Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 35
Sprunga hafði opnast aftan við 3. lest, rétt framan við yfirbygginguna. Veðrið var jafn vitlaust og daginn áður og öld- urnar, sem voru um 300 metra langar, náðu allt að 40 feta hæð. Nú var aðeins eitt að gera, að reyna að þétta sprung- urnar, ella væri sögu skipsins og þeirra um borð lokið. Nokkrir hraustustu há- setanna fóru út á dekk undir stjórn Jans- sens bátsmanns. Rifan í dekkinu var um hálf önnur tomma á breidd, tækist þeim að mjókka hana, þótt ekki væri nema til helminga var von til að halda mætti skipinu það þurru, að dælurnar hefðu við. Það verndaði einnig varninginn í lestinni og drægi úr hættunni á að sprungan stækkaði. En hvað átti að gera í fárviðri og haugasjó? Fyrsta verkið var að strengja víra milli allra hugsanlegra festinga sitt hvorum megin við sprung- una, sem var sjálfsögð öryggisráðstöfun. Við það gekk sprungan nokkuð saman. Næst var að smíða „ramma“ utan um sprunguna og fylla hana með sements- hræru og strengja síðan segldúk yfir allt saman. Þetta tókst og reyndist það svo vatnshelt, að lítill sjór komst í skipið og dælurnar höfðu ágætlega við. Sprungur gengu niður báðar síðurnar, þær voru miklu mjórri og engin ráð til að eiga neitt við þær. „Við höfðum náð stjórn á sprungunni og lekanum af hennar völdum og skipið tók ekki meiri sjó inn en að dælurnar önnuðu honum,“ sagði Janssens við sjóréttinn. Carlsen sá, að skipið var ekki lengur í bráðri hættu og sendi útgerðar- manninum, Hans Isbrandtsen, skeyti um það, sem gerst hafði. Carlsen gekk síðan á fund farþega sinna, en margir þeirra voru, auk óttans vegnað fárviðrisins, illa haldnir af sjóveiki. Hann sagði þeim, að nú væri engin hætta á ferðum, þegar veðrið lægði yrði annað tveggja leitað næstu hafnar eða siglt til New York. Föstudagurinn 28. desember rann upp, jafn grár og illilegur og dagurinn á undan. Þó hafði vindinn lægt dálítið og um stund sá til sólar, örlítil var sú skíma samt, því innan tíðar hvessti aftur og vindurinn, sem blés til skiptis frá suð- vestri til norðvesturs, óx hratt, vindstigin urðu níu, þau urðu tíu, ellefu og að lok- um tólf; kuldaskil fóru yfir eins og ill- skeyttur óvættur. Ölduhæðin var nánast hin sama og verið hafði. Um morgunin stóð Carlsen í brúnni og stýrði skipi sínu gengum sjóina, ýmist HETJA í hafsnauð Flying Enterprise lagðist á hliðina og reisti sig ekki við aftur. Síðasta sigling (sjá kortið) SKIPSTJÓRINN Hendrik Kurt Carlsen fæddist árið 1914 í Bagsværd, skammt norður af Kaupmannahöfn. Hann var af fátæku fólki og átti ekki kost langrar skólamenntunar. Hafið heillaði hann frá barnæsku og eftir fermingu komst hann til sjós, fyrst sem liðléttingur, en hann var duglegur og 18 ára komst hann í stýrimannaskóla í Kaup- mannahöfn. Árið 1936, þá 22 ára, fékk hann full skipstjórnar- réttindi í Danmörku. Árið 1938 flutti hann til Bandaríkjanna og fékk skömmmu síðar sömu réttindi þar í landi. Hann var ákveðinn og öflugur í starfi. „Ég heyrði hann aldrei brýna raustina; ef hann gaf skipun vissu allir, að hann ætlaðist til, að henni yrði framfylgt“ sagði Charles Weeks, skipstjóri, sem sigldi með Carlsen sem annar stýrimaður. Carlsen kvæntist danskri stúlku, Agrnesi, og þau eignuðust tvær dætur. Carlsen fékk annað skip, Flying Enter- prise II og um helmingur áhafnarinnar fylgdi honum. Carlsen lést í október 1989, en hann hafði þá um skeið barist við Alzheimersjúkdóminn, sem sneið honum þröngan stakk síðustu árin. Ösku hans var dreift yfir staðinn þar sem Flying Enterprise sökk, um 41 sjómílu frá Falmouth og liggur nú á rúmlega 80 metra dýpi. Morgunblaðið minntist hans 14. október 1989, rakti hetjudáð hans og sagði: „Morgunblaðið skýrði einnig frá því að hann hefði á yngri árum verið skipverji á leiguskipi Eimskipa- félagsins og ætti marga góða kunningja í Reykjavík.“ Sjómannablaðið Víkingur – 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.