Fréttablaðið - 25.08.2022, Page 6

Fréttablaðið - 25.08.2022, Page 6
Hvað er það sem er endir á stríðinu fyrir okkur? Áður sögðum við: Friður. Nú segjum við: Sigur. Volodymyr Ze- lenskyj, forseti Úkraínu 35%afsláttur af gagnvarinni furu Tímabundið tilboð til 4. september Frír flutningur á pallaefni innan höfuðborgarsvæðisins ef keypt er fyrir 500.000 kr. eða meira Frír flutningur Gerðu verðsamanburð thorgrimur@frettabladid.is TAÍLAND Stjórnlagadómstóll Taí- lands leysti Prayut Chan-o-cha, forsætisráðherra landsins, tíma- bundið frá störfum í gær á meðan tekið verður til athugunar hvort hann megi gegna embættinu lengur samkvæmt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt stjórnarskrá Taí- lands má forsætisráðherrann ekki sitja lengur en alls átta ár. Prayut hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2014, þegar hann leiddi her- foringjabyltingu gegn borgara- legum stjórnvöldum. Andstæðingar Pray uts telja því að honum beri að víkja umsvifalaust úr embætti, en Prayut og samherjar hans telja að átta ára hámarksseta í embætti eigi að miðast við upptöku núgildandi stjórnarskrár Taílands, sem var inn- leidd árið 2017. Enn aðrir telja að miða eigi við árið 2019, þegar Prayut var kjörinn forsætisráðherra borgaralegrar ríkisstjórnar og fimm ára herstjórn hans leið formlega undir lok. Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu beri að miða við árið 2017 eða 2019, og myndi Prayut taka aftur við störfum gæti hann gegnt embættinu til ársins 2025 eða 2027, að því gefnu að hann hljóti náð fyrir augum kjósenda. n Forsætisráðherra Taílands settur af Prayut Chan-o-cha ávarpar fjölmiðla þann 16. ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Barnaheill hefur í dag söfnun til styrktar þróunarverkefni samt akanna í Síer ra Leóne. Verkefnið hófst í haust og snýr að því að auka fræðslu um ofbeldi í tíu skólum í landinu. Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir verkefnið strax hafa sýnt árangur. „Við sjáum það strax að þessi fræðsla skiptir miklu máli en í Síerra Leóne er mikið um of beldi, þar verða tvær af hverjum þremur stúlkum fyrir kynferðisof beldi,“ segir hún. „Þá er mjög mikið um of beldi í skólum en þar verða 90 prósent nemenda fyrir einhvers konar ofbeldi,“ bætir hún við. Kolbrún segir að í verkefninu felist meðal annars það að gera til- kynningaleiðir skýrari og aðgengi- legri og fræða þorpshöfðingja, kennara, foreldra og annað fullorðið fólk um umskurð kvenna, barna- hjónabönd og þunganir unglings- stúlkna „86 prósent stúlkna í landinu eru umskornar og margar stelpur líta á það sem leið til að gerast meðlimir í samfélaginu, en þær vita ekki hvað umskurður er svo við fræðum þær meðal annars um það,“ bætir Kol- brún við. Hún segir að í kjölfar verkefnis- ins hafi í einu þorpi landsins verið settar sektir við því að foreldrar beiti börn sín ofbeldi. „Slíkir þættir hafa mikil áhrif, þarna er mikil fátækt svo sektir þurfa ekki að vera háar til að þær hafi áhrif.“ Söfnunin fer fram með sölu arm- banda sem búin eru til í Síerra Leóne og verða til sölu í verslunarmið- stöðvum um land allt og á heima- síðu Barnaheilla. n Níu af hverjum tíu nemendum beittir ofbeldi af einhverju tagi í Síerra Leóne Barnaheill eykur fræðslu um ofbeldi fyrir íbúa Síerra Leóne. MYND/AÐSEND Forseti Úkraínu sagði í gær á þjóðahátíðardegi Úkraínu sem jafnframt markaði að sex mánuðir voru liðnir frá innrás Rússa inn í landið, að við inn- rásina hefði ný þjóð komið fram á sjónarsviðið. thorgrimur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Úkraínumenn fögnuðu 31 árs afmæli sjálfstæðisyfirlýsingar Úkraínu á þjóðhátíðardegi sínum í gær. Haldið var upp á daginn í skugga áframhaldandi innrásar Rússa í landið, en nú eru jafnframt liðnir um sex mánuðir síðan inn- rásin hófst. „Ný þjóð kom fram á sjónarsviðið þann 24. febrúar klukkan fjögur að morgni,“ sagði Volodymyr Zelen- skyj, forseti Úkraínu, í þjóðhátíðar- ávarpi sínu. „Hún fæddist ekki, heldur endurfæddist. Þjóð sem grét ekki, öskraði ekki og óttaðist ekki. Hljóp ekki burt. Gafst ekki upp. Gleymdi ekki neinu.“ Fögnuðinum í höfuðborginni var stillt í hóf, þar sem fjöldaviðburðir höfðu verið bannaðir af ótta við að þeir yrðu skotmörk Rússa eða ykju líkur á árásum. Zelenskyj forseti sagði í gær að hver nýr dagur væri ástæða til að gefast ekki upp. „Vegna þess að við höfum gengið í gegnum svo mikið, höfum við enga ástæðu til að kom- ast á endastöð. Hvað er það sem er endir á stríðinu fyrir okkur? Áður sögðum við: Friður. Nú segjum við: Sigur,“ sagði Zelenskyj. Forsetinn heimsótti Vegg hinna- föllnu varnarliða í höfuðborginni ásamt eiginkonu sinni, Olena Zelenska. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Kænugarðs í tilefni dagsins og gekk um nánast mannlausar götur borgarinnar ásamt Zelenskyj og fylgdarliði hans. „Það sem gerist í Úkraínu skiptir máli fyrir okkur öll,“ skrifaði Johnson á eigin Twit- ter-síðu. „Þess vegna mun Bretland áfram standa með úkraínskum vinum sínum. Ég trúi því að Úkra- ína geti og muni vinna þetta stríð.“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt nýjan hjálparpakka til Úkraínu upp á tæpa þrjá milljarða dala, eða um 422 milljarða íslenskra króna. Johnson lofaði jafnframt hernaðaraðstoð upp á 63,5 milljónir dala, eða 8.970 milljónir króna. Hamingjuóskir sumra annarra þjóðarleiðtoga voru ekki eins vel séðar. Úkraínumenn neituðu að taka við hamingjuóskum Alexanders Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rúss- lands, sem óskaði nágrannalandi sínu „friðsæls himins, umburðar- lyndis, hugrekkis, styrks og vel- gengni.“ Lúkasjenko er bandamaður Vla- dímírs Pútín Rússlandsforseta og hefur leyft Rússum að gera árásir inn í Úkraínu og skjóta eldflaugum af hvít-rússneskri grundu. n Úkraína endurfæddist við innrásina segir Zelenskyj Úkraínumenn höfðu ónýta rússneska skriðdreka til sýnis á þjóðhátíðinni í Kænugarði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 6 Fréttir 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.