Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 12
Hvað kom
Íslending-
um þetta
við? Áttu
þeir að
sýna sam-
stöðu með
smáþjóð-
um í lífs-
og sálar-
háska? Eða
áttu þeir
að lúffa
eins og
venjulega –
halda kjafti
og selja
sinn fisk?
Kemur fiskur í staðinn fyrir „foreign
policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn
fyrir mannréttindi? Hagsmunir í
staðinn fyrir hugsjónir – grund-
vallarsjónarmið?
Þetta var meðal þeirra spurninga,
sem Eiríkur heitinn Guðmundsson
í Víðsjá (RÚV) reifaði í þætti sínum
fyrir nokkrum árum. Allt saman
þýðingarmiklar spurningar – og
tilefni til að leita svara – ærin. Lífs-
háski Úkraínu- og Palestínumanna
frammi fyrir yfirþyrmandi her-
valdi; sjálfsákvörðunarréttur þjóða
frammi fyrir hernaðarástandi;
mannréttindi hinna varnarlausu
frammi fyrir drápsmaskínum
styrjalda.
Kemur þetta okkur við?
Eiríkur fékk dr. Guðna Th. Jóhann-
esson – annálaðan sagnfræðing
og virtan álitsgjafa, til að ganga til
spurninga. Er lífið saltfiskur? var
spurt – og svar sagnfræðingsins
var: „Já“.
Þora Íslendingar að styðja lög og
rétt í samskiptum þjóða? Eða lúffa
þeir alltaf, þegar á reynir, ef komið
er við pyngjuna? Ef fiskmarkaðir eru
í hættu? Svar sagnfræðingsins var:
Lífið er saltfiskur – Íslendingar lúffa
alltaf, þegar á reynir.
Svo barst talið að sjálfstæðisbar-
áttu Eystrasaltsþjóða og stuðningi
Íslands við hana, frammi fyrir hern-
aðarof beldi Sovétríkjanna sálugu.
Þar var sama sagan, sagði sagn-
fræðingurinn. Þegar Sovétstjórnin
hótaði Íslendingum að þeir þeir
skyldu hafa verra af „runnu tvær
grímur á okkar menn“. Þetta verður
ekki skilið á annan veg en þann, að
þá hafi íslensk stjórnvöld látið sér
segjast. Lúffað eins og venjulega –
enda fiskmarkaður í Sovétríkjunum
í húfi, og olía og bensín í staðinn –
sjálft lífsblóð hagkerfisins.
En er þetta satt?
Nú eru liðnir rúmir þrír áratugir frá
því að þessar smáþjóðir við Eystra-
salt sluppu út úr þjóðafangelsi
Sovétríkjanna og fengu endurreist
sjálfstæði sitt viðurkennt að lögum
og í reynd. Á árunum 1987-92 háðu
þessar þjóðir tvísýna sjálfstæðis-
baráttu við ofurefli. Þetta voru her-
numdar þjóðir (eins og Palestína)
og áttu við ofurefli að etja (eins og
Úkraínumenn).
Stuðningur leiðtoga vestrænna
lýðræðisríkja lét á sér standa vegna
meiri hagsmuna af samningum við
leiðtoga Sovétríkjanna um gagn-
kvæma afvopnun og endalok kalda
stríðsins.
Hvað kom Íslendingum þetta við?
Áttu þeir að sýna samstöðu með
smáþjóðum í lífs- og sálarháska?
Eða áttu þeir að lúffa eins og venju-
lega – halda kjafti og selja sinn fisk?
Svar sagnfræðingsins var, að þegar
á reyndi, hefðu Íslendingar lúffað
eins og venjulega. Þetta er í sam-
ræmi við kenningar, sem kenndar
eru í háskólum í nafni stjórnvísinda
og alþjóðatengsla, að smáþjóðir eigi
ekki erindi upp á dekk í alþjóða-
málum; þær sitji yfirleitt og standi,
eins og þeim er skipað af gera, af
stórveldum.
En er þetta satt? Hvers vegna
nefna þá Eistlendingar torgið fyrir
framan utanríkisráðuneyti sitt (sem
áður hýsti aðalstöðvar kommún-
istaf lokksins) Íslandstorg? Hvers
vegna skýrðu Litháar götu í grennd
við þinghúsið sitt Íslandsgötu?
Hvers vegna reistu Lettar minnis-
merki við Túngötuna í Reykjavík – í
kallfæri við rússneska sendiráðið –
í þakklætisskyni við íslensku þjóð-
ina? Fyrir hvað?
Látum staðreyndirnar tala sínu
máli:
Í janúar 1991 ákváðu Kremlverj-
ar að binda endi á sjálfstæðisbrölt
þessara þjóða í eitt skipti fyrir öll –
með hervaldi. Lýðræðislega kjörnar
ríkisstjórnir þessara þjóða sendu
frá sér neyðarkall með beiðni um
stuðning.
Utanríkisráðherra Íslands var
sá eini, sem hlýddi kallinu. Hann
mætti á vettvang, lýsti yfir pólitísk-
um og siðferðilegum stuðningi og
gerði sitt besta til að skýra málstað
þeirra fyrir alþjóðasamfélaginu.
Ríkisstjórn Íslands, undir for-
sæti Steingríms Hermannssonar,
skoraði á Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna að láta málið til sín taka,
stöðva blóðsúthellingar og beita sér
fyrir friðsamlegri lausn deilumála.
Sovétstjórnin mótmælti þessu
framferði íslenskra stjórnvalda
harðlega sem „íhlutun um innri
málefni Sovétríkjanna“. Íslenski
sendiherrann í Moskvu var kallað-
ur á teppið og sá sovéski í Reykjavík
kallaður heim. Þetta er næsti bær
við að slíta stjórnmálasambandi.
Hótun um að rifta viðskiptasamn-
ingum fylgdi í kjölfarið.
Og þá er komið að kjarna máls-
ins: Hver voru viðbrögð íslenskra
stjórnvalda? Lúffuðu þau – eða
héldu þau stefnu sinni til streitu?
Utanríkisráðherrann brást við
með því að setja saman lögmanna-
teymi (fékk m.a. léðan atbeina
þjóðréttarfræðings frá Eistlandi,
sem var sovéskum hnútum kunn-
ugur) til að svara mótmælaorð-
send ing u Sovét st jór na r inna r
málefnalega. Í þessu skjali voru
færð fyrir því þjóðréttarleg rök,
að Íslendingar hefðu ekki gert sig
seka um íhlutun um innanlands-
mál Sovétríkjanna af þerri ein-
földu ástæðu, að hernám og inn-
limun Eystrasaltsþjóða í Sovétríkin
hefðu verið ólögleg á sínum tíma.
Þjóðfulltrúaráð Sovétríkjanna
(e. Congress of Peoples‘ Deputies)
hefði þá þegar viðurkennt þetta
með því að lýsa Molotov- Ribben-
trop samninginn, sem var upp-
haf seinni heimsstyrjaldarinnar
og seldi Eystrasaltsþjóðir – þ.m.t.
Finnland – undir ógnarstjórn Stal-
íns, ólöglegan.
Sérhagsmunir eða
þjóðarhagsmunir?
Þessi afstaða var studd ítarlegum -,
þjóðréttarlegum rökum um skuld-
bindingar Sovétstjórnarinnar skv.
alþjóðasáttmálum og samningum
um að virða lög og rétt í samskipt-
um þjóða – einkum þó Helsinki-
sáttmálann frá 1975.
Landsbergis, leiðtogi sjálfstæðis-
hreyfingar Litháen, sagði undirrit-
uðum síðar, að þarna birtist besta
greining á þjóðréttarlegri stöðu
Eystrasaltsþjóða, sem hann hefði
séð. Hún hefði komið að góðum
notum síðar í samningum við
Sovétmenn um heimkvaðningu
hernámsliða. Það væri kannski ráð
að falast eftir aðgangi að þessari
skýrslu við utanríkisráðuneytið?
Var þá ekkert hugsað um fisk
og olíu fyrir fiskiskipaflotann? Jú,
að sjálfsögðu – enda væri það full-
komið ábyrgðar- og fyrirhyggjuleysi
að gæta ekki viðskiptahagsmuna
þjóðarinnar. Það tilheyrir nú bara
hinu daglega uppvaski. Viðskipta-
hagsmuna þjóðarinnar er svo best
gætt með því að leita markaða, þar
sem bjóðast hæstu verð fyrir mestu
gæði vöru og þjónustu. Þá markaði
var ekki að finna í Sovétríkjunum,
sem voru bæði í efnahagslegri og
pólitískri upplausn á þessum árum.
Þörfum þjóðarbúsins fyrir olíu og
bensín var auðvelt að fullnægja fyr-
irhafnarlítið á öðrum mörkuðum.
Þetta var að sjálfsögðu tryggt.
Auðvitað hefðu einstök fyrir-
tæki, sem voru orðin hagvön í fyrir-
hafnarlausri tilveru á Sovétmark-
aðnum í skjóli milliríkjasamninga,
orðið fyrir tímabundnum skakka-
föllum. Þarna þurfti því að ákveða,
hvort ætti að ráða: sérhagsmunir
einstakra fyrirtækja eða íslenskir
þjóðarhagsmunir. Þjóðarhagsmunir
smáþjóða eru ævinlega að styðja við
lög og rétt og friðsamlegar lausnir í
deilumálum þjóða. Það varðar bæði
sjálfan tilverugrundvöll þeirra og
orðstír.
Í trássi við stórveldin
Allan tímann hélt íslenski utan-
ríkisráðherrann áfram að tala máli
þessara þjóða á vettvangi alþjóða-
stofnana – svo sem S.Þ., NATO og
Öryggis-og samvinnustofnunar
Evrópu – þar sem rödd þeirra sjálfra
heyrðist ekki. Það var reyndar í
óþökk - ekki bara Sovétstjórnar-
innar – heldur líka helstu leiðtoga
Vesturveldanna, sem töldu sig eiga
of mikið i húfi í samningum við
Kremlverja.
Bush eldri Bandaríkjaforseti vildi
t.d. tryggja, að Sovétmenn snerust
ekki gegn innrás hans í Írak í janú-
ar 1991. Í augum Kohls, kanslara
Þýskalands, mátti ekkert segja né
gera, sem gæti spillt friðsamlegri
endursameiningu Þýskalands, sem
Þjóðverjar borguðu fyrir milljarða
marka. Allt var það, að hans mati,
undir því komið, að Gorbachev
héldi völdum.
Útganga Eystrasaltsþjóða úr
þjóðafangelsi Sovétríkjanna mundi
að hans mati leiða til þess, að Gor-
bachev yrði steypt af stóli – og að
harðlínumenn kæmust aftur til
valda í Kreml. Það var því mikið í
húfi. Enda skrifuðu Kohl og Mit-
terrand, Frakklandsforseti, Lands-
bergis sameiginlegt bréf, þar sem
þeir sárbændu hann að fresta fram-
kvæmd sjálfstæðisyfirlýsingar Lit-
háa. Í staðinn ætti hann að ganga til
samninga við Kremlverja, án fyrir-
fram skilyrða.
Þessi viðbragðapólitík leiðtoga
Vesturveldanna hrundi eins og
spilaborg með falli Gorbachevs og
valdatöku Jeltsíns. Við reyndumst
einfaldlega hafa raunsærra mat á
innanlandsástandinu í Sovétríkj-
unum og þróun mála þar en leyni-
þjónustur stórveldanna til samans.
Hver lúffaði?
Þegar valdalánstilraun harðlínu-
manna í Kreml var að renna út í
sandinn í lok ágúst 1991, tókum við
frumkvæðið. Meðan upplausnar-
ástand ríkti í Moskvu, og Vestur-
veldin voru eins og höfuðlaus her,
buðum við ráðherrum Eystrasalts-
landanna þriggja til fundar í Höfða
í Reykjavík, þar sem viðurkenning
Íslands á endurreistu sjálfstæði
þessara þjóða var formlega staðfest.
Þar með var endir bundinn á
óvissuástand og hrundið af stað
ferli, svo að ekki varð aftur snúið.
Það mat okkar, að aðrar þjóðir
myndu breyta afstöðu sinni og
fylgja í kjölfar Íslendinga, reyndist
rétt. Eftirminnilegt er, að sænski
utanríkisráðherrann hafði lýst
stefnu síns íslenska starfsbróður
sem dæmi um „óábyrga ævintýra-
mennsku“. Fáum dögum síðar slóst
hann í hóp hinna „óábyrgu ævin-
týramanna“. Bandaríkin urðu
númer fjörutíu og eitthvað til að
endurtaka það sem gerðist í Reykja-
vík – einum degi á undan Sovétríkj-
unum.
Nokkrum vikum seinna voru
Sovétríkin ekki lengur til.
Lúffuðu íslensk stjórnvöld? Um
það getur hver og einn dæmt fyrir
sig af rás viðburðanna. En það mun
reynast snúið að telja leiðtogum
Eystrasaltsþjóða trú um það, þegar
þær fagna 30 ára afmæli hins endur-
heimta sjálfstæðis – að Íslendingar
hafi lúffað. n
Tilvistarvandi smáþjóða – hver lúffaði?
Jón Baldvin
Hannibalsson
utanríkisráðherra
Íslands 1988-95 og
heiðursborgari í
Vilníus, höfðuborg
Litháen
Jón Baldvin, Lennart Meri frá Eistlandi, Janis Jurkans frá Lettlandi og Algirdas Saudargas frá Litháen hér á landi 25. ágúst 1991.
12 Skoðun 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ