Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 10
Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson meðstjórnandi s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com Guðrún K. Hafsteinsdóttir 1. varamaður s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir 2. varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu10 GaMan SaMan Grill oG tÓnliSt Við ætlum í tilefni af túninu heima að bjóða eldri borgurum í heimsókn til okkar kl. 14:00 í félagsstarfið Hlaðhömrum 2, fimmtudaginn 25. ágúst næstkomandi. Lifandi tónlist og eitthvað af grillinu og annað góðgæti. Verið velkomin HrEYFinG Eldri BorGara Heilsa og hugur byrjar fyrir 60+ mánudaginn 12. september. Staður: Varmá/Fellið og úti í náttúrunni. Kostnaður: 12 þús. fyrir tímabilið, posi á staðnum. Tímabil: 12 vikur, 3x í viku: Mán., mið. og fös. 2 hópar 9.30-10.30 og 10.30-11.30. Báðir hópar þó saman á mánudögum kl. 9:30. Kennarar Halla Karen og Berta. Skráning hjá elvab@mos.is eða síma 698-0090 á facebook-síðunni Heilsa og hugur. Leikfimi í íþróttasal Eirhamra byrjar fimmtudaginn 25. ágúst. Kennt einu sinni í viku kl. 10:45 rólegri tími, stólaleikfimi, hentar þeim sem eru veikari fyrir. Kl. 11:15 almenn leikfimi, hentar hressari fólki. Kennari: Karin Mattson sjúkraþjálfari. Gönguhópur Varmá/ Fellið Minnum á frábæra gönguhópinn sem er svo sannarlega að standa sig vel. Alla mið- vikudaga kl. 13:00 frá Fellinu/Varmá, ganga sem hentar öllum. Frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki, verið velkomin. Dansleikfimi með Auði Hörpu miðvikudaga kl. 14:15 í íþróttahúsinu Varmá byrjar í september (auglýst síðar). Í dansleikfimi er blandað saman gamalli og nýrri tónlist við alls konar dansspor og leikfimi, línudans, zumbagold og alls konar spor og úr verður frábær skemmtun við skemmtilega tónlist. Dansleikfimi hentar öllum konum og körlum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Öll íþróttastarfsemi Famos (t.d. vatnsleikfimi, ringó, boccia og fleira) byrjar einnig í september og verður auglýst vel þegar skráningar hejast. ÝMiSlEGt Félagsvist byrjar 2. september Félagsvistin verður á sínum stað alla föstudaga í borðsal Eirhamra kl. 13:00. Allir velkomnir Gaman saman byrjar í september (auglýst síðar) og verður annan hvern fimmtudag í vetur í borðsal Eirhamra kl. 13:30. Postulínsnámskeið og postulínshópar verða hjá okkur og byrja í september. Myndlistar- námskeið byrjar 28. sept. í kjallara Eirhamra, 8 skipti á 25 þús. Skráning á elvab@mos.is eða í sima 698-0090 nÁMSKEið í vEF- oG tæKnilæSi Byrjum á námskeiði fyrir APPLE notendur. Fyrir Android verður auglýst síðar. Námkskeiðið er 4 skipti í tvo tíma í senn. Staður: Borðsalur Eirhamra 20., 22. 27. og 29 sep. 13:00-15:00. Námskeiðið er ókeypis. Skráning á elvab@mos.is eða síma 6980090. Í ágúst 1987 gerðist sá merki atburður að Mosfellshreppur steig sitt fyrsta skref inn í fullorðinsárin og varð að 27. bæjarfélagi landsins. Þá voru íbúar orðnir tæplega 4.000 talsins (þar af 300 með áskrift að Stöð 2). Unnið var hörðum höndum að því að lýsa upp götur bæjarins, meistaraflokkslið Aftureldingar í fótbolta karla hafði nýverið sigrað Reyn- ismenn í Sandgerði og strætisvagnaferðir voru í boði í og úr bænum á næstum því klukkutíma fresti alla virka daga. tekið á móti kveðjum og óskalögum Mikil eftirvænting var fyrir þessum merka áfanga og var honum auðvitað fagn- að með tilheyrandi húllumhæi; grillveislu í boði bæjarstjórnarinnar, lifandi tónlist og verðlaunaafhendingu fyrir fallega garða svo eitthvað sé nefnt. Og svo var það hópur mosfellskra ung- menna sem tók sig saman og stofnaði Útvarp Mosfellsbæ, útvarpsstöð sem var í loftinu í 29 klukkustundir. Meðal þess sem ungmennin buðu upp á var þáttur um kvikmyndatónlist, næturvakt þar sem tekið var við símtölum djammara víðs vegar um bæinn og hádegisþáttur sem var til þess gerður að hjálpa Mosfellingum að melta hádegismatinn sinn. Einnig var fjallað um íþróttalífið í bænum og tekið á móti kveðjum og óskalögum. tímabært að endurtaka leikinn „Síðan eru liðin 35 ár og löngu orðið tímabært að endurtaka leikinn.“ Að þessu sinni eru það bókasafnsstarfsmennirnir og hlaðvarpskonurnar Ástrós Hind Rún- arsdóttir og Tanja Rasmussen sem standa á bak við útvarpið og ætla þær að vera með beina útsendingu af netinu milli 12:00 og 20:00 föstudag, laugardag og sunnudag. Dagskráin verður fjölbreytt en þær ætla meðal annars að taka viðtöl við Mosfellinga úr ýmsum áttum, rifja upp gamla tíma og spila tónlist. Þær hvetja alla bæjarbúa til að senda inn óskalög og kveðjur í gegnum netfangið utvarpmoso@gmail.com eða á instagram síðu útvarpsins, @utvarpmoso. Hægt verður að hlusta á útsend­ing- arnar á www.utvarpmoso.net. Tanja og Ástrós verða í loftinu um helgina • 35 ár síðan ungmenni stofnuðu útvarpsstöð Útvarp mosfellsbær endur- vakið á bæjarhátíðinni tanja rasmussen og ástrós hind rúnarsdóttir Tindahlaupið fer fram á laugardaginn Tindahlaup Mosfellsbæjar verður haldið í tólfta sinn þann 27. ágúst næstkomandi. Hlaupið er utanvega- hlaup eða náttúruhlaup en þau hafa átt vaxandi vinsældum að fagna síð- ustu misseri. Segja má að hlaupið sé afurð vinnu Mosfellsbæjar og skáta- félagsins Mosverja við að stika tugi kílómetra gönguleiða upp um fjöll og dali í Mosfellsbæ. Svæðið er stað- sett í jaðri höfuðborgarsvæðisins og sameinar kosti þéttbýlis og sveitar en eitt helsta einkenni umhverfisins er miklar víðáttur og ósnert náttúra. Boðið er upp á fjórar vegalengdir, 1, 3, 5 og 7 tinda og ættu því byrjendur sem og lengra komnir að finna leið við hæfi. Hlaupið hefst klukkan 9.00 við íþróttasvæðið að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Tindahlaupið er í boði Nettó en skráning fer fram á www.hlaup.is. Sem fyrr eru það Björgunarsveitin Kyndill, Blakdeild Aftureldingar og Mosfellsbær sem standa að baki hlaupinu sem nú fer fram laugardaginn 27. ágúst. Í fyrra var metskráning með yfir 250 hlaupara og er markmið okkar að gera enn betur í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.