Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 2
104 sóttu um árið 2020
og 361 árið 2021.
Glamúr og gleði
Miss Universe Iceland fór fram með glæsibrag í Gamla bíói í gærkvöldi, en þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin. Alls sextán stúlkur hvaðanæva af
landinu öttu kappi um að næla í kórónuna langþráðu. Mikil gleði og eftirvænting ríkti baksviðs í gærkvöldi þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði,
enda stúlkurnar við það að stíga á svið og uppskera árangur erfiðisins síðustu vikur og mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Hátt í þrjú hundruð börn hafa
fengið efnislega aðstoð frá
Hjálparstarfi kirkjunnar nú
í upphafi skólaárs. Þá hefur
aðsókn aldrei verið meiri hjá
Fjölskylduhjálp Íslands.
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG 136 fjölskyldur, þar með
talin 292 börn, hafa fengið efnislega
aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
undanfarna daga. „Aðsóknin er
mun meiri núna en í fyrra,“ segir
Áslaug Arndal, hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar, en á síðasta ári feng-
um 200 börn efnislega aðstoð frá
hjálpar starfinu í upphafi skólaárs.
Áslaug segir úthlutun hafa gengið
mjög vel, flesta vanti útiföt og skóla-
töskur fyrir veturinn. „Fólk hefur
verið mjög duglegt að koma með
útiföt og skólatöskur til okkar svo
við eigum nóg fyrir alla. Það er
dásamlegt hvernig fólk hefur brugð-
ist við og aðsóknin er það mikil að
við munum hafa opið aftur á föstu-
daginn,“ segir Áslaug, en opið verður
á milli 10 og 12 á morgun.
Spurð að því hvort að hver sem
er geti komið og þegið hjálp, segir
Áslaug alla þurfa að veita ákveðnar
persónuupplýsingar til að hægt
sé að veita hjálpina. „Margir sem
eru að koma núna hafa komið til
okkar áður svo við þekkjum þeirra
aðstæður, en fólk þarf að sýna okkur
fram á að börnin sem um ræðir séu
þeirra börn og þar fram eftir göt-
unum,“ segir hún.
Áslaug segir stóran hluta þeirra
sem leitað hafi eftir hjálp undanfar-
ið vera flóttafólk frá Úkraínu. „Bæði
það og fólk frá öðrum löndum sem
er kannski ekki alveg komið inn í
samfélagið og komið með vinnu
og svona en börnin komin í skóla.
Svo komu líka margir hingað í f lýti
og tóku ekki allt sitt dót með, eins
og skólatösku og vetrarföt,“ segir
Áslaug.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, for-
maður Fjölskylduhjálpar Íslands,
tekur undir orð Áslaugar og segir
að mikið hafi verið að gera undan-
farið í Fjölskylduhjálpinni. Bæði á
markaði þeirra, þar sem hægt sé að
versla föt á afar lágu verði sem og í
matarúthlutunum.
„Og ekki bara undanfarið heldur
hefur verið mjög mikið að gera
allt þetta ár, aðsóknin hefur aldrei
verið meiri,“ segir Ásgerður og tekur
dæmi:
„Vanalega erum við með átta
stóra úthlutunardaga í mánuði en
í ár höfum við úthlutað mat alla
virka daga. Bara í gær á Suður-
nesjum úthlutuðum við mat til 137
heimila,“ segir hún.
Ásgerður segir að á þeim 26 árum
sem hún hafi unnið í þágu fátækra
hafi hún ekki séð neina breytingu
til batnaðar. „Þetta er frekar að
verða harðara og harðara. Maður
skilur bara ekki hvað pólitíkusarnir
eru rólegir yfir þessu, vandamálið
er risastórt og ég er viss um að
ráðamenn fái taugaáfall þegar
tölurnar frá okkur fyrir árið verða
gefnar út,“ segir Ásgerður. n
Fjölda barna og fjölskyldna
vanhagar um föt og mat
Á síðasta ári fengu 200 börn aðstoð í upphafi skólaárs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Áslaug Arndal
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
birnadrofn@frettabladid.is
ÚTLENDINGAMÁL Á fyrstu sjö mán-
uðum ársins hafa 489 einstakling-
ar frá Venesúela sótt um vernd á
Íslandi. Það er mikil fjölgun frá
árunum á undan en 361 einstakl-
ingur frá Venesúela sótti um vernd
á Íslandi á síðasta ári og árið 2020
voru umsóknirnar 104.
Á tímabilinu janúar til og með júlí
sóttu 2.318 einstaklingar um vernd
hér á landi. Þar af voru rúmlega
fjórtán hundruð frá Úkraínu, 83 frá
Palestínu og 43 frá Írak. Langflestar
umsóknir bárust í mars, sem má
rekja til innrásar Rússa í Úkraínu
sem hófst í lok febrúar. n
Mörg hundruð frá
Venesúela sótt um
alþjóðlega vernd
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Þarna teljum við að það
sé verið að mismuna fólki á þeim for-
sendum hvaða farartæki það velur
sér,“ segir Steinmar Gunnarsson rit-
ari Sniglanna, en bifhjólafólk er ósátt
við að lögreglan krefji þá sem ætla í
árlega hópkeyrslu bifhjólaklúbbsins
ARNA 3. september í Njarðvík að
skrá sig með rafrænum skilríkjum.
Steinmar situr einnig í stjórn
FEMA, evrópskra hagsmunasam-
taka bifhjólafólks. Þar sendi hann
póst á sína kollega og lýsti mála-
vöxtum. „Allir sem hafa svarað,
sama hvort það er í Noregi, Svíþjóð,
Grikklandi eða Írlandi eða hvar,
segja að svona nokkuð hljóti að
brjóta í bága við persónuverndar-
lög,“ segir hann.
Hann segir að Sniglar hafi haldið
hópakstur þann 1. maí um árabil
þar sem enginn þurfi að skrá sig og
allt sé unnið vel í samvinnu við lög-
reglu og borgina. Steinmar er búinn
að senda erindi á persónuvernd og á
umboðsmann alþingis. Samkvæmt
lögreglunni er ástæða skráningar-
innar eftirlit með skipulögðum
glæpasamtökum sem notast við
mótorhjól. n
Bifhjólamenn ósáttir við skráningu
Bifhjólafólk þarf að skrá sig með
rafrænum skilríkjum ef það vill aka
með félögum sínum.
Mótmæli í Venesúela í mánuðinum.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
2 Fréttir 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ