Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2022 Hundar og menn taka sprettinn á Nesinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK gummih@frettabladid.is Hundar og menn gleðjast á Sel- tjarnarnesi í kvöld en þá fer fram hundahlaup eða canicross. Þar taka hundar af öllum stærðum og gerðum ásamt fólki sprettinn saman, en hlaupið er hluti af íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK síðar á þessu ári. Ræst verður í hlaupið klukkan 18 og er upphafsstaður og endamark við túnið fyrir ofan smábátahöfn- ina á Seltjarnarnesi. Hundarnir eru svo líkir okkur „Það myndast allt önnur tengsl á milli fólks og hunda þegar þau hlaupa saman. Ég tala nú ekki um þegar hlaupafélagarnir æfa saman að ákveðnu markmiði. Hundarnir eru svo líkir okkur, þeir finna sína vellíðunartilfinningu við hreyf- ingu og finnst samneytið skemmti- legt,“ segir Kolbrún Arna Sigurðar- dóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Garðabæ. Hlaupið er fyrir alla sem vilja hreyfa sig með hundana sína. Tvær hlaupaleiðir verða í boði. Annars vegar 5 kílómetra tímataka og hins vegar 2 kílómetra leið fyrir þá sem vilja fara rólega með hunda sína í göngutúr. 5 kílómetra leiðin liggur út á Bakkagranda, þaðan norður á Norðurströnd og að Sefgörðum. Þar er snúið við og aftur farið út af Norðurströnd, til baka hjá Bygg- görðum og endamarkið er leið yfir túnið að smábátahöfninni. 2 kíló- metra skemmtigangan liggur út á Bakkagranda og til baka. n Hundahlaup á Seltjarnarnesi Dragtin sem Andrea klæðist hér klæðir hana einstaklega vel og er fullkomin haustdragt. Dragtin er frá Maía, bolurinn og skórinn frá Konur Boss. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fær innblástur frá áhrifavöldum Haustið er að bresta á með sínum fallegu haust- litum í náttúrunni og sömuleiðis þegar kemur að fatatískunni. Það eru margir sem vita fátt skemmtilegra en að klæða sig í haustflíkurnar og ein þeirra er Andrea Eiríksdóttir. 2 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.