Fréttablaðið - 25.08.2022, Page 32

Fréttablaðið - 25.08.2022, Page 32
Prjónahönnuðurinn Bergrós Kjartansdóttir gaf nýlega út bókina Sjalaseiður. Bókin inniheldur níu prjónaupp- skriftir sem henta öllu prjónafólki, bæði byrjendum sem lengra komnum. starri@frettabladid.is Nýlega kom út bókin Sjala- seiður eftir Bergrós Kjartansdóttur prjónahönnuð. Bókin inniheldur níu prjónauppskriftir sem henta öllu prjónafólki, bæði byrjendum sem lengra komnum, að sögn Ber- grósar. „Fyrir vikið er bókin tilvalin í kennslu fyrir alla aldurshópa. Á milli uppskriftanna er skyldleiki sem kemur í ljós við nánari kynni. Hvert og eitt sjal á sér tvíburasyst- ur því hvert sjal er sýnt í annarri útfærslu hvað band og liti snertir. Samtals eru því myndir af átján sjölum í bókinni.“ Sjölin í bókinni hafa hlotið nöfn sem tengjast fornum fyrirbærum sem Bergrós hefur verið að stúdera í gegnum tíðina og í meistaranámi sínu, núna í íslenskum bók- menntum og menningarfræðum. „Mér finnst gaman að segja sögur og miðla gömlum fræðum, þá bæði bókmenntalegri þekkingu og handverksþekkingu, sögurnar eru þá sagðar bæði með hug og hönd.“ Hverju sjali fylgir saga eða ljóð Bergrós segir hvert sjal hafa sitt form og lögun og síðan eiga þau líka mismunandi upphaf og endi. „Sum byrja frá hálsakoti, önnur frá neðri kanti, enn önnur á miðju baki eða frá vængenda. Sum eru prjónuð í einu lagi og önnur í tvennu lagi. Hverju sjali fylgir saga eða ljóð sem túlkar útlit sjalsins og tilurð. Von mín er sú að þegar prjónari er búinn að prjóna eitt sjal langi hann til að prjóna fleiri og jafnvel allan Sjalaseiðinn, en þá fer galdurinn að gera sig.“ Fæðing Sjalaseiðs hefur tekið góðan tíma. Bergrós hefur þekkt prjónaheiminn vel og lengi og smátt og smátt mótaðist sú hug- mynd að hún vildi að bókin sem hún skrifaði yrði ein heild, að allar uppskriftirnar myndu tengjast og hverfast um áhuga hennar á bókmenntum og ljóðum annars vegar og svo handverki og hönnun hins vegar. „Ég er líka bókmennta- fræðingur og gullsmiður og hef alla tíð haft mikinn áhuga á að tengja akademísk fræði og handverkið saman. Síðan er það áhugi minn á heim- ilisiðnaði sem kemur til kastanna og að bæta heiminn með því að hvetja fólk til að læra einfalda tækni og búa sjálft til heima hjá sér með eigin höndum það sem það langar í. Fá fólk til átta sig á hve mikil heilun og ró felst í þessari vinnu. Með allt þetta að leiðarljósi kviknaði hugmyndin mín að þess- ari bók, Sjalaseið.“ Byrjaði ung að prjóna Bergrós segist hafa lært að prjóna mjög ung og hafi hún heillast strax af þessari tækni. „Ég byrjaði svo að hanna flíkur í handprjóni í kringum tvítugsaldurinn. Fyrst fyrir sjálfa mig og mitt fólk en svo fór ég að hanna fyrir norskt fyrir- tæki sem framleiddi ullarband. Síðan fór ég líka að hanna vél- prjónaðar flíkur sem voru seldar í verslanir á Íslandi.“ Fyrir meira en áratug var hún ráðin til að hanna flíkur fyrir Ístex og starfaði þar í því í nokkur ár. „Meðfram því var ég líka alltaf að hanna flíkur í handprjóni fyrir sjálfa mig og setti á laggirnar síð- una mína Tíbrá.is en þar er hægt að skoða og kaupa hönnun mína. Einnig er hægt að kaupa stakar uppskriftir eftir mig á Ravelry.com. Fljótlega fór svo að bera á löngun til að gera mína eigin bók. Með alla þessa reynslu á bakinu kom það dálítið af sjálfu sér, eins og eðlilegt skref í mínum ferli, að gefa út bók. Það var hins vegar ekki gert á einni nóttu og miklu meira mál en ég Sögur sagðar bæði með hug og hönd hélt í fyrstu, en með aðstoð góðra kvenna tókst að leggja lokahönd á þá hugmynd nýverið.“ Bergrós er hálfnuð í meistara- námi sínu í íslenskum bókmennt- um við Háskóla Íslands og er farin að huga að lokaritgerð. „Næsti seiður er einnig í smíðum sem mun tengjast ritgerðinni á fleiri en einn veg en það kemur í ljós síðar hvernig þeir vegir munu liggja saman. Eitt er þó öruggt að í næsta seið verða líka sögur og tengingar sem hægt er að segja frá með hug og hönd.“ Ritstjóri uppskrifta er Hulda Hákonardóttir. Sjalaseiður kemur út á bæði íslensku og ensku og fæst í öllum betri bókabúðum, prjóna- búðum og á vef útgefanda hennar, Bókabeitunni, á bokabeitan.is. n Þetta sjal heitir Seiður en í gömlum kvæðum segir að gyðjum hafi í upphafi verið kenndur seiðurinn. Nótt og nift er nafnið á þessu sjali. Nift þýðir afkomendur og þá sér- staklega kvenkynið. Út frá þessu sjali fæddist ættbálkurinn Sjalaseiður. Ásynja heitir þetta sjal en Snorri Sturluson segir í Eddu sinni að ásynjur séu jafn heilagar og mikils ráðandi og æsir. Bergrós Kjartansdóttir er prjóna- hönnuður og bókahöfundur. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Sími: 550 5654 / jonivar@frettabladid.is Fasteignasölur Bjóðum fasteignasölum tækifæri til að kynna starfsfólk, þjónustu og fyrirtækið fyrir lesendum Fréttablaðsins. Þriðjudaginn 30. ágúst kemur út sérblaðið FERMINGARGJAFIR Fimmtudagin 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarn r lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.