Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49 Ákærður Samtök ástralskra útgerðarmanna hafa lýst undrun sinni á því að skip- stjóri gámaskipsins Pacific Adventurer skuli vera ákærður fyrir meng- un eftir að skip hans missti út 31 gám í aftakaveðri í marsmánuði 2009. Nokkrir gámanna sem fóru fyrir borð gerðu gat á eldsneytis- tanka skipsins fyrir neðan sjólínu með þeim afleiðingum að 270 tonn af olíu lak út. Rak olíuna á land í Queensland. Í júlí á þessu ári var skipstjóranum stefnt fyrir dómstóla í Queensland en bent hefur verið á að litlar líkur séu á því að hann fái réttláta meðferð fyrir dómstólum þar sem fjölmiðlar hafa í raun dæmt hann í umfjöllun sinni. Benda samtökin á að réttara hefði verið að heiðra skipstjórann fyrir að ná að koma löskuðu skipi sínu til hafnar og bjarga áhöfninni. Óánægðir Breskir útgerðarmenn kaupskipa eru viti sínu fjær eftir að stjórnskip- uð nefnd lagði til í skýrslu að sett yrðu lög er bönnuðu að greiða sjó- mönnum laun í samræmi við þjóðerni þeirra. Höfundar skýrslunnar halda því fram að ólíklegt sé að þessar breytingar hafi einhverjar skammtíma afleiðingar í för með sér en óvissa væri um langtímaáhrifin sem þeir treystu sér ekki til að spá um. Bresku útgerðarsamtökin, UK Chamber of Shipping, hafa lýst því yfir að hér sé um algjört skilningsleysi á skipaútgerð að ræða. Þetta muni einungis leiða til þess að eigendur skipa verða tilneyddir til að færa þau undir aðra fána. NUMAST, samtök yfirmanna í Bretlandi og Hollandi, hafa lýst áhyggjum sínum við stjórnvöld að hætta sé á stórflótta skipa undan breska fánanum nái þetta fram að ganga. Hafa þeir bent á að fara ætti sömu leið og Hollendingar þar sem rammasamningur er um laun sjó- manna sem tilheyra Evrópusambandinu en að laun annarra sjómanna séu í samræmi við alþjóðasamning ITF. Ef farið verður að vilja skýrsluhöfunda er allt eins víst að Bretar komist í sömu spor og við en þegar lög um íslenska alþjóðaskráningu var unnin í þeirri viðleitni að fá kaupskip undir íslenskan þjóðfána á ný hafnaði Alþýðusambandið að hægt yrði að greiða erlendum sjó- mönnum önnur laun en þau íslensku væru. Þar með hurfu síðustu vonir íslenskra kaupskipasjómanna um kaupskipaflota undir íslensk- um fána. Þökk sé þeim sem ekki höfðu skilning á eðli kaupskipa- rekstur þar sem landið er kaupskipalaust með öllu. Fjölgun launatékka á Filippseyjum Í nýjum staðtölum frá Filippseyjum kemur fram að laun sem lögð eru inn í þarlenda banka vegna sjómanna sem starfa á skipum í Evrópu nærri tvöfölduðust milli áranna 2008 og 2009. Veruleg aukning hefur orðið á filippínskum sjómönnum á skipum innan Evrópuríkjanna en Noregur trónir þar á toppnum með 25.000 sjómenn. Bretland er í öðru sæti og síðan koma Hollendingar. Engin þjóð hefur þó fleiri filippínska sjómenn í sinni þjónustu en Japanir en þar starfa um 40.000 Filipps- eyingar. Á heimsvísu varð 23% fjölgun á sjómönnum af filippínsku bergi brotnu. Ástæða þessarar aukningar má rekja til þess að laun filippínskra sjómanna eru ekki há og svo eru þeir vel menntaðir enskumælandi sjómenn. Hjartastuðtæki Margir íslenskir sjómenn hafa fengið um borð í skip sín hálfsjálfvirk hjartastuðtæki. Hafa margir haft á orði að nauðsynlegt sé að skylda þennan búnað um borð í öll skip. Þar er hægara sagt en gert þar sem megin þorri allra íslenskra skipa falla undir annað hvort alþjóðleg ákvæði eða evróputilskipanir sem ekki er hlaupið að að fá breytt. Stéttarfélagið NUMAST hefur hafið baráttu fyrir því að fá hjartastuð- tækin sem skyldubúnað um borð í öll kaupskip. Þeim barst heldur betur stuðningur fyrir skömmu þegar franska kaupskipaútgerðin CMA CGM, sem er þriðja stærsta gámaskipaútgerð heims, ákvað að búa öll skip sín með Matek Marine Lifeforce hjartastuðtækjum. Vonandi meg- um við því búast við að hjartastuðtækin verði brátt skyldubúnaður allra skipa. Smíðapantanabækurnar Þann fyrsta september s.l. voru alls 7.495 skip, samtals 474,7 milljón tonna, í pönt- unarbókum skipa- smíðastöðva um heim allan. Það hafa ekki verið svo fáir skipa- smíðasamningar í gangi síðan í desember 2007 þegar 7.388 skip voru í pöntun. Aðeins 128 gámaskip eru í þessum pöntunarbókum sem er aðeins 1,65 af þessum skipum. Þjófnaður Lögreglan í Englandi leitar nú þjófa sem gerðust heldur betur bíræfnir þegar þeir stálu hálfri milljón dollara úr gámi sem var á leið til Fiji eyja. Ránið komst reyndar ekki upp fyrr en gámurinn var kominn til Suva Kings Wharf á Fiji eyjum en þá vantaði 50 þúsund nýja Fiji 20 dollara seðla í gáminn. Peningarnir höfðu verið sendir frá prentsmiðju í Bretlandi og var Seðlabanki Fiji móttakandi þeirra. Talið er víst að peningunum hafi verið stolið meðan hann var í flutningum og þá hugsanlega um borð í skipinu sem tók gáminn yfir hafið. Titanic staðreyndir Ég held áfram með frásagnir af Titanic en brátt eru 100 ár frá því skip- ið sökk. Æðsti yfirmaður Titanics sem komst lífs af var annar stýri- maðurinn Charles Herbert Lightoller. Af skipstjórnarmönnunum átta komust fjórir lífs af. Engum þeirra átti eftir að hlotnast sú tignarstaða að verða skipstjóri á kaupskipi en Lightoller varð reyndar skipstjóri á herskipum í seinni heimsstyrjöldinni. Ástæða þess hversu margir fórust með skipinu má rekja til þess að ekki var nægjanlegur fjöldi björgunarbáta á því. Skipið hafði 14 björg- unarbáta sem hver um sig gat borið 65 manns. Þá voru til viðbótar tveir björgunarbátar sem hvor um sig tók 40 manns. Að lokum hafði skipið fjóra svokallaða Engelhardt samanfellda báta sem hver gat borið 47. Allt í allt var því pláss fyrir 1.178 manns í þessum bátum eða 216 fleiri en reglur kváðu á um á þeim tíma í Bretlandi. Um borð voru þó 3.547 manns. Á sama tíma var sú krafa gerð í Bretlandi að öll kaup- skip, önnur en farþegaskip, þyrftu að vera með björgunarbúnað fyrir alla um borð á hvorri hlið. Ef eftir því hefði verið farið hefði Titanic orðið að vera með 92 björgunarbáta eða 46 á hvorri síðu. Þá hefði skipið ekki haft næjanlegan stöðugleika til að bera allan þennan búnað. Útgerð skipsins vissi þó að siglingayfirvöld í Bretlandi höfðu verið að hugleiða auknar kröfur til fjölda björgunarbáta sem hefðu haft áhrif á fjölda báta á Titanic. Þar af leiðandi hafði bátauglubúnaður skipsins verið þannig hannaður að síðar meir yrði hægt að bæta við allt að 44 til viðbótar. Utan úr heimi Skipstjórinn á Pacifi c Adventurer hefur verið ákærður fyrir mengun eftir að hafa misst gáma fyrir borð. Ljósmynd: Peter Karberg/Shipspotting. Skipasmíðar í heiminum eru í mikilli lægð sem stend- ur. Ljósmynd: Javier Alonso Castro/Shipspotting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.