Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 52
Fyrir nokkrum árum fékk ég símhringingu frá Svía sem
sagðist staddur í Reykjavík og falaðist eftir að fá að skoða
skólaskipið Sæbjörgu en hann væri á ferð með kennurum sín-
um frá sjómannaskóla í Stokkhólmi. Eftir heimsókn hans og
kennara bauð hann mér að koma í heimsókn í þeirra skóla en
þeir væru einnig með skólaskip þótt það væri rekið með
öðrum hætti en skólaskipið Sæbjörg. Sagðist ég skyldi líta við
næst þegar ég ætti leið um höfuðborg Svíþjóðar.
Það var þó ekki fyrr en snemma á þessu ári að ég átti þess kost
að kíkja í heimsókn. Það var á föstudagsmorgni í lok marsmán-
aðar sem ég stóð fyrir utan skólabyggingu Sjömansskolan
Stockholm á Långholmen í Stokkhólmi. Ég hafði reynt að ná
sambandi áður en ég hélt í heimsóknina en hafði ekki fengið
nein svör fram að því að ég stóð fyrir utan hjá þeim í von og
óvon að Johan Östergren væri á staðnum. Svo reyndist þó vera
en eitthvað höfðu tölvuskeytin borist illa á milli okkar. Skólinn
er reyndar staðsettur á tveimur stöðum, þ.e. í skólabyggingunni
þangað sem ég var mættur og svo í skólaskipinu Polfors.
Skoðunarferð um skólann var næsta skrefið og þar fræddist ég
um þetta merka framtak í menntunar-
málum væntanlegra sjómanna. Sjö-
mansskolan Stockholm sér ekki um að
mennta skipstjórnar- eða vélstjórnar-
menn heldur er hans hlutverk að
mennta undirmenn bæði í brú og vél.
Nemendur skólans eru af báðum
kynjum og stefna þeir á störf í sænska
kaupskipaflotanum. Skólinn getur
verið með allt að 180 nemendur en á
þessu skólaári voru 140 nemendur
sem skiptist í þrjú stig. Fyrsta árið
læra nemendurnir um öryggismál en á
öðru ári ákveða þeir hvert skuli stefna,
vél eða brú. Á því ári fara nemend-
urnir í siglingu á skólaskipinu Polfors
vanalega til Kaupmannahafnar en
einnig um sænska skerjagarðinn. Á
þriðja og síðasta ári fara nemendurnir í
þjálfunarskiprúm sem og að þeir læra
um vinnurétt og vinnuvistfræði. Á öll-
um stigunum eru einnig kjarnafög sem
þau þurfa að taka. Verklega þjálfunin
eða kennslan tekur samanlagt 16 vikur þar sem skólinn útvegar
þeim skiprúm þar sem þau öðlast verkreynslu. Geta nemend-
urnir ýmist verið í einu eða tveimur skiprúmum á þeim tíma,
allt eftir því hvar skipin sigla.
Það var mjög áhugavert að skoða skólahúsnæðið en fjöldi
nemenda var í skólanum á þessum tíma. Mikil gleði ríkti og var
auðséð að þarna var á ferðinni mun frekar vinasamfélag heldur
en hefðbundinn skóli. Það má því segja að andinn hafi verið
eins og um borð í skipi frekar en skóla. Það var ekki laust við
að ég væri orðinn spenntur þegar Johan sagði að nú skyldi
haldið um borð í skólaskipið. Hann gat þess þó að þar væri
engin starfsemi einmit núna.
Skipið var í göngufæri frá skólanum og þegar við náuðumst
sá ég að þetta skip hafði ég áður augum litið. Það var upp úr
1970 að það sigldi inn í Reykjavíkurhöfn undir nafninu Mer-
candan og þá í eigu dönsku útgerðarinnar Mercandia Rederi-
ene. Sú útgerð var íslenskum kaupskipasjómönnum nokkuð
kunn en bæði Eimskipafélagið og Skipadeild Sambandsins
keyptu skip frá henni. Það fyrrnefnda þó mun fleiri. Nú bar
Hilmar Snorrason
Sjömansskolan Stockholm
Skólaskipið Polfors við bryggju í Stokkhólmshöfn.
Í skólahúsnæðinu á Långholmen eru 6 skólastofur ásamt mötuneyti fyrir
nemendur.
Séð frameftir skipinu. Gámarnir tveir á þilfarinu gegna hlutverki slökkvistöðvar
ásamt tilheyrandi búnaði.
52 – Sjómannablaðið Víkingur