Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 21
viðurkenndar af vestur-þýska flokkunarfélaginu Germanicher Lloyd (GL). Sömuleiðis var fylgt öðrum fyrirmælum GL við smíði skipanna þótt skipin væru ekki formlega í flokki GL en stjórnmálaástand þess tíma leyfði það ekki. Að kröfu kaupenda skipanna voru þau styrkt sérstaklega fyrir siglingar í ís. Sömu- leiðis voru miðsíður skipanna styrktar til þess að þær þyldu betur hnoð við bryggju í misjöfnum veðrum. Þá uppfyllti hönn- un, smíði og búnaður skipanna að sjálfsögðu okkar íslensku reglum. Meðan á smíðinni stóð var eftirlitið í höndum Skipaskoð- unar ríkisins sem naut aðstoðar austur-þýsku skipaskoðunar- innar DSRK eftir þörfum en eftirliti á staðnum sinntu skipaeft- irlitsmennirnir, þeir Jóhann Þorláksson og Kári S. Kristjánsson. Með fiskveiðibúnaði skipanna hafði eftirlit Leifur Jónsson, skip- stjóri. Öll skipin tólf voru búin til síld-, neta- og línuveiða með beitningarskýli og lokaða ganga að hluta aftur fyrir skut þar sem línurennunni og netalögninni var ætlaður staður. Vegna síldveiðanna voru þau öll búin háfunarbómu ásamt háfunar- vindu, síldarþilfari, bassaskýi og bátsuglum til þess að taka upp nótabátana. Þrátt fyrir að skipin væru sérhönnuð til togveiða voru tvo þeirra án toggálga á stjórnborðshlið. Lestar skipanna voru allar einangraðar með ólífrænni einangrun og klæddar með aluminíum plötum. Allur lestarbúnaðurinn var úr alum- miníum, svo sem stoðir, hillur og hilluborð. Fiskilestarnar voru búnar frystikerfum til kælingar. Sér- stök frystilest var í skipunum fyrir beitu. Í skipunum var lifrar- bræðsla, knúin rafmagni. Skipin voru hituð upp með rafmagns- ofnum og í eldhúsi voru öll tæki og tól knúin rafmagni. Í tengslum við eldhúsið voru bæði kæli- og frystigeymsla fyrir matvæli. Vistarverur voru fyrir 21 mann. Afturskips í káetu voru tveir tveggja manna klefar og tveir eins manns klefar. Aftan við stýr- ishúsið var sérstakur korta- og radioklefi og þar fyrir aftan klefi skipstjóra, ásamt salerni og snyrtingu. Aftast í þilfarshúsinu var matsalurinn og þar fyrir framan eldhúsið og geymslur fyrir mat- væli. Í lúgarnum voru tveir fimmmanna klefar og einn fjögurra- manna klefi. Í töflu 2 koma fram upplýsingar um nöfn skipanna og hvenær þau voru fyrst skráð hér á landi, hvenær afskráð og hvað varð um þau. Helstu mál og stærðir Mesta lengd í m ............................... 38,65 Lengd milli lóðlína í m ...................... 34,00 Breidd í m ......................................... 7,30 Dýpt í m ............................................ 3,60 Særými m³ ....................................... 323 Eigin þyngd tonn .............................. 331,7 Lestarými m³ .................................... 187 Brennsluolíugeymar m³ ..................... 54,8 Ferskvatn m³ .................................... 6,9 Smurolía m³....................................... 2,5 Aðalvél Framleiðandi ................................... MVM Gerð ................................................. TRH 346s Hestöfl ............................................. 800 Sn/mín .............................................. 375 Gír .................................................... Renk swuf-50 Skrúfa, föst Þvermál m. ....................................... 2.2 Blaðafjöldi ........................................ 4 Gírhlutfall ......................................... 2:1 Snúningshraði/mín ............................ 187.5 Aflvísir .............................................. 1760 Rafali á aðalvél 600/1100 sn/mín ...... 35 KW Hjálparvélasamstæður NVD 260-120 hö við 750 sn/mín ...... 64kW GM 220 hö við 1500 sn/mín ............ 150kW Stralsundararnir frá skráningu til afskráningar Skr.nr. Nafn Umd. nr. Skráður Afskr. Afdrif Lokanafn Fj. N. 65 Guðmundur Péturs ÍS-1 des.´58 des. ‘79 Seldur til Svíþjóðar Guðmundur Péturs ÍS-1 1 150 Margrét SI-4 des.´58 des. ‘81 Úreltur Sporður RE-16 Nöfn: Víglundur NK-124, Emely NS-124, Goðanes RE-16, Ólafur Gísli RE-16 6 78 Hafþór NK-76 feb.´59 Enn á skrá Ísborg ÍS-250 Nöfn: Hafþór RE-75, Haffari SH-275, Haffari GK-240, Haffari ÍS-430, Erlingur GK-212, Vatneyri BA-238 8 73 Gunnar SU-139 apríl ´59 júní ´81 Seldur til Noregs Gunnar SU-139 1 168 Pétur Thorsteinsson BA-12 maí ´59 Enn á skrá Aðalvík SH-433 Nöfn: Gylfi BA-12, Fylkir NK-102, Sæbjörg SU-403, Náttfari RE-75, Náttfari HF-185, Páll ÁR-401, Páll Jónsson GK-257, Edda KE-51, Jón Bjarna SF-16, Sigurður G.S. Þorleifsson SH-443 14 76 Jón Trausti ÞH-52 júní ´59 sept.´08 Úreltur Guðrún Björg HF-125 Nöfn: Hafrún ÍS-400, Hinrik KÓ-7, Danni Péturs KE-175, Frigg BA-4, Helgi S KE-7, Einir HF-202, Einir GK-475, Mummi GK-120, Særún GK-120, Særún HF-4, Kristján ÓF-51, Narðvík GK-275, Tjaldur RE-272 15 188 Skagfirðingur SK-1 ág ´59 ág ´67 Fórst Stígandi ÓF-25 2 201 Steingrímur Trölli ST-2 ág. ´59 nóv. ´82 Úreltur Jón Þórðarson BA-180 Nöfn: Steingrímur Trölli KE-81,Hólmanes SU-120 4 27 Björgvin EA-311 sept ´59 ap. ´93 Seldur til Noregs Árfari SH-482 Nöfn: Björgvin ÍS-301, Björgvin Re-159, Garðar GK-149, Sigurjón GK-49, Dreki HF-36, Árni á Bakka ÞH-380 Klettsvík VE-127, Árfari HF-182 10 181 Sigurður Bjarnason EA-450 sept.´59 nóv. ´83 Úreltur Mánatindur GK-241 Nöfn: Hafnarnes SI-77, Mánatindur SU-95, Mánatindur GK-240 5 198 Bjarnarey NS-7 nóv. ‘59 okt. ´79 Seld til Svíþjóðar Sólrún ÍS-399 2 26 Björgúlfur EA-312 ap.´60 feb. ´75 Fórst Járngerður GK-477 2 Fjöldi nafna er 70 eða tæplega 6 á skip. 70 Sjómannablaðið Víkingur – 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.