Mosfellingur - 23.08.2022, Blaðsíða 18
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ18
Fjölmenni var við opnun einkasýn-
ingar Þóris Gunnarssonar Listapúka
í Listasal Mosfellsbæjar 5. ágúst
sl. Sýningargestum var boðið upp á
drykki og karamellur frá jólahúsinu
á Akureyri á meðan þeir nutu
litríkra og líflegra mynda Þóris.
Viðfangsefni verkanna er fjölbreytt
og má t.d. sjá myndir af
tígrisdýrum og öpum, jógaiðkend-
um og fótboltastjörnum, vinum,
vandamönnum og Elvis. Gaman er
frá því að segja að margar myndir
seldust á opnuninni enda ekki
amalegt að eiga listaverk eftir sjálfan
Listapúkann.
Listasalur Mosfellsbæjar
Sýning
Listapúkans
Vilborg, Þórir og gunnar
Mosfellsbær www.mos.is 525 6700
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfells-
bæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttis-
viðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.
Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir
vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi
við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Til að eiga möguleika á að hljóta jafnréttisviðurkenningu
Mosfellsbæjar árið 2022, þarf:
1. Einstaklingur að hafa skarað framúr í vinnu að jafnréttismálum
2. Fyrirtæki, stofnun eða félag að hafa:
a) Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum
b) Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna
c) Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna
að framgangi jafnréttis kvenna, karla og kvára
d) Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundna
eða kynferðislega áreitni á vinnustað
e) Veitt starfsmönnum fræðslu um jafnréttismál
Við hvetjum ykkur til að fara inn á þjónustugátt Mosfellsbæjar og senda
tilnefningar ásamt rökstuðningi fyrir 5. september 2022.
Útnefning lýðræðis- og mannréttindanefndar verður kynnt á Jafnréttisdegi
Mosfellsbæjar, sem haldinn verður hátíðlegur í september n.k.
Óskum eftir
tilnefningum
til jafnréttis
viðurkenningar
Bjarni Fritzson rithöfundur kemur í heimsókn og
les fyrir okkur upp úr bókunum sínum.
Húlladúllan mætir með alls kyns sirkusdót
og kennir okkur öll helstu húllatrixin á
torginu fyrir framan safnið.
Uppskeruhátíð
SumarLesturs
í Bókasafni Mosfellsbæjar
25. ágúst kl. 16:30
birgir, regína og halla