Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 16
Andrea er með fallegan og klass- ískan fatastíl sem tekið er eftir og hefur gaman af að raða saman mis- munandi outfittum við klassískan blazer jakka. Andrea er 25 ára gömul og býr í Garðabænum. Hún útskrifaðist í sumar með BS-gráðu í Viðskiptafræði með markaðsfræði sem aukagrein og diplómanámi í stafrænni markaðssetningu. „Ég hóf nýverið störf hjá Datera sem er ótrúlega skemmtilegur og gefandi vinnustaður og haustið verður spennandi tími,“ segir hún. Andrea fylgist með tískustraum- unum og nýtur þess að sjá nýju trendin fyrir haustið. „Ég fylgist mikið með áhrifavöldum til að fá innblástur á þeirra stíl á Instagram og fíla mest stílinn frá Danmörku,“ segir Andrea, sem spáir ávallt í hverju hún klæðist þegar hún fer í vinnuna. Stíllinn afslappaður og stílhreinn Hvernig myndir þú lýsa fatastíln- um þínum? „Ég myndi lýsa stílnum mínum sem mjög afslöppuðum, svörtum og stílhreinum. Fer eftir skapi hvernig ég klæði mig en mér finnst geggjað að grípa blazer yfir mismunandi outfit og poppa þannig upp á lúkkið.“ Þegar kemur að vali að sniðum, er eitthvað sem heillar þig frekar en annað? „Já, ég er mikið fyrir oversized eða yfirstærð, sem ég elska að para við sokkabuxur eða þröngar buxur.“ Þegar kemur því að klæða sig eftir árstíðum er það eitthvað sem á við þig? „Já, ég elska tískuna sem fylgir haustinu, svo afslöppuð, þá notar maður mikið kápur og stígvél.“ Hver er þín tilfinning fyrir haust- tískunni, hvað heldur að verði heitt í haust? „Cargo-buxur og co-ords. Ég heillast mjög mikið að co-ords sem þú getur líka blandað saman við aðrar flíkur.“ Co-ords eru sam- stæðar flíkur, toppur og buxur eða pils. Getur líka verið dragt og carco-buxur eru sportlegar og oft með stórum vösum á skálmunum. Elskar að kaupa nýjan blazer Aðspurð segir Andrea að hennar uppáhaldsflíkur séu oversized blazer, eða blazer í yfirstærð. „Þú getur alltaf poppað upp mismun- andi outfit með góðum blazer. Ég elska að kaupa mér nýjan blazer og á mikið af þeim í alls konar litum og týpum.“ Andrea segist ekki endilega fylgja tískustraumum þegar kemur að litavali á þeim flíkum sem hún velur sér, hún velji sér frekar flíkur sem henni finnst klæða sig best. „Ég er mikið í svörtu en stundum er ég til í liti og þá fer ég alveg í skæra liti eins og skær- grænan eða bleikan.“ Áttu þinn uppáhaldsfata- hönnuð? „Mér finnst allt sem kemur frá Anine Bing sjúklega flott og passa vel fyrir minn stíl.“ En þau tískuvörumerki sem heilla þig mest? „Hugo Boss, Sand, Gustav Den- mark, Zara & Djerf Avenue.“ Aðspurð segist Andrea elska strigaskótískuna. „Þá nota ég þá bæði fínt og hversdags en svo nota ég mikið fínni skó líka eins og loafers frá Billi Bi.“ Loafers eru sléttbotna mokkasínur. Það vefst ekki fyrir Andreu hvaða fylgihlutir henni finnast ómissandi að eiga í dag, blazerinn steinliggur þar. „Góður blazer og sneakers er must have,“ segir Andr- ea sem leyfir sér að sletta aðeins. n Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Hér er stíllinn hennar Andreu í hnotskurn, skyrta, buxur og skór frá Boss, sem lýsir vel því sem koma skal í haust. Svarti liturinn kemur sterkur inn aftur, stílhreinar flíkur sem gefa afslappað yfir- bragð og undir- strika þægindin.Andrea klæðist hér fallegum himinbláum blazer kjól úr Zöru sem er tvíhnepptur og gerir hann virðulegan fyrir vikið. Skórnir eru frá GS skór. Afslappaður klæðnaður er í anda Andreu og hér er hún í þægilegum svörtum kjól frá Zöru sem skartar þessari skemmtilegu klauf. Blazerinn settur punktinn yfir i-ið og skórnir steinliggja við dressið en þeir eru frá Axel Arigato. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Ég fylgist mikið með áhrifavöldum til að fá innblástur á þeirra stíl á Instagram og fíla mest stílinn frá Danmörku. Andrea Eiríksdóttir 2 kynningarblað A L LT 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.