Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 4
VÍKINGUR
S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð
2. tbl. 2008 70. árgangur. Verð í lausasölu kr. 890
Kvótakerfið og
Mannréttindanefndin
Jón Björnsson
hjólar spölaf Silkileiðinni
Páskaveðrið
1963
Marel og
Konungssteinarnir
Meistarinn og áhugamaðurinn
Mótbyr Efnis-yfirlit
Ljósmynd á forsíðu: Í apríl síðastliðnum
tók Jón Páll Ásgeirsson þessa mynd af
Þorsteini GK-15.
6
12
16
56
38
Þegar sól hækkar á lofti og náttúran tekur kipp þá lifnar yfir
mönnum, lundin verður léttari og menn almennt jákvæðari
en ella, í garð hvors annars. Þetta er sú uppskrift sem segja
má að gilt hafi í samfélaginu um langa hríð.
Þetta vorið bregður svo við í fyrsta skipti í langan tíma
að ansi hreint dökkar og drungalegar blikur eru á lofti í
lífi okkar og tilveru. Nú hafa skapast aðstæður sem leiða
óhjákvæmilega til þess að margur maðurinn á erfiðara en
endranær með að líta nánustu framtíð með sömu bjartsýni
og gleði og verið hefur undanfarin ár. Þeir sem hvað harð-
astir hafa verið í útrás undanfarinna ára óttast nú innrás s.s.
í líki ES. Forsvarsmenn gömlu undirstöðuatvinnuveganna
þ.e. sjávarútvegs og landbúnaðar eru margir hverjir felmtri
slegnir yfir auknum áhuga landans á þeirri hugmynd að
Ísland gerist aðili að EB og þeim umskiptum sem aðild hefði
í för með sér.
Eins og endranær er sjávarútvegurinn á öfugu róli við
flesta aðra atvinnustarfsemi, þar sem hagur útvegsins
vænkast þegar krónan veikist, að öðru óbreyttu. Verðmæti
sjávarfangs sl. ár eykst þannig um 2,6% þrátt fyrir að magn
útfluttra sjávarafurða minnki um 6%. Ýmislegt leggst hins-
vegar á vogarskálina til að draga úr jákvæðum áhrifum
verðmæta aukningarinnar. Þannig hefur olíukostnaður
vaxið gríðarlega og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.
Fjölfatlaður gjaldmiðill, vaxandi verðbólga, verðtrygging
lána, hæstu vextir í veröldinni og ört vaxandi fjöldi þeirra
sem ekki ná að standa í skilum með sínar skuldbindingar,
allt eru þetta skilaboð um að íslenska þjóðin og ekki síður
þeir sem hún hefur kosið til að stýra þjóðarskútunni, verði
að setja sig í nýjar stellingar til að takast á við vandann.
Nú þurfum við öll sem eitt að pakka í vörn og læra að spila
öflugan varnarleik, því rétt eins og í boltanum þá er góður
varnarleikur grunn forsendan fyrir því að hægt sé ná árangri
í sókn á ný. Ekkert annað kemur til greina, þótt móti blási
hressilega um stundarsakir.
Óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra
til hamingju með daginn.
Árni Bjarnason.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings
Sendið okkur línu um efni blaðsins,
gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis
þætti og hugmyndir um viðtöl við áhuga
verða sjómenn, jafnt farmenn sem hina
er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að
halda úti þættinum; Raddir af sjónum.
Netjið á, jonhjalta@hotmail.com
Páskaveðrið 1963. Þröstur Sigtryggsson skipherra
segir frá.
Jón Björnsson hjólar spöl af Silkileiðinni.
Rabbað við Rabba. Þriðji og seinasti hluti viðtals
Er fiskeldi framtíðin? Ólafur Ingi Sigurgeirsson og
Arnþór Gústavson
Silfur hafsins. Bernharð Haraldsson fjallar um nýút
komið stórvirki, Síldarsögu Íslendinga.
Í hákarlalegum. Úr endurminningum Baldvins
Bárðdal. Björn Ingólfsson sér um þennan þátt.
Kvótakerfið og Mannréttindanefndin. Aðalheiður
Ámundadóttir kryfur málið til mergjar.
Krossgátan
Marel styrkti endurgerð Konungssteinana. Örlítið um
þrjá danska konunga.
Meistarinn og áhugamaðurinn. Ný matreiðslubók:
Friðrik og Júlli taka höndum saman um matargerð.
Veiðimaðurinn okkar, Ragnar Hólm Ragnarsson, segir
frá veiðiferðinni sem aldrei var farin.
Hilmar Snorrason færir lesendum fréttir í þætti sínum,
Utan úr heimi.
Getraunin. Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður
Vilhjálmsson sjá um og dæma.
Ljótt er að heyra, segir Aðalsteinn Bergdal leikari, og
fjallar um lyfjafyrirtækin.
Hilmar Snorrason siglir um netið.
Panamaskurðurinn stækkar
Frívaktin.
Lausn á krossgátu 9.
20
24
46
50
64
61
65
60
52
62
Útgefandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Farmanna og
fiskimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 462-2515/ netfang, jonhjalta@hotmail.com
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 462-2515,
netfang; jonhjalta@hotmail.com Byggðavegi 101B, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587-4647.
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prentvinnsla: Gutenberg.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna
FFSÍ.
Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári.
ISSN 1021-7231
66
31