Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 52

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 52
 - Aðsendar greinar52 Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að í vor kusu Mosfell- ingar að endurnýja talsvert í hópi bæjarfulltrúa. Síðustu vikur hjá nýjum meiri- hluta hafa því að hluta til farið í að fá upplýsingar um gang mála frá síðasta kjörtímabili. Þar kennir ýmissa grasa og eins og við var að búast nokkur mál sem fóru ekki hátt í aðdraganda kosninga. Þar má nefna rakaskemmdir í húsnæði Kvíslarskóla sem kalla á gríðarlegar end- urbætur á skólanum. Nú er unnið af miklu kappi að uppsetningu lausra kennslustofa til að skólahald geti hafist á næstu dögum. Verkefnið er afskaplega umfangsmikið og kostnaðarsamt en að sama skapi óum- flýjanlegt. Það er mikilvægt að skólasam- félagið geti treyst því að þarna verði gengið heiðarlega til verka og engu sleppt þannig að tryggt sé að nemendur og starfsfólk geti gengið til starfa í heilsusamlegu húsnæði. Annað mikilvægt verkefni eru viðræður um yfirtöku á rekstri Skálatúns. Það er að sjálfsögðu hluti af skyldum Mosfellsbæjar að annast um velferð heimilismanna þar. En reksturinn í núverandi mynd hefur ekki gengið vel árum saman og málið hefur legið ófrágengið á borði sveitarfélagsins í langan tíma. Við munum ganga að samn- ingaborðinu með hagsmuni heimilismanna og Mosfellsbæjar til lengri tíma í huga. Þriðja málið sem ástæða er til að nefna hér eru endurbætur á Varmársvæðinu. Hvort sem það lýtur að þjónustubyggingu, nýju gervigrasi, lýsingu eða annarri að- stöðu þá er mikil pressa á að taka ákvarð- anir og hefjast handa sem fyrst. Þar viljum við vanda til verka og hugsa til framtíðar í stækkandi bæjarfélagi. En vinna er í fullum gangi við að skoða forgangsröðun og undirbúa framkvæmdir. Hér er aðeins tæpt á nokkrum málum sem hafa verið til um- fjöllunar síðustu vikur. Þau eru að sjálfsögðu fleiri og öll mikilvæg fyrir þá sem að þeim koma. Við sem buðum okkur fram í sveitarstjórn í vor vissum auðvitað að hér væri verk að vinna. Við vissum að það þyrfti að taka stórar ákvarðanir sem varða framtíð Mosfells- bæjar. Við vissum að fjárhagsstaðan væri ágæt en auðvitað er hún ekki góð frekar en í rekstri sveitarfélaga almennt í landinu. Við lögðum áherslu á samráð, samvinnu og forgangsröðun. Við munum standa við það og vanda okkur við þá ákvarðanatöku sem bíður okkar. Sumt er brýnt en annað verður að bíða eins og venjan er í rekstri. Fyrstu 100 dagarnir eru ekki liðnir en núverandi meirihluti leggur mikla áherslu á að auka traust á milli stjórnmála, stjórn- sýslu og bæjarbúa. Það gerum við með því að auka gagnsæi, efla upplýsingagjöf og auka lýðræðislegt samtal. Við viljum aftur þakka fyrir traustið og velvildina sem okkur hefur verið sýnd í hvívetna í bænum. Hvort sem það eru bæjarbúar á förnum vegi eða starfsfólk stjórnsýslunnar sem aðstoðar okkur og deilir af þekkingu sinni eða aðrir kjörnir fulltrúar sem sýna samstarfsvilja og hugsa fyrst og fremst um hagsmuni bæjarins og þeirra sem í honum búa. Framsókn, Samfylking og Viðreisn Fyrstu 100 dagarnir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Bæjarhátíðir eru haldnar víðs- vegar um allt land og ein af þeim skemmtilegustu er haldin hér í bænum okkar. Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellinga, verður að veruleika dagana 26. til 28. ágúst eftir þriggja ára bið. Eins og áður verður margt spennandi í boði á vegum einstakl- inga, fyrirtækja og sveitarfélagsins.Hátíðin dregur nafn sitt af minningar-skáldsögu Halldórs Laxness, en þar segir hann í kafla 19, „Maður verður listamaður á því einu að vanda smáatriðin - alt hitt gerir sig sjálft.“ Í þeim anda langar mig, fyrir hönd Menn- ingar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæj- ar að hvetja íbúa til að vera með viðburði sem lífga upp á stemninguna, leggja sitt af mörkum við að skreyta bæinn, taka þátt í viðburðum og taka vel á móti gestum. Við í Menningarnefnd höfum fengið það skemmtilega verkefni að ferðast um bæinn okkar á laugardaginn til að skoða skreyting- ar og velja best skreytta húsið og götuna. Einnig hefur nefndinni verið falið að velja bæjarlistamann Mosfellsbæjar árið 2022 úr tilnefningum bæjarbúa. Verður tilkynnt um hver hlýtur þann heiður við hátíðlega athöfn í Hlégarði sunnudaginn 28. ágúst og hvetjum við Mosfellinga til að fjölmenna. Fjölbreytt menning og skemmtilegt mannlíf auðgar lífið og bætir geðheilsuna. Við sem höfum nýlega hafið störf í Menningar- og nýsköpunarnefnd erum mjög spennt fyrir næstu árum og hlökkum til að vinna með bæjarbúum að því að efla menningarstarf og auka sýnileika þess sem bæjarbúar eru að gera og hafa upp á að bjóða. Ég elska Mosó. Þannig byrjar lag sem sungið hefur verið í leikhúsi Leikfélags Mosfellssveitar. Mér finnst það eiga svo vel við hér og geri það að tillögu minni að brekkusöngsstjóri læri lagið og Mosfelling- ar læri texta og svo syngjum það saman í brekkunni í Álafosskvos föstudagskvöldið 26. ágúst. Ég elska mosó að morgni Ég elska mosó um kvöld Ég elska mosó í roki þegar rignir Ég elska Mosó um nætur þegar lygnir Ég elska mosó á daginn Allan daginn út og inn Ég elska mosó Ég elska að búa í mosó Þar finn ég hjartsláttinn Lag: I love paris Texti: Sóla Hrafnhildur Gísladóttir Formaður Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar Ég elska að búa í Mosó Næsta blað kemur út: 15. sept. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 12. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.