Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 42

Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 42
 - Íþróttir42 N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Það var hörkustuð hjá 28 elstu iðkendum Fimleikadeildar Aftureldingar þegar þau fóru saman til Neuchatel í Sviss og tóku þátt í Eurogym í júlí. Eurogym er risastór hátíð þar sem fimleikafólk alls staðar að kemur saman til þess að sýna hvað þau kunna. Hátíðin stendur í heila viku og þarna þarf að sjá til þess að 3.000 krakkar á aldrinum 12-18 ára fái mat og gistingu. Eurogym hátíðin leggur borgina undir sig með áhorfendapöllum og sviðum þar sem allir fá að sýna listir sínar og æfð atriði. Hópurinn var með virkilega flott atriði sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda og þeir sem fylgjast með Instagrami deildar- innar voru fegnir að missa ekki af. Atriðið var sett saman af þjálfurum fimleikadeild- arinnar þar sem þeir tvinna saman dans, stökk, samvinnu og fleira sem krakkana langaði að sýna í 6 mínútur. Orkumiklir krakkar þarna á ferð. Hópurinn var lausnamiðaður og jákvæð- ur, allir duglegir að vinna saman og öflug þátttaka í allri hópeflisvinnu, sagði einn fararstjóri ferðarinnar. Hann talaði einnig um að krakkarnir hefðu kynnst krökkum frá öðrum löndum og myndað vinabönd. Ferðin til Sviss var vel heppnuð og farar- stjórar ferðarinnar, sem voru foreldrar inn- an iðkendahópsins, voru virkilega ánægðir með samvinnuna. Fimleikadeild Aftureldingar hefur haldið uppi æfingum fyrir börn á leikskólaaldri (2-5 ára) í mörg ár. Það hefur verið mikil þróun á skipulaginu og félagið telur sig vera komið mjög framarlega í gæðum. „Síðasta vetur var mikil eftirsókn og mikil ánægja hjá bæði iðkendum og foreldrum. Þennan veturinn ætlum við að taka stærra skref í átt að frekari gæðum og höfum fengið hana Elsu Maríu Gunnarsdóttir inn til þess að stýra tímunum.“ Fimleikæfingar fyrir leikskólaaldur „Hvað eru svona ungir krakkar að gera á fimleikaæf- ingu eða geta þau gert einhverja fimleika yfir höfuð, eru spurningar sem vakna þegar við segjum að við séum með fimleikahóp fyrir 2-3 ára krakka. Málið er að þó svo að þetta sé á vegum fimleikadeilarinnar þá er ekki verið að æfa hefðbundnar fimleikaæfingar. Æfingarnar snúast allar um að æfa undirstöðuatriði í hreyfiþroska og fimleikasalurinn er góður til þess. Lögð er mikil áhersla á líkamlegan og andlegan þroska þar sem þjálfarar tengja saman hreyfingar við liti eða talningu og gert í myndrænu formi. Hreyfingar og líkamsstöður eru t.d. tengdar við leikbrigði eða tjáningu. Fimleikadeildin sér einnig tækifæri til þess að styrkja hreyfingar sem detta út eftir því sem börnin eldast sem eru þá hendur, úlnliðir, axlir og miðsvæði. Börn vinna með að skríða og velta sér mikið áður en þau fara að ganga og þá fer álagið á efri part líkamans að minnka. Markmið deildarinnar fyrir hvern vetur er misjafnt eftir aldurshópum en þegar krakkar hafa farið í gegnum leikskólahópan viljum við sjá að þau séu tilbúin til þess að stunda íþróttir og treysti sér í skipulagt íþróttastarf. Við viljum sjá að þau kunni að fara í gegnum skipulag sem er sett fyrir þau, við viljum að þau séu tilbúin bæði andlega og líkamlega.“ hópurinn í sviss 28 fimleikakrakkar úr aftureldingu á eurogym Hreyfing fyrir krakka á leikskólaaldri Elsa er með BA-gráðu í félags- fræði og MA í mannauðs- stjórnun frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem deildarstjóri á leikskóla í Reykjavík. Elsa hefur klárað öll námskeið á vegum FSÍ og hefur mikla reynslu af fimleikakennslu. Orkumótið í Vestmannaeyjum fór venju samkvæmt fram í sumar. Þessir strákar úr Aftureldingu náðu þar frábærum árangri. Kepptu um 3. sætið í sterkasta riðlinum í leik sem endaði með jafntefli. Þetta mun vera besti árangur Aftureldingar á Orkumótinu til þessa. frábær árangur á orkumótinu í sumar Lyftingafélagið af fullum krafti af stað Lyftingafélag Mosfellsbæjar fer á fulla ferð í vetur með Ólympískar og kraftlyftingar. Félagið er að bæta við sig stöngum og lóðum og mun bjóða upp á námskeið fyrir 9-12 ára krakka í vetur. Stefnir í metþátttöku á Weetosmótinu Weetosmót Aftureldingar í fótbolta fer fram á Tungubökkum um helgina. Spilað er með hefðbundnu hraðmótsfyrirkomulagi í 6. og 7. flokki karla og kvenna. Mótið hefur stækkað jafnt og þétt og stefnir nú í metþátttöku liða enda skemmtilegt að enda fótboltasumarið í Mosó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.