Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 14
inn í eldinn. Til að fá góða brennslu skipti mestu máli að hitastig olíunnar væri rétt og trekkurinn mátulegur. Ekki var sjálfvirkur hitastillir (thermostat) á olíuhitaranum í Gvendi, maður stjórnaði gufustreymi inn á hitaspíral handvirkt me𠾓 krana og fylgdist með hitastigi olíunnar á kvikasilfursmæli. Dælur og súgblásari voru gufuknúin, þannig að allt kerfið hægði á sér, þegar dampur féll. Svo þurfti að halda skipinu „á réttum kili“ þ. e. dæla á milli tanka til að rétta af slagsíðu. Þá varð að seilast undir gólf- plötur, opna krana hér og loka öðrum þar, síðan að koma dælunni í gang, eins stimpils dælu, sem venjulega stóð full af þéttivatni, lempa hana til, losa upp á pakkdósinni og múta henni með græn- olíu, þar til hún skreiddist af stað með andköfum og gufublæstri. Allt var þetta stórskemmtilegt, en seinna, þegar ég kynti nýsköpunartog- ara, þar sem dælur og blásari voru raf- drifin, og tækin því óháð gufuþrýstingi, thermostat á olíuhitaranum og allir lokar á einum stað frammi á þili, ræki- lega merktir, þá fannst mér slíkt vera lúxus. Slegið var af og stoppað, þegar trollið var tekið. Þá var slökkt í eldhólfunum, einu eða tveimur, eftir því sem gufu- þrýstingur hækkaði. Væri eitthvert vesen uppi og langt stopp, gat komið fyrir, að alveg væri slökkt undir katlinum um stund. En svo varð maður að vera til- búinn með dampinn á toppi, þegar aftur var kastað og sett á fullt til þess að skvera trollið og hefja nýtt tog. Þá var stundum farið að urra í öryggisventlin- um, hann var um það bil að blása af. En það var nokkuð, sem ekki mátti gerast; þótti mesta skömm fyrir kyndarann. Ljósavélarnar gengu fyrir gufu í gömlu togurunum, en á Guðmundi Júní var einnig díselknúin ljósavél og svo hávaða- söm, að við létum hana sjaldan ganga. Guðmundi Júní var lagt 1959. Hann var smíðaður 1925, og var síðastur fyrir- stríðstogaranna, sem haldið var úti og einn örfárra af þessum gömlu kolatog- urunum, sem olíufíring var sett í. Skrokkurinn liggur nú grafinn í uppfyll- inguna á Suðurtanganum á Ísafirði. Júlíus Sigurðsson úr Hafnarfirði var með skipið þennan vetur og við vorum við stundum að toga í Víkurál eða jafn- vel úti á Hala, þegar aðrir voru farnir að slóa uppí. Það var dálítið gaman að þessu, því Gvendur Júní var minnsti tog- arinn, 450 tonn minnir mig, nýsköpun- artogararnir voru 650–750 tonn. Júlíus var skemmtilegur karl af gamla skólan- um, gallharður, og hætti ekki að fiska, á meðan að hann taldi ekki hættu á ferð- um. Þeir yngri hættu frekar, þegar þeir töldu ekki lengur þægilegt fyrir mann- skapinn að vinna á dekki. Fjöldi Færeyinga var hér á fiskiskip- um á þessum árum. Þeir voru traustir og góðir sjómenn en höfðu annan fram- gangsmáta en íslenskir togarajaxlar. Það gekk ekki eins mikið á fyrir þeim og Ís- lendingunum. Þeir virtust vinna sín verk á sama hraða og með jafnaðargeði, á hverju sem gekk. Veturinn 1959 voru allir hásetar, bátsmaður og annar stýri- maður á Gvendi færeyskir, og vinnan um borð einkenndist af kristilegri rósemi. Júlíus skipstjóri var ekki mikið fyrir að æpa úr brúnni á menn á dekki, en þætti honum hægt ganga að leysa úr málum, þegar eitthvað var óklárt, gat hann átt það til að bregða sér sjálfur fram á dekk til að sýna mönnum réttu handtökin. Slík úthlaup úr brúnni voru gerð af hraða og einbeitni svo unun var á að horfa, einkum þegar karlinn varð viðskila við tréklossana á bruni sínu fram dekkið. Um slíka smámuni skeytti hann aldrei fyrr en á bakaleið, en þá 14 – Sjómannablaðið Víkingur Þórður Pétursson. Halldór Hallgrímsson. Vilhelm Þorsteinsson. Torfi Jónsson. - Ljósmynd: Þórarinn Torfason. Kjartan Ingimundarson. - Ljósmynd: Jens Kjartansson. Auðunn Auðunsson. Gísli Auðunsson. Júlíus Sigurðsson. Guðmundur Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.