Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 17
okkur Hauk hér í Reykjavíkurhöfn. En við vorum alveg með á nótunum og stukkum frá borði á síðustu stundu eftir ágætar veitingar; engar „sundæfingar“ þar. Haukur: Ég held, að yfirmenn á Ólafi Jóhannessyni, Torfi skipstjóri og Kjartan fyrsti stýrimaður, hafi verið sérlega ábyrgir gagnvart sínum mannskap. Mað- ur fann, að úr brúnni var vel fylgzt með mönnum við vinnu á dekkinu. Ég efast um, að nokkru sinni hafi komið gusa, sem máli skipti, yfir lunninguna, án þess að búið væri að kalla og vara menn við. Kjartan var einn sá síðasti, sem var með síðutogara í þessu landi, Rán í Hafnar- firði. Allt í lagi í þeim rekstri, aflaði vel, en tími síðutogaranna var liðinn, mann- skapur fékkst ekki á þá lengur. Ólafur: Hvernig var kosturinn á Óla Jóh.? Jói Belló var ekki hrifinn af hon- um, það var orðin „lúða með kaffinu,“ — sagði hann. Benedikt: Já, hann var ekkert sér- stakur. „Hvað stýrirðu?“ Haukur: Þegar skipt var um stýrisvakt í brúnni á togara voru menn formlegir. Sá, sem var að fara af vakt, átti að segja rétt strik hátt og skýrt, og sá, sem tók við, átti að endurtaka það hátt og skýrt. Það var heldur öðruvísi á bátunum, þar var stundum látið nægja að segja við þann, sem tók við stýrinu: „Já, stýrðu svona eins og horfir“. Benedikt: Stýrimaður eða skipstjóri á vakt spurðu einnig af og til: „Hvað stýr- irðu?“ — og þá var að segja það skýrt og hátt, SV að vestri eða hvað það nú var. Á Óla Jóh svaraði einhver þessari endur- teknu spurningu með orðunum: „Sama og seinast!“ — hann var rekinn úr brúnni. Benedikt: Gleymi því ekki, hélt að Gísli Auðuns ætlaði að berja mig. Ég var kallaður upp að stýrinu ... við vorum að leggja af stað frá Grænlandi á Óla Jóh, og karlinn segir, hvað ég eigi að stýra. Svo spurði hann mig stuttu seinna: „Hvað stýrirðu?“ – og ég sagði það, en þegar hann spurði í þriðja sinn, hvað ég stýrði, þá svaraði ég: „Ég er að koma þaðan og er að fara þangað.“ Hann brjálaðist og var lengi að jafna sig á eftir. Yfirmenn sáu til þess, að viðvaningum (óvaningum) væri kennt á kompásinn, norður, norður að austri, kvart norður. En byrjendum hætti til að snúa stýrinu of mikið, ofstýra, þurfti lítið til þess. Heragi var á íslenzku síðutogurunum. Ef þú reifst kjaft við yfirmann, þá fékkst þú bara pokann þinn. Þó var þetta eitt- hvað farið að slappast undir lokin, þegar erfitt var orðið að smala saman mann- skap á skipin á 7. áratugnum. En ég man, að Auðuni Auðunssyni, bróður Gísla, líkaði ekki tilsvar eins stráksins á bryggjunni og rak hann þar á staðnum. Hann var nú dálítið sérstakur, Auðunn. Kompásinn þurfti að leiðrétta. Það var gert hérna úti á Sundunum. Stýrt var eftir miðum, og tvær stálkúlur sitt hvoru megin við kompásinn notaðar til að leiðrétta hann. Þetta gerði sérstakur kompásstillingarmaður, sem kom úr landi. Lúkarinn var eins og útihús Haukur: Ég heyrði sagt, að á innrétting- um brezku togaranna hefði vel mátt sjá hrikalega stéttaskiptingu þeirra. Yfir- mannaíbúðirnar voru klæddar með mahogny og slegnar messingi, en lúkar- inn fyrir hásetana var eins og útihús og umgengnin eftir því. „Niðurgangurinn“ var hann kallaður, stiginn niður í lúkar- inn. Benedikt: Á þýzku skipunum var þetta jafnhuggulegra. Bretar voru frægir fyrir illa umgengni, sást ekki verra. Þegar ég var annar stýrimaður á Svalbak, var SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000 Átt þú rétt á styrk? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem hefur unnið í a.m.k. sex mánuði sl. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍU við Sjómannasamband Íslands hjá útgerðum innan LÍU og greitt til aðildar- félags Sjómenntar á þeim tíma, á rétt á stuðningi til náms. Samtök atvinnulífsins (SA), Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Nánari upplýsingar á www.sjomennt.is og á sjomennt@sjomennt.is Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.