Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 36

Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 36
Ég trúði alltaf á að ég gæti þetta, það var bara spurning um hvenær. Mín velgengni er hans velgengni og öfugt. 16 Íþróttir 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Jóhann Berg Guðmunds- son, kantmaður Burnley í enska fótboltanum, lék sinn fyrsta knatt- spyrnuleik í 212 daga þegar hann byrjaði í enska deildarbikarnum á þriðjudag. Jóhann lék þá í 1-0 sigri liðsins á Shrewsbury. Jóhann var í byrjunarliði Burnley en fór af velli í hálf leik enda langt um liðið frá síðasta knattspyrnuleik kappans. Burnley féll úr ensku úrvals- deildinni á síðustu leiktíð en Jóhann hafði komið við sögu í fyrstu átján leikjum tímabilsins þegar hann datt úr leik. Röð atvika hélt Jóhanni frá knattspyrnuvellinum í sjö mánuði. Jóhann, eins og fjöldi annarra, fékk Covid-19 veiruna í lok janúar, tak- markanir á lífi fólks urðu til þess að Jóhann sat fastur heima hjá sér í nokkra daga. Þegar hann var að snúa aftur á völlinn fékk hann botnlangakast og var sendur í bráða aðgerð vegna þess. Eftir að hafa hvílt sig í nokkrar vikur að lokinni aðgerð fór Jóhann á fulla ferð á æfingasvæði Burnley þar sem hann reif svo vöðva í kálfa. Þau meiðsli hafa haldið Jóhanni frá knattspyrnuvellinum um langt skeið. Hann var í fyrsta sinn í leik- mannahópi Burnley um liðna helgi en kom ekki við sögu. 212 daga bið hans tók enda á þriðjudag, fékk Jóhann nokkuð góða dóma fyrir endurkomu sína í Burnley-treyjuna. Burnley leikur í næstefstu deild á þessu tímabili en gríðarlegar breyt- ingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins fyrir þetta tímabil, þrettán leikmenn hafa yfirgefið Burnley og tólf nýir leikmenn komið í þeirra stað. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, er svo tekinn við þjálfun liðsins. Jóhann hefur í mörg ár verið lykilmaður í íslenska landsliðinu en vegna meiðsla hefur hann ekki verið með í síðustu verkefnum en gæti nú snúið aftur ef heilsan leyfir. n Bráðaaðgerð og meiðsli héldu Jóhanni frá keppni í 212 daga Jóhann Berg þurfti að bíða þolinmóður í sjö mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Knattspyrnumaðurinn Nökkvi Þeyr hefur farið með himinskautum í liði KA í Bestu deild karla í sumar. Dalvíkingurinn hefur skorað sextán mörk í átján leikjum og nálgast markametið í efstu deild. Sjálfur er Nökkvi þó með báða fætur á jörðinni og er lítið að stressa sig á metinu. FÓTBOLTI „Ég lagði enn þá meira aukalega á mig síðasta vetur,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson léttur í bragði við Fréttablaðið. Hann hefur haldist heill í sumar eftir að hafa glímt við meiðsli á síðustu leiktíð sem nokkurn tíma tók að ná sér af. Þessi 23 ára gamli sóknarmaður ólst upp hjá Dalvík en fór ungur að árum til Þýskalands ásamt tvíburabróður sínum, Þorra. Sjálfur hefur Nökkvi aldrei efast um að hann ætti innistöðu fyrir þeirri frammistöðu sem hann hefur sýnt í sumar. „Ég trúði alltaf á að ég gæti þetta, það var bara spurning um hvenær. Spáir lítið í markametið Markametið í efstu deild á Íslandi er nítján mörk á einni leiktíð. Fimm aðilar deila því meti. Fjórir þeirra, Tr ygg vi Guðmundsson, Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason og Þórður Guðjónsson, náðu því í átján leikja Íslandsmóti. Þá náði Andri Rúnar Bjarnason því í 22 leikja móti. Í ár er mótið 27 leikir og því dauðafæri til að bæta metið. Nökkva vantar fjögur mörk til þess. „Þetta er ekkert sem ég er búinn að spá mikið í. Ég fer bara í hvern leik og reyni að gera mitt besta. Það kemur svo bara í ljós hvort það verði slegið eða ekki.“ Afar samheldnir bræður KA hefur komið mörgum á óvart í sumar og er í öðru sæti Bestu deildarinnar eftir átján umferðir, sex stigum á eftir Breiðabliki. „Við ætlum okkur eins hátt og við getum. Eins og staðan er erum við með í þessu,“ segir Nökkvi um gengið og toppbaráttuna. Tvíburabróðir Nökkva, Þorri Mar Dalvíkingurinn sem hefur stolið senunni Mamma segir: Móðir Nökkva, Hugrún Felixdóttir, er, eins og gefur að skilja, stolt af árangri sonarins í sumar. „Við gleðjumst yfir því að hann sé að uppskera eftir allt sem hann hefur lagt á sig. Að baki liggur gríðarleg vinna og einbeiting.“ Hún segir Nökkva og Þorra alltaf hafa sett markið hátt í boltanum. „Þeir settu sér snemma markmið og hafa aldrei fallið frá þeim. Það var alveg klárt hvert hugurinn stefndi.“ Nú þegar allra augu eru á Nökkva vill Hugrún fyrst og fremst sjá hann njóta sín í fótboltanum. „Ég vona að hann nái þeim markmiðum sem hann hefur sett sér, en að sama skapi vil ég að hann njóti sín. Manni finnst þessi heimur oft svolítið harður.“ Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar @frettabladid.is Þórisson, er einnig á mála hjá KA. Þeir bræður eru afar samheldnir, að sögn Nökkva. „Hann samgleðst mér alveg rosalega. Mín velgengni er hans velgengni og öfugt. Við erum mjög nánir. Ef hann væri að taka alla athyglina væri ég að springa úr stolti og samgleðjast honum ekkert smá.“ Haustið 2015 fór Nökkvi, ásamt Þorra, á reynslu til Hannover í Þýskalandi. Í kjölfarið fengu þeir samning. „Þeim leist svona vel á okkur og buðu okkur samning. Þetta var tækifæri sem okkur langaði virki- lega að hoppa á. Við ákváðum að sjá hvað myndi gerast,“ segir Nökkvi og bætir því við að foreldrar þeirra hafi einnig flutt með þeim til Þýska- lands. „Það hjálpaði mikið.“ „Ég var í tvö ár þarna og spilaði alla leiki með U-19 ára liðinu. Maður var náttúrulega mjög ungur, var sex- tán ára þegar ég fór út. Kannski var ég ekki tilbúinn, en ég spilaði alla leiki.“ Heillaskref að koma heim Eftir að hafa sannað sig með U-19 ára liðinu var Nökkva boðinn samningur hjá liði Hannover undir 21 árs. Það heillaði þó ekki. „Þetta var ekki alveg spennandi bolti. U-21 er ekki alvöru karlabolti og mér fannst ég geta farið á hærra stig en U-21 þarna úti. Þetta var líka ekki brjálæðislega góður samningur. Svo spilaði heimþrá aðeins inn í.“ Nökkvi ákvað því að koma heim og spila með Dalvík/Reyni í 3. deild, sumarið 2018. Þar skoraði hann tíu mörk í sextán leikjum. „Það var algjört heillaskref. Maður fékk heimþrá og var að reyna að finna gleðina, búinn að vera í smá harki þarna úti og svo var ég dálítið ungur. Við unnum deildina og ég var markahæstur í liðinu.“ Eftir það sumar fékk Nökkvi svo samning hjá KA, þar sem hann hefur sprungið út á þessari leiktíð. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Nökkva utan vallar einn- ig. Hann og kærasta hans eiga von á sínu fyrsta barni í nóvember. „Ég er alveg einstaklega spenntur fyrir því,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson, knattspyrnumaður hjá KA. n Nökkvi Þeyr horfir yfir KA svæðið þar sem hann hefur svo sannarlega blómstrað í sumar, allar líkur eru á því að hann sé að spila sína síðustu leiki á Íslandi eftir magnaða frammistöðu í Bestu deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.