Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 38
Aðalheiður Ámundadóttir
Um Íslenska fiskveiði-
stjórnunarkerfið
og skyldu íslenska ríkisins til að virða álit
Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna
38 - Sjómannablaðið Víkingur
Inngangur
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna var stofnuð skv. 28. gr.
Alþjóðasamnings um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi [hér eftir „mann-
réttindasamningurinn“] sem Ísland er
aðili að.1 Mannréttindanefndin gegnir
fjölþættu eftirlitshlutverki. Hún tekur, í
fyrsta lagi, við skýrslum frá aðildarríkj-
unum og gerir tillögur um breytingar á
framkvæmd hans ef þurfa þykir.2 Í öðru
lagi tekur hún við ábendingum ríkja
sem telja önnur ríki ekki framfylgja
samningnum með fullnægjandi hætti.3
Í þriðja lagi tekur nefndin við erindum
frá einstaklingum sem halda því fram
að mannréttindi þeirra séu ekki virt.
Heimild Mannréttindanefndarinnar til
að fara yfir og meta erindi einstaklinga
eru þó háð því að lögsöguríki viðkom-
andi einstaklings hafi þegar samþykkt
lögbærni hennar til þess.4
Þann 14. desember síðastliðinn birti
Mannréttindanefndin álit, þess efnis að
íslensk lög nr. 38/1990 (með síðari breyt-
ingum)5 um stjórn fiskveiða, brytu í bága
við mannréttindasamninginn. Áður en
gerð verður frekari grein fyrir álitinu og
hugsanlegum áhrifum þess, er rétt að
stikla á stóru yfir sögu þessara laga sem
hafa óumdeilanlega verið uppspretta
nokkurar ólgu meðal þjóðarinnar sem
varað hefur í hartnær aldarfjórðung.
Allt frá upphafi Íslandsbyggðar og
fram á seinni hluta 20. aldar stund-
uðu Íslendingar sjósókn án afskipta
stjórnvalda. Takmarkanir á þorsk-
veiðum hófust árið 1977, að tillögu
Hafrannsóknastofnunar, með lögum nr.
81/1976 (nú lög nr. 79/1990), um veiðar í
fiskveiðilandhelgi Íslands. Á árunum 1982-
1983 þótti ástand þorskstofnsins orðið
það slæmt að frekari aðgerða væri þörf.
Vænlegast þótti, „eftir víðtækt samráð sjáv-
arútvegsráðuneytisins og hagsmunaaðila
í sjávarútvegi“6 að takmarka veiðar með
úthlutun aflakvóta til einstakra skipa. Með
lögum, sem giltu til eins árs í senn, fengu
Þorskanetin dregin á Bárði SH. Kvótakerfið, segir Aðalheiður, hefur búið til forréttindastétt á Íslandi, tiltekna útgerðarmenn sem mega ganga í
þjóðarauðlindina, miðin við landið – þetta er ekki einungis gagnrýnivert af sjónarhóli jafnræðis, heldur einnig í ljósi atvinnufrelsis og búseturéttar, segir
Aðalheiður.