Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 14
inn í eldinn. Til að fá góða brennslu skipti mestu máli að hitastig olíunnar væri rétt og trekkurinn mátulegur. Ekki var sjálfvirkur hitastillir (thermostat) á olíuhitaranum í Gvendi, maður stjórnaði gufustreymi inn á hitaspíral handvirkt me𠾓 krana og fylgdist með hitastigi olíunnar á kvikasilfursmæli. Dælur og súgblásari voru gufuknúin, þannig að allt kerfið hægði á sér, þegar dampur féll. Svo þurfti að halda skipinu „á réttum kili“ þ. e. dæla á milli tanka til að rétta af slagsíðu. Þá varð að seilast undir gólf- plötur, opna krana hér og loka öðrum þar, síðan að koma dælunni í gang, eins stimpils dælu, sem venjulega stóð full af þéttivatni, lempa hana til, losa upp á pakkdósinni og múta henni með græn- olíu, þar til hún skreiddist af stað með andköfum og gufublæstri. Allt var þetta stórskemmtilegt, en seinna, þegar ég kynti nýsköpunartog- ara, þar sem dælur og blásari voru raf- drifin, og tækin því óháð gufuþrýstingi, thermostat á olíuhitaranum og allir lokar á einum stað frammi á þili, ræki- lega merktir, þá fannst mér slíkt vera lúxus. Slegið var af og stoppað, þegar trollið var tekið. Þá var slökkt í eldhólfunum, einu eða tveimur, eftir því sem gufu- þrýstingur hækkaði. Væri eitthvert vesen uppi og langt stopp, gat komið fyrir, að alveg væri slökkt undir katlinum um stund. En svo varð maður að vera til- búinn með dampinn á toppi, þegar aftur var kastað og sett á fullt til þess að skvera trollið og hefja nýtt tog. Þá var stundum farið að urra í öryggisventlin- um, hann var um það bil að blása af. En það var nokkuð, sem ekki mátti gerast; þótti mesta skömm fyrir kyndarann. Ljósavélarnar gengu fyrir gufu í gömlu togurunum, en á Guðmundi Júní var einnig díselknúin ljósavél og svo hávaða- söm, að við létum hana sjaldan ganga. Guðmundi Júní var lagt 1959. Hann var smíðaður 1925, og var síðastur fyrir- stríðstogaranna, sem haldið var úti og einn örfárra af þessum gömlu kolatog- urunum, sem olíufíring var sett í. Skrokkurinn liggur nú grafinn í uppfyll- inguna á Suðurtanganum á Ísafirði. Júlíus Sigurðsson úr Hafnarfirði var með skipið þennan vetur og við vorum við stundum að toga í Víkurál eða jafn- vel úti á Hala, þegar aðrir voru farnir að slóa uppí. Það var dálítið gaman að þessu, því Gvendur Júní var minnsti tog- arinn, 450 tonn minnir mig, nýsköpun- artogararnir voru 650–750 tonn. Júlíus var skemmtilegur karl af gamla skólan- um, gallharður, og hætti ekki að fiska, á meðan að hann taldi ekki hættu á ferð- um. Þeir yngri hættu frekar, þegar þeir töldu ekki lengur þægilegt fyrir mann- skapinn að vinna á dekki. Fjöldi Færeyinga var hér á fiskiskip- um á þessum árum. Þeir voru traustir og góðir sjómenn en höfðu annan fram- gangsmáta en íslenskir togarajaxlar. Það gekk ekki eins mikið á fyrir þeim og Ís- lendingunum. Þeir virtust vinna sín verk á sama hraða og með jafnaðargeði, á hverju sem gekk. Veturinn 1959 voru allir hásetar, bátsmaður og annar stýri- maður á Gvendi færeyskir, og vinnan um borð einkenndist af kristilegri rósemi. Júlíus skipstjóri var ekki mikið fyrir að æpa úr brúnni á menn á dekki, en þætti honum hægt ganga að leysa úr málum, þegar eitthvað var óklárt, gat hann átt það til að bregða sér sjálfur fram á dekk til að sýna mönnum réttu handtökin. Slík úthlaup úr brúnni voru gerð af hraða og einbeitni svo unun var á að horfa, einkum þegar karlinn varð viðskila við tréklossana á bruni sínu fram dekkið. Um slíka smámuni skeytti hann aldrei fyrr en á bakaleið, en þá 14 – Sjómannablaðið Víkingur Þórður Pétursson. Halldór Hallgrímsson. Vilhelm Þorsteinsson. Torfi Jónsson. - Ljósmynd: Þórarinn Torfason. Kjartan Ingimundarson. - Ljósmynd: Jens Kjartansson. Auðunn Auðunsson. Gísli Auðunsson. Júlíus Sigurðsson. Guðmundur Bjarnason.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.