Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 10

Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Er ætlunin að ógna orðspori Íslands sem áhuga- verðs áætlunar- staðar með gengdar- lausri verð- bólgu … Raunhæft er að raf- og/eða vetniskn- únar far- þegaflug- vélar verði teknar í notkun á þessum áratug. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Ísland er að stimpla sig inn í hugum ferða- manna sem dýrasta land í Evrópu – og þótt víðar væri leitað um álfur og alla kima heimskringlunnar. Og enda þótt dýrtíðin hér á landi hafi verið þekkt um nokkra árafjöld – og það langt út fyrir land- steinana – hefur óhófið í verðlagningunni jafnan verið í námunda við önnur dýrkeypt- ustu ferðamannalöndin í heimi hér. En nú er að verða breyting á. Eftir margra missera kreppu farsóttartímans er Ísland að stökkva fram úr öðrum dýrustu löndunum í græðgi og ógegnd, svo sem Noregi sem löngum hefur verið á pari við Ísland hvað okrið varðar. Fréttablaðið hefur á undanförnum dögum birt fréttir af því að verðlagning á nokkrum viðamestu þáttum ferðaþjónustunnar, svo sem hótelgistingu og bílaleigum, er að nálgast slíkar himinhæðir að önnur helstu fésugulöndin eru að verða hálfdrættingar á við Ísland. Og hér tala tölur enga tæpitungu. Nætur- gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Reykjavík kostar meira en tvöfalt það sem sambærileg hótel á besta stað í miðborg Osló heimta af ferðamanninum á háannatíma. Það sama á við um bílaleigur. Hægt er að leigja nú um stundir hefðbundinn fólksbíl í Noregi á helmingi lægra verði en á Íslandi. Og hrökkva menn þó í kút yfir óhæfunni í Noregi. Forkólfar ferðaþjónustunnar á Íslandi verða að fara að hugsa sinn gang í þessum efnum. Er ætlunin að ógna orðspori Íslands sem áhuga- verðs áætlunarstaðar með gegndarlausri verðbólgu, svo óstjórnlegri að fara verður að afskrifa stærstan hluta ferðamanna hingað til lands, sjálfan millitekjuhópinn, sem jafnan hefur verið hryggjarstykkið í túristaflórunni hér á landi? En vandinn er víðtækari. Þjónustan hér á landi er oft og tíðum lélegri en gengur og gerist í þeim löndum sem verðleggja sig sem helstu lúxus-áfangastaði heimsins. Hjá nokkrum smærri bílaleigum landsins, þar sem lukkuriddararnir ráða ríkjum í skjót- gróðahugsuninni einni saman, er verið að leigja bíla sem eru hátt í tíu ára gamlir og eknir 200 þúsund kílómetra, svo sem dæmin sanna. Og kunnar eru sögurnar af bilunum þessara bíla, þegar leigutakarnir hafa þurft að panta dráttar- bíl og sitja svo sjálfir uppi með kostnaðinn af klúðrinu, á þriðja hundrað þúsund krónur. Þetta eru dæmisögurnar sem heyrast frá Íslandi. Og berast út um allan heim. Spurningin er þá líka sú hvenær komið verður að skulda- dögum? n Skuldadagar Í vikunni náðist merkur áfangi í íslenskri flugsögu þegar forseti Íslands og forsætisráðherra voru farþegar með fyrstu rafmagnsflugvél á Íslandi. Þar með voru stigin fyrstu skref í orkuskiptum í flugi sem eru ekki lengur hluti af fjarlægri framtíð heldur nauðsynleg þróun sem er þegar hafin. Flugsamgöngur stuðla að hagsæld, tengja fólk og menningarheima, viðhalda alþjóðasamskiptum og við- skiptum. Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi sem eigum mikið undir góðum flugsamgöngum innanlands sem utan. Við hjá Icelandair lítum á það sem lykilhlut- verk okkar að tengja landið og að starfsemi okkar hafi jákvæð áhrif á samfélag, efnahag og umhverfi. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið í lofts- lagsmálum, ætlum að draga verulega úr kolefnislosun á hvern tonnkílómetra fyrir árið 2030 og ná kolefnis- hlutleysi árið 2050. Til að ná settu marki þurfum við að horfa til margra þátta, svo sem nýrrar tækni og notkunar á sjálfbæru eldsneyti. Eiginleg orkuskipti í f lugi munu hefjast í innan- landsflugi. Raunhæft er að raf- og/eða vetnisknúnar farþegaflugvélar verði teknar í notkun á þessum áratug. Þær gætu gjörbylt innanlandsflugi hér á landi. Ísland er í einstakri stöðu til að vera í fararbroddi á þessu sviði vegna stuttra flugleiða og aðgangs að grænni orku. Samstarf er lykillinn að því að viðhalda lífskjörum hér á landi á sama tíma og við náum markmiðum okkar í loftslagsmálum sem mun krefjast mikilla fjár- festinga í nýsköpun og tækni. Jafnframt er mikilvægt að stjórnvöld grípi ekki til skattlagningar heldur skapi umhverfi og hvata til þess að hraða þessari þróun. Flug fyrstu rafmagnsflugvélar á Íslandi er upphafið að þessu mikilvæga samstarfi. Til þess að nýta þau sóknarfæri sem eru til staðar svo Ísland verði í fremstu röð þegar kemur að orkuskiptum í flugi þurfum við að byggja á þessu samstarfi og efla það. Við hjá Icelandair hlökkum til að taka þátt í þeirri vinnu. n Straumhvörf í íslenskri flugsögu Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair benediktboas@frettabladid.is Akreinablús í Bústaðahverfi Sitt sýnist hverjum um boðaða fækkun akreina á Háaleitis- braut. Sumir íbúar þar í kring eru hræddir við framkvæmda- hraðann sem borgin lofar. Er sagt að þrengingar og annað sem til þarf verði búið í desember. Sumir eru hræddir um að lokast hreinlega inni í hverfinu eða komast ekki heim til sín, enda hefur borgin verið í gatnaraski við Sprengisand síðan elstu menn muna og lítill sjáanlegur hraði á því dæmi. Og nú á að tækla Bústaðaveginn nokkru vestar. Borgarframkvæmdir eru yfirleitt mun lengur í fram- kvæmd en venjulegar fram- kvæmdir og því skiljanlegt að íbúar séu uggandi. Fátt er svo með öllu illt Það eru þó sumir sem sjá ljósið við enda hinna þröngu gatna- móta. Það eru ekki allir hrifnir af bílum og eiga jafnvel ekki slíkan fararskjóta. Í ummælum við færslur í hverfishópum á Facebook má þannig sjá örlitla ljóstýru. Sumir jafnvel spá því að kaffihús og blómaverslanir opni í kjölfarið á því að tvær beygju- akreinar fari og Háaleitisbraut missi eina akrein í hvora átt. Kaffi Vest opni útibú sem kallast Kaffi 108 nánast akkúrat þar sem beygjuakreinarnar voru. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, var eitt sinn sungið. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.