Mosfellingur - 12.05.2022, Page 10

Mosfellingur - 12.05.2022, Page 10
Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson meðstjórnandi s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com Guðrún K. Hafsteinsdóttir 1. varamaður s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir 2. varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu10 Söngskemmtun Fyrrum nemendur skólakórs Varmárskóla ætla að koma og syngja nokkur lög fyrir okkur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarson. 18. maí klukkan 19:30 í borðsal Eirhamra. Hlökkum til að sjá ykkur. Allir velkomnir. Félagsvist Félagsvist verður alla vega út maí, allir velkomnir. Á föstudögum í borðsal Eirhamra kl. 13:00. BInGÓ Fimmtudag- inn 19. maí kl. 13:30. Bingónefnd FaMos ætlar að halda bingó í borðsal Eirhamra. 1 spjald, kaffi og meðlæti kostar 1.000 kr. og aukaspjald 300 kr. Góðir vinningar í boði. Hlökkum til að sjá þig. VorFErð FaMos Fyrirhuguð er vorferð með FaMos sunnudaginn 12. júní um Borgar- fjörðinn. Nánari upplýsingar um verð og ferðatilhögun verða sendar í pósti til félagsmanna og auglýstar á síðu félagsstarfsins á næstu dögum. Takið daginn frá fyrir skemmtilega vorferð. Iðjuþjálfun hér á Reykjalundi datt heldur betur í lukkupottinn nýlega en deildinni hafa verið færðar að gjöf átta fartölvur ásamt tilheyrandi búnaði. Það er Samband stjórnunarfélaga, í sam- vinnu við Hollvinasamtök Reykjalundar, sem færði Reykjalundi þessar höfðinglegu gjafir og var meðfylgjandi mynd tekin við formlega afhendingarathöfn. Tölvurnar og búnaðurinn eru nú komin í notkun að öllu leyti og eru mikil lyftistöng fyrir hina mikilvægu starfsemi iðjuþjálfunar á Reykjalundi. Starfsfólk Reykjalundar sendir miklar þakklætiskveðjur til Sambands stjórnunarfé- laga og Hollvinasamtaka Reykjalundar fyrir gjafirnar og hlýhug í garð Reykjalundar. Eftir tveggja ára bið gat Álafosskórinn loksins haldið 40 ára afmælistónleika sína. Tónleikarnir fóru fram í Guðríðarkirkju laugardaginn 7. maí. Dagskrá tónleikanna var val af lögum sem kórinn hefur sungið á þeim rúmum 40 árum sem hann hefur starfað. Það var því úr hundruðum laga að velja en dagskráin var þverskurður af þeim. Kórinn fékk með sér góða gesti. Helgi R. Einarsson, fyrrverandi stjórnandi kórsins, tók lagið með og spilað á gítar. Hans Þór Jensson spilaði á saxafón og Guðbjörg Leifsdóttir spilaði á píanóið undir ein- söng Óskars Sigurðsson í Ave Maria sálmi Kaldalóns. Ásthildur Jónsdóttir söng einnig einsöng í laginu Umvafin englum. Óskar og Ásthildur eru meðlimir í Álafosskórnum. Stjórnandi Álafosskórsins í dag er Ást- valdur Traustason. VEglEg fartölVugjöf í iðjuþjálfun rEykjalundar tekið við höfðinglegri gjöf Lífið er indælt ævintýr • Sungu lög frá 40 ára ferli kórsins • Afmælistónleikar eftir tveggja ára bið álafosskórinn fagnaði 40 ára afmæli helgi r. einarsson tekur lagið með kórnum í guðríðarkirkju

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.