Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur stakk hann löppunum í klossana svo lítið bar á, lét sem ekkert væri og gekk með virðulegu fasi upp í brú, þar sem hann tók sér stöðu á ný. Gamli Júpíter var sérlega flottur afturí. Gerður út frá Flateyri af Einari ríka Sigurðssyni, mig minnir, að fyrir- tækið héti Ísfell. Guðmundur Júní og Gyllir lögðu þar upp. Ólafur: Guðmundur Júní var ekki talinn sérstakt sjóskip, en það var vand- að til smíðinnar, gott í honum stálið, og atvikin höguðu því þannig, að skipið entist í 34 ár, en nýsköpunartogararnir voru komnir í brotajárn fyrir þrítugt17. Haukur: Ég var á Keili, þegar skrúfan brotnaði af. Við töpuðum henni þó ekki, hún rann aftur að stýrinu og klemmdi það fast í ca. 30° beygju. Við voru suður af Hvarfi, þegar þetta gerist. Gylfinn frá Patró var skammt undan og bauð aðstoð, sem ekki var þegin. Ákveðið var, að Brimnesið hætti veiðum við Nýfundnaland og kæmi okk- ur til bjargar. Við vorum svo á reki þarna nærri fjóra sólarhringa, þar til Brimnesið kom og tók okkur í tog. Þessu réðu peningasjónarmið; spurningin um björg- unarlaun, en sömu aðilar gerðu út Brimnes og Keili. Eitthvað var útgerðin skömmuð í blöðunum fyrir þetta fram- ferði. Júlíus Sigurðsson var með Keili, og annar meistari Jón Albertsson. Júlíus var skipstjóri á Gvendi Júní, þegar ég var þar eins og ég sagði áðan, og Jón var þar fyrsti meistari, ágætur karl. Jón hafði endilega viljað fá mig með sem kyndara í þennan túr á Keili. Ég var dálítið hissa á því, okkur hafði ekki komið svo vel saman á Gvendi. Held, að honum hafi þótt ég vera full grínaktugur og stríðinn við meistarana, hann vildi vera svolítið yfir. Mig minnir, að fyrsti meistari á Keili væri Guðmundur Bjarnason. Hann vildi kafa til að kanna ástandið á skrúfunni og stýri. Guðmundur ætlaði að kafa sjálfur, já, í Grænlandshafið! Án búnings eða nokkurs köfunarbúnaðar! Júlíus bannaði honum það. Keilir var svo tekinn í slipp hér í Reykjavík. Mér var boðin viðhaldsvinna um borð til að halda mér í plássinu. Ég sinnti því ekki, hafði fengið vinnu fyrir norðan, í heimabæ kærustunnar, sem reyndar er konan mín enn í dag, Jóhanna Bertelsdóttir. Ég veit ekki hvernig fór í framhaldinu, er ekki viss um, að Keili hafi verið haldið út framar. Þetta var reiðileysisútgerð, satt best að segja. Keilir var þýzkur togari, flott innrétt- aður og brúin stór. Júlíus, sem passaði prýðilega í litla brúarkassann á Gvendi Júní, tróð upp í sig tóbaki og spýtti. En brúin á Keili var eins og stássstofa. Þar þurfti hann að fara í langa göngutúra til að spýta. Og það var sérleg sjón að sjá þennan gamla sæúlf taka sér göngu þvert yfir stássstofuna til þess að spýta hlé- megin. Nokkuð þjösnalegt verklag Benedikt: Annar stýrimaður á Óla Jóh var ágætur náungi, en hafði nokkuð þjösnalegt verklag. Hann hífði oftast með miklum látum, svo að hlerarnir skullu upp í topprúllurnar. Stundum þurfti að slaka þeim svolítið til baka til að hægara væri að kasta keðjunni í brakketin, en þá lét hann hlerana gjarnan falla í sjóinn og hífði svo aftur kloss upp í rúllur með sama djöfulganginum. Sagt var að Torfi skipstjóri hefði eitt sinn, þegar mikið gekk á við hífingarnar, stungið hausnum út um brúarglugga og sagt með sinni venjulegu hægð: „Heyrðu mig nú, það er margsannað mál, að hlerarnir fara ekki í gegnum topprúllurnar.“ Eitt sinn þurfti að ná sundur stórum vírlás, líklega á grandara. Þetta var í myrkri, við vorum að kippa, og það kyngdi niður snjó í logni. Þeir fóru þrír í þetta verk, stýrimaðurinn, áðurnefndur Nála-Mangi og Haukur, bróðir, sem átti að halda vírnum í mátulegri hæð fyrir hraustmennin. Svo stungu þeir spenni- járnum sínum í lásinn og tóku á, hvor á móti öðrum til að skrúfa lásinn í sundur. Haukur stóð klofvega yfir vírnum og reyndi að halda honum sem stöðug- ustum, sem ekki var auðvelt, þegar heljarmenni hömuðust á spennijárn- unum og spöruðu ekki dugnaðinn, þótt ekkert gengi að ná lásnum í sundur. Skyndilega slapp járn stýrimannsins úr lásnum og hrammar hans, tveir hnefar í svellþófnum ullarvettlingum, krepptir um járnskaftið, skullu á vanga Manga. Hann hneig niður með hljóði, sem var undarlegt sambland af ópi og stunu, byrjaði hátt og dó út, meðan maðurinn féll. Svo lá hann þarna á dekkinu blíður á svip með hönd undir vanga, rétt eins og hann hefði ákveðið að taka sér lítinn fegrunarblund, áður en lengra væri haldið. Hundslappadrífan lagði þegar á hann hvíta blæju. Þetta var bæði óraun- veruleg sjón og ógleymanleg. Við þennan atburð kom augnabliks hik á stýrimann. Svo virtist hann ákveða, að rétt væri að leyfa Manga að lúra um sinn. Hann þreif upp spennijárn karlsins, sem fallið hafði á dekkið, rak það í átt að Hauki og sagði: „Hérna, haltu við“. Haukur flýtti sér nú ekki að hlýða þeirri skipun, augljóslega leizt honum ekki á að taka við hlutverki hins fallna garps. Þetta var bölvuð klípa. Þá heyrðist í skipstjóra í glugganum, og ég tel, að ég muni ummæli hans orðrétt: „Skammastu þín! Ætlarðu bara að láta karlinn liggja þarna í kassanum?“ Við þessa ádrepu sleppti stýrimaður spennijárninu, sem féll þá á dekkið í annað sinn, tók Manga í fangið og bar hann í bóndabeygju aftur í borðsal. Haukur fylgdi með til að greiða þeim leið og opna dyr. Um leið og Mangi var lagður á bekk í salnum, vaknaði hann úr rotinu og virtist strax kominn til fullrar meðvitundar. En blíðlegi svipurinn var horfinn af ásjónunni; karlinn var fok- vondur og barði frá sér. Ekki beindi hann þó ekki reiði sinni að stýrimann- inum, heldur hreytti skömmum í Hauk, um leið og hann æddi út úr borðsalnum, ólmur að komast til verka á ný. Sönn togarahetja, sem Tryggvi Ófeigs hefði kunnað að meta; gripur á setjandi. Seinna, þegar þessi stýrimaður var orð- inn skipstjóri, reyndi hann að sjanghæja Fylkir nýr á Humberfl jóti 1958. Skipið var útbúið helztu nýjungum, en frammjór þótti hann og lúkarinn þröngur eftir því. Bv. Fylkir RE 171; smíðaður hjá Cook, Welton & Gemmel, Beverley, Englandi, 1957/1958; 642 brl. með 1500 ha. Holms Werkspoor díselvél. Ljósmyndari er ókunnur en Hafl iði Óskarsson á Húsavík útvegaði Víkingnum þessa mynd, eins og reyndar fl eiri í þessari grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.