Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 21
viðurkenndar af vestur-þýska flokkunarfélaginu Germanicher Lloyd (GL). Sömuleiðis var fylgt öðrum fyrirmælum GL við smíði skipanna þótt skipin væru ekki formlega í flokki GL en stjórnmálaástand þess tíma leyfði það ekki. Að kröfu kaupenda skipanna voru þau styrkt sérstaklega fyrir siglingar í ís. Sömu- leiðis voru miðsíður skipanna styrktar til þess að þær þyldu betur hnoð við bryggju í misjöfnum veðrum. Þá uppfyllti hönn- un, smíði og búnaður skipanna að sjálfsögðu okkar íslensku reglum. Meðan á smíðinni stóð var eftirlitið í höndum Skipaskoð- unar ríkisins sem naut aðstoðar austur-þýsku skipaskoðunar- innar DSRK eftir þörfum en eftirliti á staðnum sinntu skipaeft- irlitsmennirnir, þeir Jóhann Þorláksson og Kári S. Kristjánsson. Með fiskveiðibúnaði skipanna hafði eftirlit Leifur Jónsson, skip- stjóri. Öll skipin tólf voru búin til síld-, neta- og línuveiða með beitningarskýli og lokaða ganga að hluta aftur fyrir skut þar sem línurennunni og netalögninni var ætlaður staður. Vegna síldveiðanna voru þau öll búin háfunarbómu ásamt háfunar- vindu, síldarþilfari, bassaskýi og bátsuglum til þess að taka upp nótabátana. Þrátt fyrir að skipin væru sérhönnuð til togveiða voru tvo þeirra án toggálga á stjórnborðshlið. Lestar skipanna voru allar einangraðar með ólífrænni einangrun og klæddar með aluminíum plötum. Allur lestarbúnaðurinn var úr alum- miníum, svo sem stoðir, hillur og hilluborð. Fiskilestarnar voru búnar frystikerfum til kælingar. Sér- stök frystilest var í skipunum fyrir beitu. Í skipunum var lifrar- bræðsla, knúin rafmagni. Skipin voru hituð upp með rafmagns- ofnum og í eldhúsi voru öll tæki og tól knúin rafmagni. Í tengslum við eldhúsið voru bæði kæli- og frystigeymsla fyrir matvæli. Vistarverur voru fyrir 21 mann. Afturskips í káetu voru tveir tveggja manna klefar og tveir eins manns klefar. Aftan við stýr- ishúsið var sérstakur korta- og radioklefi og þar fyrir aftan klefi skipstjóra, ásamt salerni og snyrtingu. Aftast í þilfarshúsinu var matsalurinn og þar fyrir framan eldhúsið og geymslur fyrir mat- væli. Í lúgarnum voru tveir fimmmanna klefar og einn fjögurra- manna klefi. Í töflu 2 koma fram upplýsingar um nöfn skipanna og hvenær þau voru fyrst skráð hér á landi, hvenær afskráð og hvað varð um þau. Helstu mál og stærðir Mesta lengd í m ............................... 38,65 Lengd milli lóðlína í m ...................... 34,00 Breidd í m ......................................... 7,30 Dýpt í m ............................................ 3,60 Særými m³ ....................................... 323 Eigin þyngd tonn .............................. 331,7 Lestarými m³ .................................... 187 Brennsluolíugeymar m³ ..................... 54,8 Ferskvatn m³ .................................... 6,9 Smurolía m³....................................... 2,5 Aðalvél Framleiðandi ................................... MVM Gerð ................................................. TRH 346s Hestöfl ............................................. 800 Sn/mín .............................................. 375 Gír .................................................... Renk swuf-50 Skrúfa, föst Þvermál m. ....................................... 2.2 Blaðafjöldi ........................................ 4 Gírhlutfall ......................................... 2:1 Snúningshraði/mín ............................ 187.5 Aflvísir .............................................. 1760 Rafali á aðalvél 600/1100 sn/mín ...... 35 KW Hjálparvélasamstæður NVD 260-120 hö við 750 sn/mín ...... 64kW GM 220 hö við 1500 sn/mín ............ 150kW Stralsundararnir frá skráningu til afskráningar Skr.nr. Nafn Umd. nr. Skráður Afskr. Afdrif Lokanafn Fj. N. 65 Guðmundur Péturs ÍS-1 des.´58 des. ‘79 Seldur til Svíþjóðar Guðmundur Péturs ÍS-1 1 150 Margrét SI-4 des.´58 des. ‘81 Úreltur Sporður RE-16 Nöfn: Víglundur NK-124, Emely NS-124, Goðanes RE-16, Ólafur Gísli RE-16 6 78 Hafþór NK-76 feb.´59 Enn á skrá Ísborg ÍS-250 Nöfn: Hafþór RE-75, Haffari SH-275, Haffari GK-240, Haffari ÍS-430, Erlingur GK-212, Vatneyri BA-238 8 73 Gunnar SU-139 apríl ´59 júní ´81 Seldur til Noregs Gunnar SU-139 1 168 Pétur Thorsteinsson BA-12 maí ´59 Enn á skrá Aðalvík SH-433 Nöfn: Gylfi BA-12, Fylkir NK-102, Sæbjörg SU-403, Náttfari RE-75, Náttfari HF-185, Páll ÁR-401, Páll Jónsson GK-257, Edda KE-51, Jón Bjarna SF-16, Sigurður G.S. Þorleifsson SH-443 14 76 Jón Trausti ÞH-52 júní ´59 sept.´08 Úreltur Guðrún Björg HF-125 Nöfn: Hafrún ÍS-400, Hinrik KÓ-7, Danni Péturs KE-175, Frigg BA-4, Helgi S KE-7, Einir HF-202, Einir GK-475, Mummi GK-120, Særún GK-120, Særún HF-4, Kristján ÓF-51, Narðvík GK-275, Tjaldur RE-272 15 188 Skagfirðingur SK-1 ág ´59 ág ´67 Fórst Stígandi ÓF-25 2 201 Steingrímur Trölli ST-2 ág. ´59 nóv. ´82 Úreltur Jón Þórðarson BA-180 Nöfn: Steingrímur Trölli KE-81,Hólmanes SU-120 4 27 Björgvin EA-311 sept ´59 ap. ´93 Seldur til Noregs Árfari SH-482 Nöfn: Björgvin ÍS-301, Björgvin Re-159, Garðar GK-149, Sigurjón GK-49, Dreki HF-36, Árni á Bakka ÞH-380 Klettsvík VE-127, Árfari HF-182 10 181 Sigurður Bjarnason EA-450 sept.´59 nóv. ´83 Úreltur Mánatindur GK-241 Nöfn: Hafnarnes SI-77, Mánatindur SU-95, Mánatindur GK-240 5 198 Bjarnarey NS-7 nóv. ‘59 okt. ´79 Seld til Svíþjóðar Sólrún ÍS-399 2 26 Björgúlfur EA-312 ap.´60 feb. ´75 Fórst Járngerður GK-477 2 Fjöldi nafna er 70 eða tæplega 6 á skip. 70 Sjómannablaðið Víkingur – 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.