Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 42
Nú voru þeir orðnir tveir og það
skipti miklu máli. Eftir að þeir félagar
höfðu matast í loftskeytaklefanum, fóru
þeir út á dekk, vind hafði lægt svo að
hann jafnaðist á við golukaldann í Erma-
sundinu tæpum hálfum mánuði fyrr.
Carlsen sýndi Dancy hvernig auðveldast
væri fyrir þá að ferðast um dekkið, hang-
andi í öryggisvírunum, „eins og apar“.
Þeir ákváðu að hvílast um nóttina í loft-
skeytaklefanum, Carlsen svaf vel, enda
vanur, Dancy lítið og illa.
Laugardagurinn 5. janúar rann upp.
Carlsen vakti Dancy næsta morgun með
spurningunni „Má bjóða þér te?“ Dancy
til furðu hitaði Carlsen vatn í könnu við
loga frá kertunum, sem átt höfðu að
skreyta jólahátíðina. Þeir borðuðu leif-
arnar af kökunni, sem Carlsen hafði
fundið nokkrum dögum fyrr. Þá fóru
þeir um skipið til að leita að þurrum
fötum. Carlsen opnaði fatageymslu með
lykli, fann þar dálítið af fötum, afhenti
Dancy og læsti aftur með lyklinum.
Dancy spurði þá: „Ertu hræddur um
innbrotsþjófa?“ Dæmigerður breskur
húmor.
Árla morguns, hélt tundurspillirinn
Weeks til hafnar, en annar tundurspillir,
Willard Keith, tók við. Tundurspillarnir
voru á vettvangi að skipun bandarísku
flotastjórnarinnar, þarna var bandarískt
skip í hættu. Nú skyldi enn reyna. Með
sameiginlegu átaki tókst þeim með
miklum erfiðismunum að ná dráttar-
tauginni um borð og og festa hana. Tvær
lausar hendur gátu það, sem ein hafði
ekki getað. Þeir veifuðu til Parkers og
hann gaf skipunina „áfram“. Smám
saman strekktist á dráttartauginni,
Flying Enterprise hafði verið tekið í tog.
Í togi
Carlsen sendi Isbrandtsen skeyti:
„Turmoil er kominn með okkur í tog.
Carlsen“.
Hann sendi einnig konu sinni og
dætrum skeyti um að hann myndi
hringja í þær um leið og færi gæfist og
fékk einnig kveðju frá móður sinni í
Danmörku, en hana höfðu blaðamenn
þefað uppi.
Parker, skipstjóra á Tormoil, var
mikill vandi á höndum. Það reyndist
ekki einfalt að draga Flying Enterprise
með um 60° slagsíðu í vondum sjó og
skipið þar að auki með sprungu mið-
skips, sem gæti gliðnað ef illa væri að
verki staðið og þá tæki skipið inn meiri
sjó og þá væri sagan kannski öll. Hann
hafði því dráttartaugina langa, um 2000
fet, helmingi lengri en vanalega og sigldi
fyrir hálfu vélarafli. Tundurspillirinn
sigldi eins og varðhundur með skip-
unum og bægði allri óþarfa umferð frá,
því eftir að veðrið var orðið skaplegra,
flykktust fréttamenn á alls konar skipum
á staðinn, Flying Enterprise var mesta
fréttaefni heimspressunnar. Þannig leið
helgin. Þeir félagar sinntu sínum verkum
um borð, fylgdust með hallanum, voru í
beinu sambandi við tundurspillinn og
dráttarbátinn og reyndu að láta fara eins
vel um sig og hægt var við þessar
aðstæður.
Mánudagskvöldið 7. janúar og á
þriðjudagsmorguninn þann 8. bætti
dálítið í vindinn, og Flying Enterprise
tók á sig meiri sjó, þó ekki til vandræða,
en veðurspáin var ekki hagstæð og á
þriðjudagskvöld er skipin nálguðust
Scilly eyjar, suðvestur af Cornwallskaga,
hvessti verulega, Turmoil hægði ferðina.
Skömmu eftir miðnætti miðvikudags-
ins 9. janúar, vakti Turmoil þá félaga
með háværu flauti. Dráttartógið hafði
slitnað. Það var ákveðið að hafast ekkert
að um nóttina. Samkvæmt útreikningum
Carlsen voru þeir þá innan við 50 mílur
frá landi.
Skipherrann á Willard Keith sendi
skeyti um versnandi veður, 7 vindstig og
versnandi sjó,
hallinn ykist og skipið tæki á sig meiri
sjó en fyrr. Fyrsta verk þeirra félaga var
að reyna að losa leifar dráttartaugar-innar
af pollunum, sem var alls ekki auðvelt í
vaxandi vindi og veltingi. Þeir notuðu
járnsög til að saga vírlykkjuna, söguðu
til skiptis, það var
engan veginn auðvelt. Skyndilega reið
sjór, lík-lega ein 40 fet á hæð, yfir fram-
hluta skipins og hreif Carlsen með sér,
en Dancy féll á dekkið. Carlsen fór út-
byrðis, en honum skolaði að aftur og
hann náði handfestu og komst með
harðfylgi um borð. Þeir sáu, að frekari
vinna við þessar aðstæður var vonlaus og
snéru til síns heima í loftskeytaklefann.
Síðdegis, en þá var skammt til myrkurs,
var ákveðið að gera tilraun til koma
dráttartógi úm borð, en núna í skutnum,
sem stóð hærra, enda hafði Willard Keith
tilkynnti um versnandi veðurspá, og því
var ákveðið að bíða til næsta morguns
með frekari tilraunir. Félagarnir bjuggust
til næturhvíldar, kaldir, örþreyttir, bláir
og marðir. Sjóirnir skullu á skipinu, það
lækkaði æ meir í sjó.
Flying Enterprise sekkur
Fimmtudagsmorguninn 10. janúar til-
kynnti Willard Keith, að ekkert hefði
heyrst til þeirra félaga og veðurfræðingar
hjá BBC sögðu, að enn hefði skollið á
óveður, um 8-10 vindstig. Carlsen hafði
ákveðið að láta ekkert í sér heyra fyrr en
bjart væri orðið.
Eftir samræður við skipstjórana á
Willard Keith og Turmoil var ljóst, að
frekari aðgerðir kæmu vart til greina,
Flying Enterprisr hafði enn lækkað í sjó,
svo mjög, að á „gólfi“ loftskeytaklefans
var 10 cm. sjór og flóttaleið þaðan var að
lokast. Að vísu lét Carlsen þess getið, að
„stríðið vær ekki tapað enn“, en annað
var að koma í ljós. Þeir strengdu tóg frá
brúnni að lunningunni stjórnborðsmeg-
in, eftir því ætluðu þeir að lesa sig er
þeir yfirgæfu skipið, er yrði greinilega
innan skamms.
Um hádegið skýrði Willard Keith frá
því, að björgunarþyrla væri að leggja af
stað þeim til hjálpar. Um kl. tvö síðdegis
skreið Dancy út með aðstoð björgunar-
tógsins og tilkynnti Carlsen, að nú væri
skipið alveg lagst á bakborðshliðina. Þá
Fjölskyldan situr að snæðingi. Carlsen komst á forsíður allra stórblaðanna og í New York var keyrt með
hann um götur og mannfjöldinn fagnaði honum eins og þjóðhöfðingja.
42 – Sjómannablaðið Víkingur