Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Page 39
skip sem voru við botnfiskveiðar á tíma-
bilinu 1. nóvember 1982 – 31. október
1983, og höfðu fullnægjandi veiðireynslu,
úthlutað slíkum kvóta. Við reglulega
endurnýjun laganna var aflaheimildum
úthlutað með tilliti til veiðireynslu og
takmarkaðist því óhjákvæmilega við þau
skip sem höfðu verið að veiðum á fyrr-
greindu tímabili og fengu kvóta við fyrstu
úthlutun. Aflaheimildir tiltekinna skipa
urðu varanlegar árið 1990 með lögum um
stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Samkvæmt 5.
gr. laganna fengu þeir einir aflaheimildir
sem slíkar heimildir höfðu árið 19887 og
þar sem önnur skip höfðu ekki komist
að síðan kvótakerfið var tekið upp, réði
tíðrætt tímabil (1. nóvember 1982 – 31.
október 1983) úrslitum um varanlegar
aflaheimildir tiltekinna skipa.8
Árið 1998 féll dómur í Hæstarétti9 þess
efnis að fiskveiðistjórnunarlögin brytu í
bága við stjórnarskrána. Málið var höfðað
gegn ríkinu vegna synjunar um veiðiheim-
ildir á grunni 5.gr. laganna. Hæstiréttur
taldi að þótt stjórn fiskveiða og takmark-
anir á veiðum ákveðinna tegunda gætu
verið nauðsynlegar, væri hins vegar ekki
séð að varanleg úthlutun kvóta til afmark-
aðs hóps og endanleg útilokun annarra,
gæti talist nauðsynleg til verndunar nytja-
stofnanna. Viðkomandi ákvæði og útfærsla
þess bryti þ.a.l í bága við jafnræðisreglu
65. gr. stjórnarskrárinnar. Alþingi brást
við dómnum með lagabreytingu sem veitti
annars vegar rétt til að veiða ákveðnar
tegundir án aflaheimilda og hins vegar
möguleika á að fá aflaheimildir á tegundir
sem lytu takmörkunum framseldar gegn
greiðslu til þeirra sem höfðu yfir slíkum
heimildum að ráða.10
Stuttu eftir gildistöku lagabreytingarinn-
ar reyndi á lögmæti hins nýja ákvæðis í
svokölluðum Vatneyrardómi.11 Hæstiréttur
taldi fiskveiðistjórnarlögin nú standast
stjórnarskrá. Veiðiheimildir væru ekki
lengur takmarkaðar við ákveðinn hóp ein-
staklinga því nú gætu aðrir keypt slíkar
heimildir ef handhafar þeirra vildu selja.
Þá taldi Hæstiréttur að varanlegar veiði-
heimildir manna, sem hefðu stofnað til
mikils tilkostnaðar, gerðu þeim kleift að
skipuleggja útgerðina til lengri tíma sem
leiða myndi til aukinnar hagkvæmni.
Um þennan dóm deildu lærðir og
leiknir mikið í ræðu og riti, að ógleymd-
um þeim sem töldu sig eiga beinna hags-
muna að gæta og létu verkin tala er þeir
héldu kvótalausir til veiða, í trássi við
lögin, til að knýja fram breytingar. Nú
lítur e.t.v. út fyrir að téðir lögbrjótar hafi
haft erindi sem erfiði því slíkar aðgerðir
voru einmitt upphafið að áliti Mannrétti
ndanefndarinnar, sem er meginefni þess-
arar greinar.
Álit Mannréttindanefndarinnar
Málsástæður og kröfur málshefjenda:
Árið 2004 sendu tveir íslenskir ríkisborg-
ar erindi til Mannréttindanefndarinnar.12
Þeir höfðu fengið á sig dóm í Hæstarétti
skv. lögum nr. 38/1990 (nú lög nr.
116/2006) um stjórn fiskveiða, fyrir veið-
ar án tilskilinna aflaheimilda.13 Tilefni
erindisins voru ítrekaðar synjanir um
veitingu aflaheimilda sem málshefjendur
töldu brjóta í bága við jafnræðisreglu 26.
gr. mannréttindasamningsins14 vegna
veitingar varanlegra heimilda til útvalinna
aðila og útilokun annarra frá fiskimiðum
landsins nema gegn greiðslu til hinna
útvöldu. (4.1. mgr. álitsgerðarinnar).
Röksemdir ríkisins: Íslenska ríkið taldi
málshefjendum ekki mismunað umfram
þann megin þorra manna sem ekki hefði
fengið aflaheimildir og enda þótt einung-
is afmörkuðum hópi manna hefði verið
úthlutað aflaheimildum, væri ekki um
beina mismunun að ræða, heldur rétt-
lætanlega aðgreiningu sem hefði lögmæt
markmið; væri hlutlaus og sanngjörn.
Ríkið vakti athygli á mikilvægi þess að
vernda nytjastofnana, almannahagsmunir
lægju þar við. Hætta á ofveiði á íslensk-
um fiskimiðum væri staðreynd og hrun
fiskistofna myndi hafa alvarlegar afleið-
ingar fyrir íslensku þjóðina, sem hefði
haft fiskveiðar að aðalatvinnuvegi frá
fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Því krefð-
ust almannahagsmunir þess að nokkrar
hömlur væru settar á frelsi einstaklinga
til veiða í atvinnuskyni. (8.4. og 8.5.
mgr.). Einnig væri ríkið þjóðréttarlega
skuldbundið til að tryggja verndun fiski-
miðanna skv. Hafréttarsamningnum.15
Ríkið taldi veitingu aflaheimilda með
tilliti til fyrri veiðigetu, eðlilega og sann-
gjarna þegar litið væri til þess tilkostn-
aðar sem útgerðir hefðu stofnað til í góðri
trú um áframhaldandi veiðileyfi. Auk
þess gerði varanleg kvótaúthlutun þeim
kleift að skipuleggja útgerðina til lengri
tíma. (8.6. mgr.)
Að lokum benti ríkið á að þær veiði-
heimildir, sem veittar voru upphaflega,
hefðu verið framseldar að miklu leyti og
þeir sem hefðu keypt eða leigt heimildir
gætu ekki talist til útvalins hóps. Ef rétt-
indin yrðu skyndilega takmörkuð eða
tekin algjörlega frá ‘eigendum’ sínum, til
skiptingar milli allra sem vildu stunda
fiskveiðar, væri gengið harkalega á rétt
þeirra sem hefðu með löglegum hætti
fjárfest í þessum réttindum og hefðu
lögmætar væntingar til þess að geta nýtt
þau. (8.9.mgr.)
Gagnrök málshefjenda: Málshefjendur
fengu tækifæri til að bregðast við rök-
semdum ríkisins og töldu í fyrsta lagi að
takmörkun á mannréttindum yrði ekki
réttlætt með því einu að setja hana í lög. Í
öðru lagi töldu höfundar að draga mætti
óhlutdrægni ríkisins í efa í umfjöllun
þess um réttindi kvótakaupenda. Þeim
réttindum hefði ríkið lýst þannig að sam-
hljóma yrði við eignaréttarákvæði 72. gr.
stjórnarskrárinnar og vildi ríkið þannig
verja kvótakerfið með þeim rökum að
ekki mætti hrófla við stjórnarskrárvörð-
um réttindum þeirra sem nytu ívilnunar
kvótakerfisins. Málshefjendur héldu því
hins vegar fram að kaup á vörum eða
réttindum, sem ekki væru réttmæt eign
seljanda, sköpuðu ekki eignarétt. (9.1.
mgr.) Í þriðja lagi ítrekuðu málshefjendur
þá afstöðu sem tekin var í Valdimarsdómi
Hæstaréttar frá 1998, að varanleg mismun-
un á réttindum manna til fiskveiða gæti
ekki talist nauðsynleg fyrir nytjastofnana.
Niðurstaða Mannréttindanefndarinnar:
Mannréttindanefndin taldi aðgreiningu
ekki þurfa að teljast til mismununar í
öllum tilvikum, en öll aðgreining þyrfti
samt sem áður að vera gerð á hlutlaus-
um grunni og til samræmis við lögmæt
markmið. Mannréttindanefndin hafnaði
því ekki að markmið aðgreiningarinnar
væru lögmæt og að veiting aflaheimilda
til þeirra einna sem fyrir voru í greininni
gæti vel verið réttlætanleg um ákveð-
inn tíma. (10.4. mgr.) Hins vegar benti
Mannréttindanefndin á að þá eiginleika
sem í aflaheimildunum fælust mætti leggja
til jafns við eiginleika eignarhalds, þ.e.
einkanotkun tiltekins hóps og útilokun
annarra nema borgun kæmi fyrir. Slíkt
eignarhald væri andstætt 1.gr. laganna
sjálfra sem kvæði á um að nytjastofnar
Aðalheiður Ámundadóttir
Um Íslenska fiskveiði-
stjórnunarkerfið
og skyldu íslenska ríkisins til að virða álit
Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna
Sjómannablaðið Víkingur - 39
Málshefjendur héldu
því hins vegar fram
að kaup á vörum eða
réttindum, sem ekki
væru réttmæt eign
seljanda, sköpuðu
ekki eignarétt.
Handhafar kvótans
geta ekki borið fyrir
sig góða trú þar sem
1. gr. laga um stjórn
fiskveiða kveður með
skýrum hætti á um að
eigandi nytjastofna
á Íslandsmiðum sé
íslenska þjóðin og að
veiðiheimildir myndi
ekki eignarétt eða
óafturkallanlegt for-
ræði yfir þeim.