um Íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið og skyldu íslenska ríkisins til að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 39 Málshefjendur héldu því hins vegar fram að kaup á vörum eða réttindum, sem ekki væru réttmæt eign seljanda, sköpuðu ekki eignarétt. Handhafar kvótans geta ekki borið fyrir sig góða trú þar sem 1. gr. laga um stjórn fiskveiða kveður með skýrum hætti á um að eigandi nytjastofna á Íslandsmiðum sé íslenska þjóðin og að veiðiheimildir myndi ekki eignarétt eða óafturkallanlegt for- ræði yfir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.