Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur skortur á hluttekningu. Við Óli vikum aldrei að því einu orði okkar í milli, að hann hafði bjargað mér með því að ráða mig þarna um borð. Áratugum síðar, þegar minningaröldurnar höfðu verið reistar í Fossvogi, las ég þar nöfn þeirra, sem fórust með Júlí. Ég hugsaði til fjöl- skyldu minnar og var þakklátur fyrir lífið. Mér fannst gott að sjá, að skipið hafði ekki verið fullmannað: enginn hafði í raun farið í minn stað. Það vant- aði tvo í áhöfnina15. Benedikt: „Búturinn“, Simmi, þótti klár sjómaður, góður í neti; margir voru uppnefndir, ekki sízt þeir, sem voru „blautir“ og fyrirferðarmiklir. Misjafnt, hvað mönnum tókst vel að komast inn í trollið og þekkja það. Sumir komust aldrei upp á lag með að taka í kríulöpp einu sinni og voru bara áfram í nála- körfunni, að reka í nálar. Einn var Mangi, hafði allra manna hæst, hoppaði um, þegar rifnaði, en komst aldrei upp úr nálakörfunni, aldrei inn í þá furðu- legu fræðigrein netamennskuna. En Nála-Mangi var á öðrum togurum. Fengu allir uppnefni, Herbert gaberdín, Hemmi froskur, Sigurður farinn, Borgar- nesblautur, Stofnaukinn, Andrés önd, Gvendur tarsan, Mánaskallinn, og önnur sjálfsagðari nöfn, Óli langi, Kiddi kokk- ur, Valdi Benna; og skipin, soðningar- prammi, ef hann þoldi illa brot. Jeppar voru skólastrákar, sem enn voru óvan- ingar til sjós. Haukur: Svo var nú Spretturinn, eða Binni sprettur. Benedikt: Í þá daga voru menn eft- irsóttir, þótt þeir væru ekki bindindis- menn. Það fylgdist ekki að í þá daga, og þótt síður væri, en ætla mætti, að svo sé í dag. Þegar út á sjó var komið, þá kunnu þessir menn til verka, þá sást, að harðir voru þeir, ... sumir þeir hörðustu, vissi ég um það. Þeir voru dasaðir fyrstu tvo sólarhringana, svo voru þeir í lagi. Ólafur: Gamall togarasjómaður, Ingvi Rafn Jónsson, sagði í viðtali í Ægi: „Harður kjarni manna tók tryggð við þessi skip og þennan veiðiskap, og á þessum árum var sérstakur lífsstíll að vera togarajaxl, og þeir létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna, unnu eins og vík- ingar við erfiðar aðstæður, strituðu vik- um saman úti á sjó og lifðu hátt og hratt í landi16.“ Ólafur: Vélstjóri lýsti því svo aðspurður, að ef togari kantrast, þá rignir smurolíu niður úr pönnunum, sem réttu lagi eru undir aðalvélinni og ljósavélun- um. Olíumengaður austurinn úr kjölsog- inu kemur líka yfir menn, ljósavélarnar stöðvast, þegar þær missa smurning og kælivatn ... það verður rafmagnslaust. Hafi verið gert sjóklárt í vélarrúmi, þá eru hlutirnir ekki á hreyfingu, allt er skorðað fast. Batterísvasaljós eru fest hér og þar. En til að komast út þarf að kafa, kafa „niður stigann“ og út og upp, ef tími er þá til þess, áður en hann fer niður. Þýðir ekkert að tala við þá í dag. Þeir heyra ekkert Benedikt: Á ísfiski var 32ja manna áhöfn, en á salti voru þeir 10 fleiri eða jafnvel enn fleiri. Úthald á salti gat verið 60–90 dagar, saltfisktúr við Grænland; þá voru fyrstu þrjár vikurnar verstar! Fór mikið eftir skipum, hvort mannaskipti voru tíð. Sumir voru búnir að vera á Óla Jóh frá upphafi. Olíuskip var sent til skipanna á Grænlandsveiðum, Litlafellið frá Sambandinu eða Keilir, en einnig var skroppið í Færeyingahöfn við Vestur- Grænland til þess að birgja sig upp. Káeta skipstjórans var undir brúnni, og stigi úr henni var upp í brú bakborðs- megin. Önnur útganga var ekki úr skip- stjórakáetunni. Svo skeði það, að Víking- ur frá Akranesi keyrði á brúna á Aski bakborðsmegin. Karlinn hafði rétt áður skroppið upp í brú og var því ekki í káetunni, annars hefði hann lokazt þarna inni. Eftir það var sett „manngengt“ kýr- auga út úr skipstjórabaðherberginu. Þá kæmist hann þar út, ef stigagangurinn lokaðist. Stýrimenn (tveir), vélstjórar (þrír), kyndarar eða spíssarar (tveir) og kokkar (tveir) voru afturí og bátsmað- urinn og bræðslumaðurinn; loftskeyta- maðurinn var í sínum klefa aftan við brúna stjórnborðsmegin, kortaklefinn (bestikkið) þar við hliðina og aðgengi að skipstjóraíbúð bakborðsmeginn. Á gömlu togurunum var loftskeytamaður- inn víst niðri í skipstjórakáetunni eða aftan við hana niðri. Frammi í lúkar voru á sumum einn áttamanna klefi og setustofa uppi, en niðri var fremst átta- manna klefi og þar aftan við sitt hvoru megin tveir 6 manna klefar. Á öðrum voru tveir 4ra manna klefar uppi og setustofa. Á Óla Jóh var einn 4ra manna klefi uppi og setustofa, en það kom til af því, að frystiklefi var upphaflega í hval- baknum bakborðsmegin. Alls gátu verið á þessum skipum 40–50 manns. Enginn kallaðist bryti á togara, en þar Um borð í bv. Ólafi Jóhannessyni. Loftgilsinn og loftgilsblökkin sjást vel. Híft er á snerlunni. Snerlan var í blökk hinum megin og snerlað var þvert yfi r grindina. Taka á næstu færu með loftgilsinum. Togarinn í bak- grunni er líklegast Jón Þorláksson RE 204. Fiskað er á Halanum. – Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson. Bakborðstrollið er notað hér. Gilsarinn hífði stóragilsinn, byssuna og talíuna. Litli gilsinn sá um stertinn. Hérna er talían til þess að húkka í sylgjuna. Verið á karfa á Nýfundnalandi eða Austur-Grænlandi, engar uppstillur nema að framan og aftan, opið inn að miðju. – Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.