Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 44
Þetta er B-mynda viðfangs- efni og ég er ekkert feiminn við það enda finnst mér svo gaman að prufa nýja hluti. Stórleikarinn Idris Elba tekst á við risastórt mannýgt ljón í Beast, sem Baltasar Kor- mákur hefur sleppt lausu í bíó á Íslandi. Leikstjórinn segist hafa tekið óargadýrinu fagnandi þegar það stökk í fangið á honum úr kófinu enda freistandi að vinna með Elba, dvelja í Afríku og bregða á leik í mátulega einfaldri spennusögu. „Verkefnið kom að einhverju leyti til mín þegar ég var að ræða við Uni- versal út af Covid,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um sína nýjustu Hollywood-mynd, Beast, sem hverf- ist um brjálað ljón sem hann fékk í hendurnar eftir að sóttvarnalausnir hans á tökustað Netflix-þáttanna Kötlu vöktu heimsathygli. „Þetta var mjög áhugavert. New York Times fjallaði um þetta og stúdíóin hringdu í mig og vildu fá að vita hvernig ég hefði farið að þessu. Fólk var svo ráðalaust og það er nú svo furðulegt að ég var bara með einhver armbönd fá sundlaugunum í Kópavogi,“ segir Balti, sem stjórn- aði einfaldlega umferð fólks um sóttvarnahólfin á tökustað Kötlu með mislitum armböndum. „Ég setti fólk bara í polla. Gulir mega vera hérna og rauðir mega vera þarna og rauðir fara upp úr eftir 25 mínútur,“ heldur hann áfram, þegar hann útskýrir sund- laugalausnina sem varð til þess að heimsfaraldurinn tafði tökurnar aðeins um þrjár vikur að páskum meðtöldum. Varstu ekki bara svolítið að taka Íslendinginn á þetta? „Jú, þetta var ekkert öðruvísi, en ég hef aldrei á ævinni lent í ann- arri eins hrinu af viðtölum og jafn miklum viðbrögðum og við þessu. Við vorum síðasta fyrirtækið í heiminum sem fór niður og það fyrsta sem fór aftur í gang,“ segir Balti og fer aftur á upphafsreit Beast hjá Universal, en eftir að hafa rætt sóttvarnir við lausnamiðaða Íslend- inginn var hann spurður hvað hann væri að fara að gera næst. „Þeir spurðu hvort ég vildi tékka á þessu handriti og ég gat ekki fundið neitt því til fyrirstöðu að ég færi til Afríku og eyddi hálfu ári þar.“ Eins og gefur að skilja var dvölin í Afríku bæði gefandi og krefjandi og hætt- urnar leyndust víða. Hanaslagur við fíl „Þetta tók á. Við tókum þetta í Lim- popo sem er rétt hjá Mósambík og við hliðina á Kruger Park sem er stærsti þjóðgarður í heiminum og allt morandi í villtum dýrum,“ heldur Balti áfram, en tökuliðið hélt til á afmörkuðu svæði sem ekki kom til greina að fara út fyrir í myrkri. „Það væri bara sjálfs- morð og maður heyrði ljón öskra alla nóttina og það voru grínlaust stundum bara villtir fílar fyrir utan húsið hjá mér.“ Baltasar og unnusta hans, Sunn- eva Ása Weishappel, komust í full mikið návígi við einn fílinn. „Ég lenti í fíl sem ætlaði að ráðast á mig þegar við Sunneva vorum að ganga þarna saman. Ég varð svo æstur að ég fór í hálfgerðan hanaslag við fílinn og fékk hann til að bakka,“ segir Balti, sem segist þarna hafa notið þess að hafa smá skilning á dýrum eftir alla áratugina í hesta- mennskunni. Störukeppni í Afríku og tár á Everest Einfalt tækifæri Baltasar segist þó hafa talið mikil- vægt að taka Beast upp í Afríku enda leggi hann sem leikstjóri mikið upp úr því að komast sem næst raun- veruleikanum. „Mér finnst það rosalega mikilvægt. Jafnvel í svona mynd þar sem áherslan er mikil á skemmtanagildið og manninn gegn villidýrinu, þá langaði mig að hafa þetta ósvikið og teygja mig langt í því. Baltasar segist einnig hafa séð skemmtilegt tækifæri í því að sagan í Beast sé að mörgu leyti ein- föld. „Það var líka ákveðin freisting að fara í svona einfalda sögu og fá tækifæri til að leika sér dálítið með kvikmyndavélina og stemninguna vegna þess að það fer ekki mikil orka í plottið og útskýringar,“ segir Baltasar, sem tekst vel að magna upp ógnina og draga áhorfendur inni í atburðarásina og umhverfið með löngum tökum. „Þetta er B-mynda viðfangsefni og ég er ekkert feiminn við það enda finnst mér svo gaman að prufa nýja hluti og teygja mig í allar áttir,“ segir Balti sem hefur komið við í f lestum kvikmyndagreinum; kómedíu með 101 Reykjavík og Brúðgumanum, spennu í Contraband og 2 Guns, verið í anda film noir í Mýrinni og Ófærð. „Og svo dýfði ég tánni í vísindaskáldskap í Kötlu. Einhvers konar eldfjalla sci-fi eða eitthvað,“ segir hann og hlær. Öðruvísi náttúruafl Þá eru ótaldar myndir Baltasars um manninn gegn náttúruöflun- um; Djúpið, Everest og Adrift sem hefur borið það hátt að ranglega er stundum reynt að gera slík yrkisefni að einhvers konar rauðum þræði í gegnum höfundarverk hans. „Sko, svona er þetta með mig. Þegar ég gerði 101 þá var ég „Almo- dovar on ice“, þegar ég gerði Hafið þá var ég „Icelandic Bergman“ og svo var ég orðinn einhver aksjónmeist- ari eftir Contraband og 2 Guns.“ Everest, Djúpið og Adrift eru þó mjög ólíkar myndir og Beast sker sig einnig hressilega úr, þótt vissu- lega megi segja að í grunninn fjalli hún um átök manns og náttúru og að ljónið í henni sé á vissan hátt náttúruafl. Að vísu með allt öðrum formerkjum. „Þetta er allt annað,“ segir Balti um Beast og bendir á að myndin kalli á að áhorfendur sleppi aðeins takinu á raunveruleikanum þótt hún eigi rætur þar. „Ég kynnti mér auðvitað svona ljónaárásir mjög vel og þær eru miklu algengari en við gerum okkur grein fyrir.“ Baltasar dýralæknir Baltasar segir það ekki síður hafa verið skemmtilega ögrun að þurfa að búa til heilt dýr, en tölvugert risaljónið sem keyrir söguna áfram þykir ákaflega vel heppnað og sann- færandi. „Stúdíóið var algerlega mótfallið því að skjóta eitthvað með ljónum og þá þurftum við bara að fara aðra leið og mér finnst skemmtilegt að takast á við svona ögranir og læra í ferlinu,“ segir Balti sem var á fullu í sköpun ljónsins í eftirvinnslunni. „Það var ógeðslega gaman að kynna sér atferli ljóna, kynna sér þetta allt og kafa ofan í þetta. Ég er það mikill dýramaður að þegar ég sagði foreldrum mínum að ég væri að fara að gera þessa mynd þá dró mamma fram einhverja gamla úrklippubók upp úr kassa. Þetta er fyrir internetið,“ segir Balti, sem í æsku safnaði dagblaðaúrklippum um ljón í Afríku af miklum áhuga. „Ég ætlaði að verða dýrafræðingur og fara til Afríku að stúdera ljón. Það varð svo að dýralækni þegar það kom smá jarðtenging í þetta og svo einhvern veginn villtist ég í aðra átt, fór í leiklist og endaði í Hollywood eða hvar sem ég er staddur núna.“ Góðra vina fundur Baltasar og aðalleikarinn Idris Elba náðu mjög vel saman enda höfðu þeir áður ætlað að gera mynd saman og Balti segir leikarann eina ástæð- una fyrir því að hann hafi verið spenntur fyrir verkefninu. „Málið er að það er svolítið síðan við Idris ætluðum að gera mynd saman og ég hitti hann í því ferli og við náðum rosalega vel saman.“ Ekkert varð þó úr þeim áformum Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is Baltasar Kor- mákur er sáttur við lífið og til- veruna og mætir næstu verk- efnum fullur tilhlökkunar en þar er ofarlega á blaði að vera geggjaður afi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 24 Lífið 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.