Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 26

Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 26
Margar þessara jurta vaxa villtar hér á landi en aðrar eru innihaldsefni í náttúru- legum húðvörum sem má nálgast víða. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Jurtir hafa verið notaðar til lækninga svo öldum skiptir. Þegar kemur að húðum- hirðu þjóna jurtir þeim tilgangi að bæta ilmi, virkni og græðandi þáttum við margar af þeim húðvörum sem við notum. Eftirfarandi jurtir eru allar þekktar fyrir að bæta húðina á einn eða annan hátt. Mánasteinssmári Hinrik VIII. notaði þessa jurt gjarnan, sem varð til þess að jurtin varð þekkt undir nafninu King‘s clover, eða konungssmári á íslensku. Þessi jurt dregur úr roða og þurri húð og skilur húðina eftir ljómandi, unglega og jafnar út húðlitinn. Þessi jurt er notuð í ýmsar húðvörur, leitið eftir Yellow sweet clover eða melilotus officinalis í innihaldslýsingunni ef þið viljið finna vöru sem inni- heldur mánasteinssmára. Lofnarblóm Lofnarblóm sem fleiri þekkja sem lavender er notað í ýmis te og vörur ætlaðar til slökunar. Auk þess að hafa slakandi eiginleika hefur lofnarblóm einnig náttúru- lega sótthreinsandi eiginleika og það hjálpar til við að örva blóð- rásina til að styðja við náttúrulega lækningastarfsemi líkamans. Kamilla Lofnarblóm er ekki eina jurtin sem vinsælt er að nota til slökunar. Kamilla er annar góður valkostur. Auk róandi eiginleika jurtarinnar hefur kamilla endurnærandi og græðandi eiginleika, sem gera þessa jurt einstaklega áhrifaríka við húðumhirðu. Sólhattur Sólhattur er vinsæl jurt til notk- Jurtir sem bæta húðina Blóðberg virðist hafa góð áhrif gegn unglingabólum samkvæmt breskri rannsókn. Valurt er talin geta hægt á öldrun húðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Lofnarblóm hefur sótthreinsandi eiginleika. unar gegn kvefi og f lensu, en sól- hattur hefur marga aðra læknandi eiginleika sem vert er að nýta sér. Fjöldi rannsókna styður að sólhattur hjálpi til við að styrkja ónæmiskerfið, draga úr bólgu og vinna gegn ýmsum veirum. Sól- hattur er sérstaklega gagnlegur til að draga úr einkennum sýkingar í efri öndunarvegi. Þessi græðandi blómjurt getur einnig aukið nátt- úrulegt ónæmi húðarinnar og verndað hana gegn umhverfis- áhrifum. Valurt Rót og lauf jurtarinnar hafa verið notuð í hefðbundnum lækningum víða um heim í margar aldir. Í Japan hefur plantan verið ræktuð og notuð í lækningaskyni í yfir 2.000 ár. Elstu heimildir sem til eru um notkun valurtar í græð- andi tilgangi eru frá því árið 400 fyrir Krist. Valurt er talin geta hægt á öldrun húðarinnar og er notuð í ýmsar húðvörur. Blóðberg Blóðberg er hægt að nota í margt f leira en te. Blóðberg hefur sveppadrepandi, bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika. Það er almennt notað sem rot- varnarefni í matvæli og snyrti- vörur. Nokkrar vísbendingar úr breskri rannsókn gefa til kynna að blóðbergsblöndur virki betur gegn unglingabólum en margar vinsælar vörur sem má kaupa úti í búð. Piparmynta Piparmynta er andoxunarefni sem slakar á huga, líkama og húð, þökk sé kælandi og frískandi ilmi jurt- arinnar. Piparmynta er ein af elstu lækningajurtum sem notaðar eru í evrópskum, kínverskum og japönskum alþýðulækningum og við gerð húðsmyrsla. Rósmarín Önnur ómissandi jurt fyrir heilsu og vellíðan er rósmarín. Rósmarín getur haft margvísleg jákvæð áhrif á líkamann. Allt frá því að bæta meltinguna til þess að lækka blóðþrýsting. Rósmarín er einnig öflugur græðari. Það hefur bólgu- eyðandi og náttúrulega herpandi eiginleika sem hjálpa til við að hægja á öldrun húðarinnar með því að eyða skaða vegna sindurefna. Þessar jurtir eru einungis nokkur dæmi um þær fjölmörgu jurtir sem hægt er að neyta eða nota við útvortis húðumhirðu til að bæta heilbrigði húðarinnar. Margar þessara jurta vaxa villtar hér á landi en aðrar eru innihaldsefni í náttúrulegum húðvörum sem má nálgast víða. Það er um að gera að nýta eiginleika náttúrulegra jurta til að viðhalda fallegri og hraustri húð. n 8 kynningarblað 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURHÚÐVÖRUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.