Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 13
Sjómannablaðið Víkingur – 13 voru tveir kokkar. Á næturvaktinni sá einhver af hásetunum um að hella uppá og setja brauð og álegg á borðið. Hásetar (fjórir til fimm), sem færastir voru í net- um, kölluðust netamenn og fengu aðeins hærra kaup; þeir voru klárir í netinu, skáru úr, þannig að stæði á möskvum, bættu, stykkjuðu, leisuðu, og þeir kunnu vel að splæsa kaðla og víra (long splice), splæsa augu á víra, grandara, vissu, hvað var hvað í trollinu. Þetta var flókinn hlutur, trollið; sagt var, að yfir 800 heiti væru til í því?! Pokamaðurinn hnýtti pokahnútinn og leysti. Var með sjóhatt, lak svo mikið úr pokanum. Hann gekk næstur bátsmanninum að virðingu um borð! Mjög þótti niðurlægjandi, ef menn fengu fráleyst, og pokinn kom upp tóm- ur. Í þorskpoka voru 2–2,5 tonn, en 3–3,5 tonn í karfapoka. Í miklu fiskiríi á karfa gátu þetta verið 14 hífingar, allt að 40 tonn í stærstu karfatrollunum. Á fiskiríi skiptist vinnan á dekki þannig hjá hásetunum, að unnið var á 6 tíma vöktum, og þess í milli var 6 tíma hvíld, 6 plús 6 kerfið. Fyrir annarri vakt- inni fór bátsmaður og hinni annar stýri- maður (bátsmannsvaktin og stýrimanns- vaktin). Þegar fiskað var í salt, var fisk- urinn hausaður, slægður og flattur, og eftir bað í pontinu fór hann í kassa á lestarlúgunni, sem tók að mig minnir hundrað kíló. Þegar kassinn var fullur, sturtaði pontarinn úr honum niður í lest og hnýtti hnút á trolltvinnaspotta, sem hékk við kassann, og við þessum spotta tók svo bræðslumaðurinn á hverjum vaktaskiptum og hélt bókhald yfir, hve mörg tonn fóru í lestina. Tveir saltarar voru á hverri vakt. Á þeim hvíldi mikil ábyrgð, einfaldlega að gengið væri þann- ig frá aflanum, að hann skemmdist ekki og allt væri unnið fyrir gíg. Samtals voru þetta því 15 manns á dekki og í lest eða 30 alls á báðum vöktum. Þegar skip- stjórnarmönnum (þremur), loftskeyta- manni, vélstjórum (þremur), kyndur- um (tveimur), kokkum (tveimur) og bræðslumanni, samtals 12, er bætt við, gerir þetta 42 í áhöfn á salti. Þegar veitt var í ís, var fiskurinn einungis slægður og vaskaður í pontinu. Þaðan fór hann í lestina og var ísaður. Þetta útheimti minni vinnu en á saltinu, hásetum var því fækkað í 20. Við veiðar hafði hver maður á dekki sitt starf. Á spilinu voru tveir, á grindinni var það kallað. Bátsmaðurinn ásamt reyndum háseta mönnuðu spilið á báts- mannsvaktinni og annar stýrimaður ásamt háseta á stýrimannsvaktinni. Einn var forhleramaður (1), og hann hafði sinn aðstoðarmann (1). Einn var á aft- urhleranum (1), og hann hafði aðstoðar- mann (1). Þá var stóragilsmaður (1) og litlagilsmaður (1), einn á forleisinum (1) og einn á afturleisinum (1), og svo var einn mikilvægasti maðurinn, poka- maðurinn (1), sem leisti frá og batt pokahnútinn og sá oftast einnig um að taka í blökkina og slá úr henni, var úr- sláttarmaður. Á dekki og í lest voru því við veiðar á hverri vakt alls 11 eða 22 alls á báðum vöktum. Aðrir í áhöfninni voru skipstjóri (1) og fyrsti stýrimaður (1), sem stjórnuðu veiðunum, sinn á hvorri vaktinni, en þeir gengu 12 tíma vaktir við veiðar, 3 vélstjórar, 1 loft- skeytamaður, 2 kyndarar, 2 kokkar, alls 10 og því 32 alls. Oft var ekki hægt að fullmanna, þegar komið var fram á 7. áratuginn, en varla var farið á ís með færri en 28 í áhöfn. Benedikt: Togararnir Hallveig Fróða- dóttir, Jón Þorláksson, Þorkell máni og Gylfi voru díseltogarar. Máninn og Gylfi voru systurskip, og hins vegar voru Jón Þorláksson og Hallveig Fróðadóttir syst- urskip. Þarna voru menn í vél án nokkurra heyrnarhlífa. Þýðir lítið að tala við þá í dag. Þeir heyra ekkert. Bætur! Bætur fyrir þá! — blessaður vertu, ekki frekar en fyrir heyrnarlausa ömmu þína ... bætur þekktust ekki! Júlli passaði prýðilega í brúar- kassann á Gvendi Júní Haukur: Guðmundur Júní frá Flateyri hafði verið kolakyntur (gamli Júpíter). Undir katli í togara voru þrjú eldhólf, hvert með sinn spíss, sem úðaði olíunni Litlafellið frá Sambandinu dælir olíu í bv. Ólaf Jóhannesson á Grænlandsmiðum. – Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson. Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 ·898 2773 Kt.: 621297-2529
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.