Mosfellingur - 12.05.2022, Side 52

Mosfellingur - 12.05.2022, Side 52
Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ fram- tíðin er okkar Alveg frá því að ég var barn hefur mér alltaf fundist kosningar mjög spennandi. Það var aðalsportið að flakka á milli kosningakaffiboða og safna nælum frá sem flestum flokkum, hitta kunningja og borða ógrynni af rjómatertusneiðum. Ég barðist við að reyna að leggja á minnið hvaða flokkur ætti hvaða bókstaf og lit en gleymdi því oftast um leið. Svo þegar ég varð eldri fór ég að átta mig á því að kosningarnar snerust ekki bara um stærsta hoppukastalann eða flestu bragðtegundirnar af kandífloss heldur málefnin sem flokkarnir berjast fyrir. Ég fann fyrir bæði styrknum og frelsinu sem fylgir því að hafa eitthvað um framtíðina að segja. Í sveitarstjórnarkosningum lifna bæjar- og sveitarfélögin við í öllum regnbogans litum og bæði það sem virk- ar vel og það sem má fara betur kemst í almenna umræðu. Það er hart tekist á um það sem varðar bæinn og íbúana, allt frá umhverfismálum og samgöngum yfir í leikskólamál og þjónustu. Hugmyndirnar virðast oft svo stórar og langt fram í tímann að það er varla hægt að ná utan um það en þá er mikilvægt að kynslóðirnar sem munu uppskera að lokum því sem er sáð í dag taki þátt í að móta þær og velja fólkið sem tekur ákvarðanirnar. Það sem unga fólkið virðist oft gleyma er að það erum við sem munum taka við keflinu af þeim sem byggja bæinn upp núna. Það skiptir þess vegna miklu máli að við kynnum okkur mismunandi hlið- ar á málunum, vegum og metum ólíkar nálganir og leggjum okkar af mörkum við að móta okkar eigin framtíð og þeirra sem koma á eftir okkur. Lýðræði og rétturinn til þess að kjósa er eitthvað sem er auðvelt en má ekki taka sem sjálfsögðu vegna þess að þannig fá sem flestar raddir að heyrast, hversu ólíkar sem þær eru. Ég hvet öll til þess að nýta sér atkvæðisréttinn sinn og þá sérstaklega unga fólkið. Ástrós Hind - Heyrst hefur...52 Tvíburarnir Alex Orri Antonsson og Ernir Elí Antonsson fæddust 1. mars 2022 á Landspítalanum eftir 37 vikna meðgöngu. Þeir voru 13 og 14 merkur og 50 cm. Foreldrar þeirra eru Anton Ari og Andrea Ósk og eiga þau fyrir Elmar Darra (4 ára). Heyrst Hefur... ...að allavega þrír stjórnmálaflokkar hafi látið gera skoðanakönnun fyrir sig um fylgi fyrir kosningarnar en enginn gefið upp niðurstöðurnar. ...að Mosfellingurinn Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti, eigi afmæli á laugardaginn, á kjördag. ...að ísbúð Huppu ætli að opna í horninu við Krónuna í sumar. ...að snyrtistofan Nærvera sé að fara færa sig um nokkra metra í sumar, yfir í rýmið þar sem Pósthúsið var til húsa í Háholtinu. ...að það verði allsherjar Kosninga- Kviss á Barion í kvöld kl. 21 á milli allra framboða til bæjarstjórnar- kosninganna. ...að Pizzan sé að stefna að því að opna í Krónuhúsinu í júní. ...að Jógvan og Friðrik verði með Sveitalífs-tónleika á Barion föstu- dagskvöldið 27. maí. ...að Lína á fasteignasölunni sé að hætta eftir mörg góð ár. ...að Kaffihúsið Gloría sé að leita sér að meðeiganda til að opna kaffihús í miðbæ Mosfellsbæjar. ...að Hilmar Stef formaður Fálkanna sé orðinn nýr formaður Karlakórs Kjalnesinga. ...að Kaffi Kjós sé búið að opna aftur og standa Hemmi og Birna vaktina en staðurinn er þó til leigu eða sölu. ...Mosfellingur sé búinn að taka alla forystumenn flokkana í oddvita- viðtal á Instagram. ...að Sigrún Más sé að verða fimmtug. ...að Álafosskórinn hafi fagnað 40 ára afmæli kórsins á dögunum með glæsilegum tónleikum. ...að þungarokkshljómsveitin Dimma verði með tónleika í Hlégarði föstudaginn 27. maí. ...að tónleikaröð Mosverja hefjist í Álafosskvos í kvöld með jazztónleik- um kl. 20, Vorkvöld í Álafosskvos. ...að Lengjudeildin verði aðgengileg á Hringbraut í sumar og verður leikur Aftureldingar og Selfoss sýndur í beinni 20. maí. ...að 1997 árgangurinn hafi unnið Árgangamótið Aftureldingar í knattspyrnu. ...að KB þrautin fari fram laugardaginn 21. maí en hún er á vegum Kettlebells Iceland. ...að Mosfellingurinn Alexandra Eir og Ingó Veðurguð eigi von á sínu fyrsta barni í haust. ...að Hilmar Mosfellingur sé að verða fertugur um næstu helgi. ...að opið verði á kjörstað í Lágafells- skóla kl. 09-22 á laugardaginn. ...að áritaður gítar frá KALEO hafi selst á vel yfir tvær milljónir á herrakvöldi Aftureldingar á dögunum. ...að Mosfellingurinn og Eurovision- farinn Helga Möller eigi afmæli í dag. mosfellingur@mosfellingur.is Stelpurnar á myndinni, þær Aryanna Nevaeh Brynjars- dóttir og Stella Dís Jóhannes- dóttir standa fyrir söfnun fyrir Úkraínu. Þær eru 7 ára og hafa síðustu daga safnað saman alls konar dóti og selt á tombólu til styrktar Úkraínu. hlutavelta Reyns­la af þjónus­tu, vers­lunar- eða s­ölus­törfum er ágætur kos­tur og enn betra ef viðkomandi hefur brennandi áhuga á s­kógrækt, útivis­t og fallegum útivis­tarfatnaði. Við leitum að þros­kuðum s­tarfs­manni í fullt s­tarf s­em getur unnið s­jálfs­tætt, er s­amvis­kus­amur og hefur ríka þjónus­tulund. Almenn tölvuþekking er nauðs­ynleg. Tekið er við umsóknum í tölvupósti á vorverk@vorverk.is Umsóknarfrestur til 20. maí auglýsir framtíðarstarf í nýrri verslun í Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.