Fréttablaðið - 25.08.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 25.08.2022, Síða 4
bth@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL „Ég get ekki sagt að þessi vaxtahækkun hafi komið á óvart, ég átta mig á að Seðlabankinn hefur áhyggjur af verðbólgunni en stóra málið nú er hvernig stjórnvöld bregðast við almennum verðhækk- unum,“ segir Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og for- mannsefni. Kristrún bendir á að fjöldi ungs fólks hafi tekið há húsnæðislán eftir að fjármálaráðherra og seðlabanka- stjóri hafi talið þjóðinni trú um að lágvaxtaumhverfi væri komið til að vera hér á landi. „Margt ungt fólk er að fá mjög þungan skell.“ Tekjulágir og þeir sem sjái fram á stóraukna greiðslubyrði þurfi sér- tækar mótvægisaðgerðir. Dæmi um Stýrivaxtahækkunin mjög þungur skellur fyrir ungt fólk Kristrún Frostadóttir. slíkt gætu verið útfærsla á auknum vaxtabótum fyrir þá sem skulda há lán vegna kaupa á fyrstu eign. „Vaxtabótakerfið er alveg farið, það eru ótrúlega fáir sem fá vaxta- bætur núna,“ segir Kristrún. Í  Covid  var að sögn Kristrún- ar skrúfað frá miklu lánsfjármagni sem bönkunum var falið að stýra. Í stað þess að beina fénu til ein- staklinga og fyrirtækja í neyð hafi féð farið inn á eignamarkaðinn. Það hafi verið hagstjórnarmistök Nú þurfi að vinna í því hvernig við náum þessu fjármagni aftur út úr kerfinu. „Það þarf að draga úr þenslunni en við þurfum líka að átta okkur á rótinni. Helmingurinn af verð- bólgunni er húsnæðisverðbólga og á henni bera stjórnvöld ábyrgð,“ segir Kristrún. n olafur@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Dagblöð framtíðar verða rafræn en ekki prentuð. Meirihluti áskrifenda The Wall Street Journal hefur rafræna áskrift. Vaxandi meirihluti auglýsinga- tekna WSJ, og fleiri blaða sem hafa boðið upp á vefáskriftir jafnframt hefðbundnum prentáskriftum, kemur nú vegna stafrænna aug- lýsinga. Dagblöð hafa reynt fyrir sér á vefnum í meira en tvo áratugi. Þró- unin frá prentun í stafrænt hefur verið stöðug og vaxandi. Covid breytti mik lu. Þegar aðfangakeðjan rofnaði varð skortur á pappír. Mörg stór dagblöð víðs vegar í heiminum, sem ávallt höfðu komið út sjö daga vikunnar og sum jafnvel oftar en einu sinni á dag, fækkuðu útgáfudögum. Blaðaút- gáfa er því óðum að breytast og lík- legt að hins prentaða dagblaðs bíði örlög risaeðlunnar. Ekki mun þó komið að því. Reynsla bandarískra bæjarblaða bendir til þess að þó að framtíðin liggi í hinu rafræna sé hið prentaða blað enn mikilvægt, ekki síst til að stýra lesendum yfir á vefútgáfuna. Sem kunnugt er ætla útgefendur BT í Danmörku að taka stökkið um áramót. Kannski eru Evrópumenn komnir lengra í þessum efnum en Bandaríkjamenn. Tilraun BT getur leitt í ljós hvort svo sé. n Skjárinn tekur við af lúgunni BT ætla að taka stökkið um áramót. FIAT.IS • ISBAND.IS FULLKOMINN Í BORGARFERÐIR „Ítölsk hönnun hefur alltaf veitt okkur í HAF studio mikinn innblástur og þess vegna varð rafknúinn Fiat 500e fyrir valinu.“ Haf steinn Júlí us son og Karítas Sveins dóttir NÝ SENDING Á LEIÐINNI – TRYGGÐU ÞÉR EINTAK ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA Leitt og ósanngjarnt að ég skuli þurfa að sitja undir því ámæli að ég vilji bjóða Sighvati Björgvinssyni en ekki Jóni Baldvini á við- burð af þessu tagi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hátíð með þremur forsetum Eystrasaltslanda veldur ósætti. Misskilningur, segir forseti Íslands. Fyrrverandi ráðherra segist ekki una því að vera kallaður ósannindamaður. bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, segir að alltaf hafi staðið til að bjóða Jóni Bald- vini Hannibalssyni, fyrrum utan- ríkisráðherra, til hátíðar sem fram fer á morgun með forsetum Eystra- saltsríkjanna. Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra af þakkaði í gær í bréfi til forsetaskrifstofu boð á þingið. Jón Baldvin mun einnig sitja heima. Deilt hefur verið um tímalínu og atburðarás. Embætti forseta Íslands segist hafa haft upplýsingar um tvö netföng Jóns Baldvins, sem kann að skýra misræmi í frásögn- um hlutaðeigandi. Annað boðið var sent klukkan 11.24 á mánudag, hitt boðið kl. 14.06. Forsetaemb- ættið viðurkennir að æskilegt hefði verið ef fundarboðið hefði verið sent fyrr. Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra og samflokksmaður Jóns Baldvins, telur að ef hann hefði ekki gripið inn í með símtali við forsetaskrifstofu hefði Jóni Bald- vini mögulega ekki verið boðið til samkundunnar. Það hefði verið hneyksli því Jón Baldvin sé lykil- maður í sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Um það hvort við hæfi hefði verið að bjóða Jóni Baldvini að f lytja ræðu á þinginu segir forseta- embættið: „Forseti sá fyrir sér að fyrrverandi utanríkisráðherra myndi ræða við forseta Eystrasaltsríkjanna og aðra gesti að loknum fyrirlestrinum í hátíðarsal Háskóla Íslands.“ Jón Baldvin mun þó ekki ræða Sighvatur og Jón sitja báðir heima Blásið hefur um forsetaemb- ættið vegna lýðræðishátíðar sem fram fer á morgun. Að minnsta kosti tveir fyrrverandi ráðherrar ætla að sitja heima. Forsetaemb- ættið segir deiluna byggða á misskilningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR við forsetana eins og að var stefnt, því hann ætlar ekki að þiggja boðið. Hann sagði á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi að þrátt fyrir ásakanir um of beldi hefði hann engan dóm hlotið. Sum málanna gegn honum væru dellumál. Sighvatur Björgvinsson telur einnig ljóst að ásakanir hafi haft áhrif. Sighvatur ætlar ekki frekar en Jón að þiggja boð stjórnvalda og HÍ að heiðra þingið með nærveru.  Í bréfi sem Sighvatur sendi for- setaembættinu í gær segir að fyrri boð embættisins til Jóns Baldvins hafi verið send á um tíu ára gamalt og úrelt tölvupóstfang Jóns. Ólíkt öðrum hafi ekki verið haft sam- band við Jón Baldvin fyrir síðustu helgi til að kanna hvort upplýsingar um netföng væru réttar. Þess vegna hefði Jón Baldvin ekki fengið nein boð fyrr en eftir að hann aðhafðist. „Og svo segir í athugasemd for- setaskrifstofunnar að ósatt sé með öllu að Jón Baldvin hafi ekki fengið boðskortið samhliða öðrum boðs- gestum. Sem sé, að ég sé ósann- indamaður,“ skrifar Sighvatur. „Vildir þú kannske heldur að ég mætti og nýtti tækifærið til þess að vekja athygli forseta Eystra- saltslandanna á því, að Jón Bald- vin sé fjarstaddur og hvergi sé ráð fyrir því gert, að hann verði á vegi þeirra?“ bætir Sighvatur við Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að tal Sighvats um meinta hundsun Jóns Baldvins sé á misskilningi byggt. „Mér þykir það leitt og ósann- gjarnt að ég sem hef rannsakað þessa sögu meira en nokkur annar hér á landi, skuli þurfa að sitja undir því ámæli að ég vilji bjóða Sighvati Björgvinssyni en ekki Jóni Baldvini á viðburð af þessu tagi,“ sagði Guðni forseti í viðtali á Hringbraut. n 4 Fréttir 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.