Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2008, Blaðsíða 56
56 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Risaskipin Það er ekki nokkur vafi á því hvert sé stærsta skip heims en þann titil hefur fyrrum risaolíuskipið Knock Nevis sem áður hefur verið sagt frá hér á þessum síðum undir nafninu Jahre Viking. Nú er skipið svokallað FSO (Floating Storage and Offloading unit) eða fljótandi geymslu og losunareining í hrá- þýðingu. En hvaða skip ætli komi næst í röð heimsins stærstu skipa. Hér gefur á að líta stærstu skip heims eins og sakir standa: Nafn Tegund Lengd Eigandi Knock Nevis Tankskip 458 m Fred. Olsen PS-Class Mærsk Gámaskip 397 m A.P. Møller-Mærsk TI Oceania Tankskip 380 m OSG G-Class Mærsk Gámaskip 367 m A.P. Møller-Mærsk A-Class Mærsk Gámaskip 352 m A.P. Møller-Mærsk CS-Class Mærsk Gámaskip 347 m A.P. Møller-Mærsk RMS Queen Mary 2 Farþegaskip 345 m Cunard Line Berge Stahl Stórflutningaskip 343 m BW Gas Enterprise Class Flugmóðurskip 342 m US Navy Freedom Class Skemmtiferðaskip 339 m Royal Caribbean E-Class Mærsk Gámaskip 333 m A.P. Møller-Mærsk Nimitz class Flugmóðurskip 317 m US Navy Það eru ekki mörg ár í að breyting verði á efsta sætinu því búist er við að árið 2012 verði lokið við smíði á 500 metra skemmti- ferðaskipi. Kveðjur milli skipa Það varð heldur uppi fótur og fit þegar kvenkyns áhafn- armeðlimir á hol- lensku freigátunni HMS „Bloys van Treslong“ beruðu brjóst sín fyrir kollega sína á nærstöddu skipi að lokinni NATO æfingu í Miðjarðarhafi. Voru þær að kveðja félaga sína í fastaflotanum en þeim til mikillar armæðu var tekin ljósmynd af þessu tiltæki þeirra. Í lok æfingar sem þessarar, sem gekk undir nafninu Stanavformed, hefur sá siður skapast að þegar skip halda heim úr flotadeildinni er þeim siglt á milli þeirra skipa sem eftir verða í kveðjuskyni og þá er gjarnan kastað kartöflum eða sprautað vatni á milli skipanna. Konurnar um borð í Bloys van Treslong vildu gera kveðjustundina eftirminnilega með þessum hætti. Að auki var ein fallbyssa skipsins sett í „reista“ stöðu til að líkja eftir ákveðnu líffæri karla. Flotastjórnin varð heldur betur óhress með þessa kveðjuaðferð kvennanna og kallaði þegar yfirforingja freigátunnar, A. Meeldijk, á teppið. En hann átti eftir að heimsækja fleiri teppi því fregnir af þessu bárust til flotastjórnarinnar í Hollandi. Þar var honum sagt að þessi fram- koma væri með öllu óásættanleg og þau skilaboð flutti hann áfram til áhafnar sinnar. Eftir því sem upplýst hefur verið hafa konurnar ekki hlotið refs- ingu fyrir athæfi sitt en sagt er að refsing þeirra liggi í áfallinu yfir öllu fjaðrafokinu sem þessi berun brjóstanna olli. Nýlega var ljósmyndin meðal annars notuð við kennslu stjórnenda innan hollenska sjóhersins. Drottningar mætast, QEII sem er nær á myndinni mun verða leyst af hólmi með nýju skipi. Drottningar Eins og áður hefur komið fram á þessum síðum hefur Cunard skipafélagið selt Queen Elisabeth II enda hefur skipið nú orðið Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Myndin sem hollenski sjóherinn varð lítið hrifinn af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.