Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Qupperneq 50
50 - Sjómannablaðið Víkingur
Matreiðslumeistarinn Friðrik V
Karlsson, áhugamaðurinn Júlíus
Júlíusson og ljósmyndarinn Finnbogi
Marinósson hafa tekið höndum saman
og gefa út áhugaverða og öðruvísi
matreiðslubók. Á hverri opnu eru upp-
skriftir og myndir af réttum þeirra
Friðriks V og Júlíusar úr sama hráef-
ninu, þannig fá lesendur tvær ólíkar
útgáfur, meistarans og áhugamannsins.
Val á hráefninu fór þannig fram að hvor
þeirra nefndi 10 tegundir af sjávarfangi
sem þeir elduðu úr.
Í bókinni eru 20 uppskriftir meistarans
og 20 uppskriftir áhugamannsins og súpa
að auki. Þeir fengu ekki að vita hvernig
hinn aðilinn eldaði fyrr en myndatökum
lauk.
Finnbogi Marinósson myndaði rétt-
ina og stemmninguna í kring um gerð
bókarinnar. Friðrik V rekur ásamt fjöl-
skyldu sinni veitingastaðinn Friðrik V.
á Akureyri, Júlíus er Dalvíkingur og
m.a þekktur sem framkvæmdastjóri
Fiskidagsins mikla, Finnbogi rekur ljós-
myndastofuna Dagsljós á Akureyri.
Bókin kemur út á íslensku og ensku
um mitt sumar og prýða hana fjöldi
glæsilegra mynda Finnboga úr heimahér-
aði þeirra pilta, Eyjafirði. Formála skrifa
bæjarstjórarnir á Akureyri og Dalvík, þær
Sigrún Björk Jakobsdóttir og Svanfríður
Inga Jónasdóttir. Ásprent Stíll á Akureyri
sér um prentun.
Meistarinn – Friðrik V.
Djúpsteiktar rækjur í Tempura
deigi með skyrsósu
Ekkert skeldýr í heiminum er oftar sett
í pottana en rækjur. Þær eru af mörgum
gerðum og tegundum og ákaflega misjafnar
á bragðið og að áferð. Flestar verða þær þó
rauðar eða bleikar við eldun.
600 gr rækjur
Salt
1 dl hveiti
Tempúradeig
1 egg
2 dl ískalt vatn
¼ tsk natron
1 ½ dl sigtað hveiti
Örlítið salt
1 ísmoli
Þeytið saman egg, vatn og ísmola.
Setjið þurrefnið út í og hrærið vel saman.
Veltið rækjunum upp úr hveiti og salti.
Setjið í deigið. Látið standa í 10 mín-
útur. Djúpsteikið síðan í 180 gráðu heitri
conolaolíu.
Skyrsósa
½ dós KEA vanilluskyr
1 msk ferskur engifer, rifinn með fínu
Microplane rifjárni
2 msk ferskt koreander, smátt saxað
1 límóna, safi og börkur rifinn með
fínu Microplane rifjárni
1 tsk sesam olía
Örlítið af sterkri chillísósu
Öllu hrært saman og geymt í ísskáp í 20
til 30 mínútur áður en borið er fram.
Athugið, má geyma lengur.
Skötuselur með jarðarberja-
og chillísósu
Skötuselurinn er gríðarlega kjaftstór rán-
fiskur. Fundist hefur 57 cm þorskur í gini
65 cm stórs skötusels.
600 til 800 gr skötuselshali, bein- og
himnuhreinsaður
150 gr semalínahveiti (hart hveiti)
Salt og pipar
Olía til steikingar
Jarðarberja- og chillísósa
1 askja jarðarber
2 chillípiparávextir
1 dl jarðarberjaedik
60 gr hrásykur
2 dl vatn
1 hvítlauksrif, smátt saxað
1 skalott laukur, smátt saxaður
Örlítið af olíu
2 msk ferskt koreander, gróf saxað
Klípa af kartöflumjöli í vatni til
þykkingar
Salt
Mýkið laukinn og hvítlaukinn í olíunni,
hellið edikinu yfir. Maukið helminginn
af jarðarberjunum og blandið saman við
ásamt sykrinum og vatninu. Látið sjóða í
10 mínútur áður en sósan er jöfnuð með
kartöflumjöli og gróft saxað chillí sett út
í. Sósan soðin áfram í 5 mínútur og enn
eykst mýktin.
Athugið að ef fræin eru sett með verður
sósan talsvert sterkari.
Hreinsið afganginn af jarðarberjunum
og skerið í hæfilega stóra bita áður en þeim
er bætt í sósuna ásamt koreander. Gott er
að láta sósuna standa í 30 mínútur áður
er hún er borin fram. Skerið skötuselshal-
ann í þægilegar sneiðar, veltið þeim upp úr
semalínahveitinu og steikið í olíunni við
miðlungshita. Berið fram með til dæmis
ferskum aspars og hrísgrjónum.
Ljósmyndir: Finnbogi Marinósson
Meistarinn og áhugamaðurinn