Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 34
Bernharð Haraldsson rifjar upp frá
æskuárunum þegar hann og reyndar
gjörvöll íslenska þjóðin fylgdist með
baráttu danska skipstjórans Henrik
Kurt Carlsen við að bjarga skipi sínu
Flying Enterprise í fárviðri suðvestur
af Bretlandseyjum um áramótin 1951-
1952.
Siglingin
Höfnin í Hamborg sefur aldrei, skip
koma og fara, sum niður Saxelfi sem, eft-
ir nærri 1100 km leið frá upptökunum í
Risafjöllum á landamærum Póllands og
Tékkóslóvakíu, fellur út í Norðursjóinn,
mikil lífæð samgangna um aldir, enda
skipgeng alla leiðina til Prag. Önnur
koma úr Norðursjónum og til Hamborg-
ar, það eru skip af öllum gerðum og
stærðum, sem flytja ógrynni varnings til
og frá borginni.
Föstudagurinn 21. desember 1951 var
að kveldi kominn, skemmsti dagur árs-
ins, kaldur og rakur vegna þokunnar,
sem lagði frá ánni. Sólarglætan, sú litla,
sem verið hafði, var horfin, það var
hrollur í körlunum á bryggjunni, þegar
þeir slepptu landfestum gufuskipsins
Flying Enterprise, sem var að leggja af
stað til Bandaríkjanna, átti að vera komið
þangað 3. janúar og þá ætluðu sjómenn-
irnir fjörutíu að fagna bæði jólum og
nýju ári með fjölskyldum sínum og
farþegarnir tíu flestir nýjum heimkynn-
um.
Henrik Kurt
Carlsen, skipstjóri,
stóð í brúnni alla
fyrstu nóttina,
meðan siglt var
niður Saxelfi, bæði
vegna þokunnar,
sem var svo þétt, að
stundum sá ekki
handa skil og einnig
vegna þess, að áin
var ekki alveg
„hrein“ eftir atgang
stríðsins. Ekki var
heldur hægt að
halda björgunar-
æfingu með farþeg-
unum.
Laugardaginn var siglt suður
Norðursjóinn í sæmilegasta veðri, en
slæmu skyggni og farþegunum leið vel,
enginn sýndi merki alvarlegrar sjóveiki.
Sunnudaginn 23. desember, sem við
Íslendingar köllum Þorláksmessu og
sjóðum okkur skötu, hafði þokunni
létt og Flyging Enterprise plægði öldur
Ermasundsins, þessarar þröngu og fjöl-
förnustu skipaleiðar Evrópu og reyndar
alls vesturhvels jarðar, þar sem sigla
verður með gát, bæði í björtu og dimmu.
Á mánudagsmorguninn, aðfangadag,
var aftur komin þoka, en hún hvarf fjótt,
því nú tók að hvessa af norðvestri svo
um munaði og sjó stærði. Carlsen gekk
til náða. Síðdegis, þegar Carlsen kom úr
káetu sinni, hafði
vindhraðinn náð 7
vindstigum með
óreglulegu sjólagi.
Hann talaði þá við
konu sína og dæt-
urnar tvær í
Bandaríkjunum,
hann sagðist hitta
þær eftir 10 daga,
þá yrði hann í höfn.
Um kvöldið reynd-
ist bæði áhöfn og
farþegum erfitt að
borða jólakalkúninn
og borð skipstjór-
ans var autt, Carl-
sen var á vakt í
brúnni. Breska
fraktskipið War
Hawk, var þá skammt frá Flying Enter-
prise í 7 vindstigum og óreglulegum sjó
og lét illa.
Morguninn eftir, á jóladag, sendu
flestar veðurstofur Evrópu frá sér við-
vörun: búast mætti við illviðri og minni
skipum ráðlagt að halda sig í höfn. Carl-
sen ákvað að hægja ferðina niður í 4
hnúta, meðal annars til að hlífa farþeg-
unum við of miklu hnjaski. Undir kvöld
versnaði veðrið og um miðnætti hafði
vindhraðinn náð 12 vindstigum, fárviðri
var skollið á. Þá var Flying Enterprise
um 400 sjómílur suðvestur af Land´s
End, syðsta odda Englands. Margar
strandstöðvar á Bretlandseyjum tilkynntu
um vindstyrk yfir 12 vindstig og talsvert
tjón varð á landi og nokkur skip lentu í
alvarlegum vandræðum. Við suðvestur-
strönd Írlands sökk spænskt fiskiskip,
Argentína, og áhöfnin, 15 manns, fórst.
Að morgni annars dags jóla, 26. des-
ember, hélt Flying Enterprise sjó eða
sigldi mjög hæga ferð. Lítið miðaði skip-
inu þann daginn.
Fimmtudaginn 27. desember var
Carlsen skipstjóri í káetu sinni að búa
sig til að fara á vakt. Klukkan var hálf
sjö. Allt í einu kom mikill slinkur á skip-
ið og honum fylgdu þungir dynkir einn
af öðrum. Það var eins og skipinu hefði
verið lyft upp og því kastað niður af
miklu afli, ekki einu sinni, heldur oftar.
Farþegarnir hentust úr kojum sínum og
allt laustlegt þeyttist um skipið. Illur
grunur vaknaði og reyndist réttur. Flying
Enterprise hafði brotnað miðskips.
Bernharð Haraldsson
HETJA í hafsnauð
Hamborg, þaðan sigldi Carlsen í desember 1951.
SKIPIÐ
Flying Enterprise var smíðað í Wilmingston smiðjunum í Kaliforníu
og var hleypt af stokkunum 7. janúar 1944. Fyrstu árin var það í
eigu Bandaríkjastjórnar og bar nafnið Cape Kumukaki. Árið 1947
eignaðist danski útgerðarmaðurinn Isbrandtsen skipið, og gaf því
nafnið Flying Enterprise, en hann rak umsvifamikla skipaútgerð í
Bandaríkjunum og þegar Flying Enterprise sökk hafði hann um 120
skip í rekstri, en af þeim átti hann aðeins um 20, hitt voru leiguskip.
Skipið var 6.711 burðartonn, 396 fet á lengd, knúið 2 Westinghouse
gufutúrbínum, alls um 4000 hestöfl og ganghraðinn var 14 sjómílur.
48 manna áhöfn var um borð og það gat flutt 10 farþega. Isbrandt-
sen var náfrændi A. P. Møller, útgerðarmanns í Danmörku og í fyrstu
unnu þeir saman, en svo skildi leiðir og Isbrandtsen flutti til
Bandaríkjanna, en Møller varð útgerðarrisi í Danmörku.
34 – Sjómannablaðið Víkingur