Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 36
Haustið er skollið á með
öllu tilheyrandi og skólarnir
komnir á fullt. Á þessum
árstíma eru flest heimili að
koma sér aftur í fasta rútínu
og fjölskyldur að skipuleggja
nestið sitt og millimál. Þá er
gjarnan lögð áhersla á hollt
og gott nesti og sumir þurfa
að taka með sér skólamat.
sjofn@frettabladid.is
Berglind Hreiðars og fjölskyldan
hennar eru öll komin á fullt í sinni
föstu rútínu, bæði í skóla og vinnu.
Við fengum Berglindi til að segja
okkur aðeins frá hvernig hún
skipuleggur haustið og hvað hún
undirbýr í nesti og millimál fyrir
sitt fólk.
„Það er alltaf gott þegar rútínan
byrjar aftur. Í upphafi hausts er ég
alltaf ofur peppuð enda er haustið
minn uppáhaldstími, sérlega
stilltir og fallegir haustdagar. Það
er alltaf fersk byrjun, allir græjaðir
í skólann, rútína tekur við á heim-
ilinu og þess háttar. Það eru margir
sem taka heilsuna fastari tökum
á haustin og slíkt kallar einnig á
hollari fæðu,“ segir Berglind.
„Ég komst að því fyrir nokkru að
mötuneytið í skólanum hjá miðj-
unni minni yrði lokað að minnsta
kosti fram að áramótum vegna
viðgerða á skólanum og ef barnið
á ekki að borða núðlur og rusl í öll
mál er eins gott að preppa eitthvert
gott og girnilegt nesti. Ég fékk hana
því til liðs við mig þegar ég útbjó
þessar uppskriftir og hreinlega
spurði hana: Hvað myndir þú
vilja taka með þér í skólann? Það
kom fullt af hugmyndum en ég
ákvað að útbúa þessar hér og ættu
því allir að finna eitthvað við sitt
hæfi.“
Hér koma síðan nokkrar hug-
myndir að millimálum sem má
einnig grípa með í nesti:
n Epli og hnetusmjör
n Flatkökur með áleggi
n Poppkex
n Niðurskornir ávextir
n Niðurskorið grænmeti og
hummus
n Kaldur hafragrautur
n Ostateningar og salami (upp-
rúllað)
n Kókoskúlur
n Kaldur kjúklingur (leggir)
n Hrökkbrauð (Finn Crisp snakk)
n Skvísur (til dæmis Corny
Smoothie)
n Orkustykki
n Tilbúnir drykkir (til dæmis Inn-
ocent smoothie)
n Skyr og jógúrt
n Harðfiskur
Þetta eru síðan auðvitað allt hug-
myndir sem fullorðnir geta nýtt
sér svo þetta er alls ekki bara fyrir
börn, heldur bara almennt gott
nesti og millimál.
Allt hráefnið í þessar nestishug-
myndir er hægt að fá í matvöru-
versluninni Bónus.
Hafrastykki með súkkulaði
16 stykki
120 g brætt smjör
80 g sykur
70 g púðursykur
1 egg
2 tsk. vanilludropar
100 g tröllahafrar
150 g hveiti
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
100 g súkkulaðidropar
Hitið ofninn í 175°C og klæðið
ferkantað kökuform (20 x 20 cm)
að innan með bökunarpappír og
spreyið með matarolíuspreyi.
Hrærið smjör og báðar tegundir
af sykri saman.
Bætið eggi og vanilludropum
saman við og blandið saman.
Setjið næst tröllahafra, hveiti,
matarsóda og salt í skálina og
hrærið stutta stund.
Skafið niður með sleikju og
blandið að lokum súkkulaðidrop-
unum saman við með sleikjunni.
Hellið blöndunni í formið og
sléttið úr.
Bakið í um 25 mínútur eða þar
til kantarnir fara að gyllast.
Kælið og skerið síðan í bita.
Nestislangloka
Langlokubrauð með sesam-
fræjum
Silkiskorin skinka
Ostur
Harðsoðið egg
Hollt og gott
skólanesti
sem hentar öllum
Berglind Hreiðars, okkar ástsæli köku- og matarbloggari á Gotteríi og gersemum, er í komin í haustgírinn og tók
saman nokkrar hugmyndir að hollu og góðu nesti sem er hið girnilegasta og fullkomnar daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hafrastykkin með súkkulaðinu að
hætti Berglindar eru bæði holl og
góð og passa líka vel sem millimál.
Nestislanglokur falla flestum í geð og ekki amalegt að fá þessa í nesti.
Töfrandi og
fersk næringar-
bomba sem
gerir daginn enn
betri.
Hollustuskálina er einfalt að gera og
gleður hún bæði auga og munn.
Blaðsalat
Tómatar
Gúrka
Pítusósa
Skerið brauðið langsum og raðið
öllu saman eftir smekk.
Langlokubrauðin fást til dæmis
í Bónusbakaríinu og ég kaupi þau
og sker í sundur áður en ég set í
frystinn, þannig er hægt að setja
álegg á milli þó brauðið sé enn
frosið, plasta og taka með í nesti.
Pestó pastasalat
uppskrift miðast við einn
skammt
100 g pasta að eigin vali
30 g Classic Basil pestó frá Sacla
½ dós ORA túnfiskur í vatni
Nokkrir piccolotómatar
Nokkrar mozzarellaperlur
Fersk basilíka
½ harðsoðið egg
Sjóðið pasta í söltu vatni og kælið.
Blandið pestó saman við með
sleikju og setjið í nestisbox/skál.
Setjið túnfiskinn ofan á ásamt
öðrum hráefnum og njótið.
Næringarbomba í glasi
2-3 glös eftir stærð
600 ml Innocent kókosvatn
300 g frosin jarðarber
1 banani
70 g kasjúhnetur
20 g ristaðar kókosflögur
2 tsk. hunang/síróp (má sleppa)
Setjið allt í blandarann, blandið vel
og hellið í glös.
Hægt er að taka drykkinn með
í nesti til dæmis í brúsa, krukku
með loki eða öðru sem ekki hellist
úr.
Hollustuskál
300 g vanilluskyr
Corny Smoothie með banana,
hindberjum, bláberjum og höfrum
Toppur
Granóla
Banani
Hindber
Bláber
Rapunzel kókos- og möndlusmjör
½ stk. Corny með súkkulaði
Fyrir skyrgrunn má hræra saman
skyri og Corny Smoothie og setja
í skál.
Fyrir topp má skera niður ávexti
og Corny og setja ofan á og setja
síðan um 1 teskeið af kókos- og
möndlusmjöri yfir allt.
Þegar skálin er tekin með í nesti
er hægt að setja allt í nestisbox/
lokað ílát en gott er að hafa granóla
í sér poka/boxi svo það haldist
stökkt.
Bananamöffins
20 stykki
2 egg
80 g sykur
80 g púðursykur
2-3 þroskaðir bananar
130 g brætt smjör
2 tsk. vanilludropar
180 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
½ tsk. salt
2 tsk. kanill
Hitið ofninn í 170°C.
Þeytið saman báðar tegundir af
sykri og egg þar til létt og ljóst.
Stappið bananana og bætið
þeim saman við ásamt bræddu
smjöri og vanilludropum, hrærið
varlega saman stutta stund.
Að lokum má hræra öll þurr-
efni saman og setja saman við í
nokkrum skömmtum.
Hrærið aðeins þar til blandað,
ekki of lengi.
Skiptið niður í bollakökuform
og bakið í um 15 mínútur eða þar
til kantarnir á kökunum fara að
gyllast.
Gott er að skera múffuna í
sundur og smyrja með smjöri og
setja ost á fyrir nesti. n
6 kynningarblað A L LT 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR